Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. desember 2024 20:04 Júlía Sól og Djásn, sem er uppáhalds kindin hennar í fjárhúsinu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sautján ára stelpa á Stokkseyri elskar ekkert meira en íslensku sauðkindina enda er hún með um 100 fjár með pabba sínum í þorpinu. Ærin Djásn er í sérstöku uppáhaldi hjá henni. Hér erum við að tala um Júlíu Sól Sigurfinnsdóttur, sem hefur alltaf haft mikið dálæti á kindum og líður hvergi eins vel og þegar hún er innan um kindurnar sínar í fjárhúsinu á Stokkseyri. Hún gegnir þeim tvisvar á dag og svo á hún sína uppáhalds kinda, hana Djásn, sem er mjög, mjög gæf. „Frá því að maður fæddist þá hefur þetta bara verið mitt helst áhugamál. Ég er fædd og uppalinn við þetta, bara í sveitinni alla daga og svo er pabbi búin að vera í þessu síðan hann var stráklingur,“ segir Júlía. Júlía segir að vorið sé alltaf skemmtilegast í fjárhúsinu þegar lömbin eru að koma í heiminn og svo þessi árstími þegar fengitíminn stendur yfir. Og þú spáir mikið í ræktun og annað slíkt eða hvað? „ Já, það er náttúrulega alltaf markmiðið að ná góðri ræktun og góðum kindum í stofninn“. Júlía Sól með foreldrum sínum eða þeim Sigurfinni Bjarkarssyni og Guðrúnu Jónu Borgarsdóttur. Fjölskyldan býr á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þú ert ekki nema 17 ára, hvað finnst vinum þínum og vinkonum að þú sért að stússast í þessu, af hverju ertu ekki frekar að kíkja á sæta stráka? „Ég hef svo sem ekki mikið spurt út í það eða pælt í því en þær eru meðvitaðar um þennan mikla áhuga, en á meðan ég hef áhuga þá er um að gera að halda bara áfram í þessu, stússast í þessu í staðin fyrir að elta einhverja stráka, sem eru ekki þessi virði,“ segir Júlía Sól hlæjandi. Og svo er það uppáhalds hrúturinn hennar Júlíu, sem er mjög vel dæmdur og heitir Hrafn. „Þetta er okkar besti hrútur á þessu ári með 90 stig slétt og 19,5 fyrir læri og og 9,5 fyrir bak og 9,5 fyrir malir. Hann er frekar róleg dýpa, er ekkert að stressa sig mikið á hlutunum,“ segir 17 ára sauðfjárræktandinn á Stokkseyri, Júlía Sól. Hér er Júlía Sól með hrútinn Hrafn, sem hefur fengið úrvaldsdóm og þykir mjög efnilegur kynbótahrútur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Sauðfé Landbúnaður Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira
Hér erum við að tala um Júlíu Sól Sigurfinnsdóttur, sem hefur alltaf haft mikið dálæti á kindum og líður hvergi eins vel og þegar hún er innan um kindurnar sínar í fjárhúsinu á Stokkseyri. Hún gegnir þeim tvisvar á dag og svo á hún sína uppáhalds kinda, hana Djásn, sem er mjög, mjög gæf. „Frá því að maður fæddist þá hefur þetta bara verið mitt helst áhugamál. Ég er fædd og uppalinn við þetta, bara í sveitinni alla daga og svo er pabbi búin að vera í þessu síðan hann var stráklingur,“ segir Júlía. Júlía segir að vorið sé alltaf skemmtilegast í fjárhúsinu þegar lömbin eru að koma í heiminn og svo þessi árstími þegar fengitíminn stendur yfir. Og þú spáir mikið í ræktun og annað slíkt eða hvað? „ Já, það er náttúrulega alltaf markmiðið að ná góðri ræktun og góðum kindum í stofninn“. Júlía Sól með foreldrum sínum eða þeim Sigurfinni Bjarkarssyni og Guðrúnu Jónu Borgarsdóttur. Fjölskyldan býr á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þú ert ekki nema 17 ára, hvað finnst vinum þínum og vinkonum að þú sért að stússast í þessu, af hverju ertu ekki frekar að kíkja á sæta stráka? „Ég hef svo sem ekki mikið spurt út í það eða pælt í því en þær eru meðvitaðar um þennan mikla áhuga, en á meðan ég hef áhuga þá er um að gera að halda bara áfram í þessu, stússast í þessu í staðin fyrir að elta einhverja stráka, sem eru ekki þessi virði,“ segir Júlía Sól hlæjandi. Og svo er það uppáhalds hrúturinn hennar Júlíu, sem er mjög vel dæmdur og heitir Hrafn. „Þetta er okkar besti hrútur á þessu ári með 90 stig slétt og 19,5 fyrir læri og og 9,5 fyrir bak og 9,5 fyrir malir. Hann er frekar róleg dýpa, er ekkert að stressa sig mikið á hlutunum,“ segir 17 ára sauðfjárræktandinn á Stokkseyri, Júlía Sól. Hér er Júlía Sól með hrútinn Hrafn, sem hefur fengið úrvaldsdóm og þykir mjög efnilegur kynbótahrútur.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Sauðfé Landbúnaður Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira