Hittust bara einu sinni eftir Friends Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. desember 2024 15:06 Vinirnir á endurfundum árið 2021. HBO MAX Vinirnir í Friends hittust aðeins einu sinni eftir að tökum á þáttunum lauk árið 2004 og þar til þau hittust í sérstökum endurfundaþætti. Þetta segir Lisa Kudrow sem segist hafa horft á þættina aftur til að hugga sig eftir sviplegt fráfall Matthew Perry. „Við sex fengum okkur kvöldmat í eitt skiptið eftir að þátturinn hætti,“ segir Kudrow sem fór með hlutverk Phoebe Buffay í Friends, í hlaðvarpsþætti Modern Family stjörnunnar Jesse Tyler Ferguson. Hún segir þau hafa hist árið 2014 í stórkostlegu matarboði, þar sem ekkert hafði breyst þrátt fyrir að tíu ár væru liðin. „Þetta var svo frábært að við töluðum um það að við ættum að gera þetta oftar,“ segir Kudrow. Hún segir leikarana hafa verið einstaklega þakkláta að hafa fengið að hittast öll aftur þegar HBO Max blés til endurfundaþáttar árið 2021. Grínþættirnir komu fyrst út árið 1994 og gengu í sjónvarpi í tíu ár til 2004 og njóta enn þann dag í dag mikilla vinsælda. Hrikti í stoðunum eftir fráfall Perry Líkt og alþjóð veit lést Matthew Perry sem fór með hlutverk Chandler Bing í fyrra eftir neyslu á ketamíni. Kudrow segir að þetta hafi haft gríðarleg áhrif á leikarahópinn sem var eftir. „Þetta var gríðarlegt áfall. Perry hafði sjálfur sagt að þetta kæmi ekki á óvart, en að þetta yrði sjokk og hann hafði rétt fyrir sér. Þetta kom ekki á óvart en þetta var samt sjokk,“ segir leikkonan. „Persónulega þá held ég að hann hafi dáið hamingjusamur. Ég held að seinustu dagana fyrir fráfallið hafi hann verið glaður og spenntur fyrir lífinu,“ segir Kudrow. Hún segist hafa byrjað að horfa á gamla þætti af Friends til þess að takast á við sorgina. Enn þann dag í dag hefur hún ekki séð alla þættina en ástæðuna rekur hún til streituviðbragða sem hún upplifir við að horfa. Bíó og sjónvarp Andlát Matthew Perry Hollywood Friends Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
„Við sex fengum okkur kvöldmat í eitt skiptið eftir að þátturinn hætti,“ segir Kudrow sem fór með hlutverk Phoebe Buffay í Friends, í hlaðvarpsþætti Modern Family stjörnunnar Jesse Tyler Ferguson. Hún segir þau hafa hist árið 2014 í stórkostlegu matarboði, þar sem ekkert hafði breyst þrátt fyrir að tíu ár væru liðin. „Þetta var svo frábært að við töluðum um það að við ættum að gera þetta oftar,“ segir Kudrow. Hún segir leikarana hafa verið einstaklega þakkláta að hafa fengið að hittast öll aftur þegar HBO Max blés til endurfundaþáttar árið 2021. Grínþættirnir komu fyrst út árið 1994 og gengu í sjónvarpi í tíu ár til 2004 og njóta enn þann dag í dag mikilla vinsælda. Hrikti í stoðunum eftir fráfall Perry Líkt og alþjóð veit lést Matthew Perry sem fór með hlutverk Chandler Bing í fyrra eftir neyslu á ketamíni. Kudrow segir að þetta hafi haft gríðarleg áhrif á leikarahópinn sem var eftir. „Þetta var gríðarlegt áfall. Perry hafði sjálfur sagt að þetta kæmi ekki á óvart, en að þetta yrði sjokk og hann hafði rétt fyrir sér. Þetta kom ekki á óvart en þetta var samt sjokk,“ segir leikkonan. „Persónulega þá held ég að hann hafi dáið hamingjusamur. Ég held að seinustu dagana fyrir fráfallið hafi hann verið glaður og spenntur fyrir lífinu,“ segir Kudrow. Hún segist hafa byrjað að horfa á gamla þætti af Friends til þess að takast á við sorgina. Enn þann dag í dag hefur hún ekki séð alla þættina en ástæðuna rekur hún til streituviðbragða sem hún upplifir við að horfa.
Bíó og sjónvarp Andlát Matthew Perry Hollywood Friends Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira