Nýtt bílastæði hafi kostað gríðarlegt fjármagn Tómas Arnar Þorláksson skrifar 15. desember 2024 12:01 Hraunið gleypti bílastæði lónsins utan varnargarða, og gámahús sem notað hefur verið sem salerni og töskugeymsla í leiðinni þann 21. október. vísir/vilhelm Nýtt bílastæði innan varnargarðanna við Bláa lónið var opnað í fyrsta skipti í dag eftir hamfarir sem fylgdu eldgosi á svæðinu í nóvember. Framkvæmdastjóri segir nýja stæðið hafa kostað gífurlegt fjármagn og vinnu. Þá hefur Grindavíkurvegur nú einnig verið opnaður umferð. Bílastæði Bláa lónsins og gámahús á svæðinu fór undir hraun þann 21. nóvember í síðasta gosi við Sundhnúkagígaröð. Fyrirtækið hefur haft hraðar hendur síðan en nú er risið bílastæði norðan við lónið. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu-, rekstar og þjónustusviðs hjá Bláa lóninu, segir þetta spara bæði gestum lónsinS og starfsmönnum mikið umstang. „Þessi leið sem við höfum farið síðustu daga, gestir hafa keyrt í gegnum Hafnir og Nesveginn og til Grindavíkur og þaðan höfum við ferjað gesti til okkar, það í raun og veru er óþarfi í dag þar sem að nú er bæði búið að opna veginn og tilbúið bílastæði við okkar athafnasvæði,“ segir hún. Nýja bílastæðið er staðsett rétt norðan við lónið sjálft og gengur fólk um göngustíg við kalt lón til að komast að afgreiðslunni. Áður fyrr var gengið um gjá sem flestir sem þangað hafa komið kannast við en sú leið heyrir að minnsta kosti tímabundið sögunni til. Gífurlegt fjármagn og vinna hafi farið í uppbygginguna en stæðin eru um helmingi færri en var áður utan varnargarða. Að einhverju leyti sé um tímabundna lausn að ræða. Komast þá færri að en vilja, hefur þetta einhver áhrif á aðsókn? „Nei við eigum ekki von á því, við erum auðvitað núna á þessum vetrartíma og erum ekki með sama fjölda og við erum með yfir hásumarið svo við eigum von á því að þetta eigi að geta gengið vel næstu vikur og svo auðvitað horfum við á framhaldið hvernig við ætlum að leysa stöðuna til langs tíma.“ Helga Árnadóttir er framkvæmdastjóri framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu.vísir/vilhelm Helga tekur fram að vinna standi nú yfir við að hækka varnargarðanna við Blá lónið og í grennd við svæðið. Hún telur að þeirri vinnu eigi að ljúka í febrúar en ekki sé hægt að fullyrða um það. Að mati Helgu eru allar framkvæmdir á svæðinu merki um seiglu og samtakamátt landsmanna. „Ég vil meina að þetta sé gríðarlegt afrek allra þeirra sem hafa komið að þessari uppbyggingu og líka auðvitað þeirra sem hafa komið að því að leggja nýjan Grindavíkurveg enn og aftur yfir nýrunnið hraun. Það er magnað að finna það hvernig allar hafa verið tilbúnir að leggjast á eitt og leysa í raun og veru hverja áskorunina á fætur annarri.“ Bláa lónið Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Bílastæði Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn fjórtán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira
Bílastæði Bláa lónsins og gámahús á svæðinu fór undir hraun þann 21. nóvember í síðasta gosi við Sundhnúkagígaröð. Fyrirtækið hefur haft hraðar hendur síðan en nú er risið bílastæði norðan við lónið. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu-, rekstar og þjónustusviðs hjá Bláa lóninu, segir þetta spara bæði gestum lónsinS og starfsmönnum mikið umstang. „Þessi leið sem við höfum farið síðustu daga, gestir hafa keyrt í gegnum Hafnir og Nesveginn og til Grindavíkur og þaðan höfum við ferjað gesti til okkar, það í raun og veru er óþarfi í dag þar sem að nú er bæði búið að opna veginn og tilbúið bílastæði við okkar athafnasvæði,“ segir hún. Nýja bílastæðið er staðsett rétt norðan við lónið sjálft og gengur fólk um göngustíg við kalt lón til að komast að afgreiðslunni. Áður fyrr var gengið um gjá sem flestir sem þangað hafa komið kannast við en sú leið heyrir að minnsta kosti tímabundið sögunni til. Gífurlegt fjármagn og vinna hafi farið í uppbygginguna en stæðin eru um helmingi færri en var áður utan varnargarða. Að einhverju leyti sé um tímabundna lausn að ræða. Komast þá færri að en vilja, hefur þetta einhver áhrif á aðsókn? „Nei við eigum ekki von á því, við erum auðvitað núna á þessum vetrartíma og erum ekki með sama fjölda og við erum með yfir hásumarið svo við eigum von á því að þetta eigi að geta gengið vel næstu vikur og svo auðvitað horfum við á framhaldið hvernig við ætlum að leysa stöðuna til langs tíma.“ Helga Árnadóttir er framkvæmdastjóri framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu.vísir/vilhelm Helga tekur fram að vinna standi nú yfir við að hækka varnargarðanna við Blá lónið og í grennd við svæðið. Hún telur að þeirri vinnu eigi að ljúka í febrúar en ekki sé hægt að fullyrða um það. Að mati Helgu eru allar framkvæmdir á svæðinu merki um seiglu og samtakamátt landsmanna. „Ég vil meina að þetta sé gríðarlegt afrek allra þeirra sem hafa komið að þessari uppbyggingu og líka auðvitað þeirra sem hafa komið að því að leggja nýjan Grindavíkurveg enn og aftur yfir nýrunnið hraun. Það er magnað að finna það hvernig allar hafa verið tilbúnir að leggjast á eitt og leysa í raun og veru hverja áskorunina á fætur annarri.“
Bláa lónið Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Bílastæði Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn fjórtán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira