Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Jón Þór Stefánsson skrifar 17. desember 2024 18:02 Atvikin sem málið varðar áttu sér stað í bíl. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur þyngt skilorðsbundinn dóm sem kona hlaut í Héraðsdómi Norðurlands vestra fyrir brot gegn þremur sautján ára piltum. Hún var sakfelld fyrir að brjóta gegn blygðunarsemi þeirra allra með kynferðislegu og vanvirðandi tali. Hún var jafnframt sakfelld fyrir að áreita einn piltinn kynferðislega með því að fara með hendurnar inn fyrir nærbuxnastreng hans. Hún fær tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm. Í héraði var refsingin þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi, en þar var hún sýknuð fyrir blygðunarsemisbrotið. Atvik málsins áttu sér stað í bíl aðfaranótt laugardagsins 3. desember. Piltarnir þrír munu hafa verið á rúntinum og konan komið inn í bílinn til þeirra. Hún hafi beðið þá um að skutla sér heim, en ekki sagt hvert. Piltarnir báru vitni í héraðdómi. Þar sögðu þeir allir að konan hafð viðhaft kynferðislegt tal við þá, og boðist til að eiga við þá munnmök. Að því búnu hefði talið borist að typpastærð. Einn pilturinn sagði að þeir hefðu orðið hissa þegar konan settist inn í bílinn þeirra, en hún sagt að það væri allt í lagi því hún vissi hverjir þeir væru og að hún þekkti foreldra þeirra. Konan hafi byrjað að „fokka í þeim“ til að mynda með því að segja að hún gæti „tottað þá og gert það sem hún vildi kynferðislega“. Það hafi gerst eftir að þeir vildu losna við hana úr bílnum. Annar pilturinn, sá sem var ökumaður þetta kvöld, tók undir með hinum um að konan hafi sagst þekkja þá, en hún hafi nefnt þá alla með nafni og sagst þekkja foreldra þeirra. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti.Vísir/Vilhelm Líkt og áður segir var hún líka ákærð fyrir að áreita einn piltinn með því að fara með hendurnar inn fyrir nærbuxnastreng hans. Sá drengur sagðist hafa upplifað atvikið þannig að á honum hefði verið brotið. Þá hafi það haft áhrif á hann þegar sögur af þessu fóru að spyrjast út, enda búið í litlum bæ. Konan sagði fyrir dómi að hún hafi verið að skemmta sér þetta kvöld. Hún hafi beðið strákana um að skutla sér heim og þeir samþykkt það. Hún sagði að á meðan hún var í bílnum hefði hún „bullað“ í þeim og þeir í henni. Að hennar mati gekk hún ekki yfir einhver mörk gagnvart þeim, heldur hafi drengjunum fundist það sem hún sagði fyndið. Hún hafnaði því að hafa boðist til að hafa munnmök við drengina. Hún hafi hins vegar sagt þeim frá því þegar hún tottaði strák á staðnum þar sem þau voru stödd. Jafnframt neitaði hún alfarið fyrir það að hafa sett hendurnar inn fyrir buxur eins piltsins líkt og henni var gefið að sök. Að mati Landsréttar var framburður drengjanna trúverðugur. Þá segir í dómnum að ekki skipti höfuðmáli hvort konunni hafi fundist hún særa blygðunarsemi þeirra. Líkt og áður segir dæmdi Landsréttur hana í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá staðfesti dómurinn niðurstöðu héraðsdóms um að hún skyldi greiða piltinum sem hún áreitti 200 þúsund krónur í miskabætur. Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Hún fær tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm. Í héraði var refsingin þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi, en þar var hún sýknuð fyrir blygðunarsemisbrotið. Atvik málsins áttu sér stað í bíl aðfaranótt laugardagsins 3. desember. Piltarnir þrír munu hafa verið á rúntinum og konan komið inn í bílinn til þeirra. Hún hafi beðið þá um að skutla sér heim, en ekki sagt hvert. Piltarnir báru vitni í héraðdómi. Þar sögðu þeir allir að konan hafð viðhaft kynferðislegt tal við þá, og boðist til að eiga við þá munnmök. Að því búnu hefði talið borist að typpastærð. Einn pilturinn sagði að þeir hefðu orðið hissa þegar konan settist inn í bílinn þeirra, en hún sagt að það væri allt í lagi því hún vissi hverjir þeir væru og að hún þekkti foreldra þeirra. Konan hafi byrjað að „fokka í þeim“ til að mynda með því að segja að hún gæti „tottað þá og gert það sem hún vildi kynferðislega“. Það hafi gerst eftir að þeir vildu losna við hana úr bílnum. Annar pilturinn, sá sem var ökumaður þetta kvöld, tók undir með hinum um að konan hafi sagst þekkja þá, en hún hafi nefnt þá alla með nafni og sagst þekkja foreldra þeirra. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti.Vísir/Vilhelm Líkt og áður segir var hún líka ákærð fyrir að áreita einn piltinn með því að fara með hendurnar inn fyrir nærbuxnastreng hans. Sá drengur sagðist hafa upplifað atvikið þannig að á honum hefði verið brotið. Þá hafi það haft áhrif á hann þegar sögur af þessu fóru að spyrjast út, enda búið í litlum bæ. Konan sagði fyrir dómi að hún hafi verið að skemmta sér þetta kvöld. Hún hafi beðið strákana um að skutla sér heim og þeir samþykkt það. Hún sagði að á meðan hún var í bílnum hefði hún „bullað“ í þeim og þeir í henni. Að hennar mati gekk hún ekki yfir einhver mörk gagnvart þeim, heldur hafi drengjunum fundist það sem hún sagði fyndið. Hún hafnaði því að hafa boðist til að hafa munnmök við drengina. Hún hafi hins vegar sagt þeim frá því þegar hún tottaði strák á staðnum þar sem þau voru stödd. Jafnframt neitaði hún alfarið fyrir það að hafa sett hendurnar inn fyrir buxur eins piltsins líkt og henni var gefið að sök. Að mati Landsréttar var framburður drengjanna trúverðugur. Þá segir í dómnum að ekki skipti höfuðmáli hvort konunni hafi fundist hún særa blygðunarsemi þeirra. Líkt og áður segir dæmdi Landsréttur hana í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá staðfesti dómurinn niðurstöðu héraðsdóms um að hún skyldi greiða piltinum sem hún áreitti 200 þúsund krónur í miskabætur.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira