Hittust bara einu sinni eftir Friends Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. desember 2024 15:06 Vinirnir á endurfundum árið 2021. HBO MAX Vinirnir í Friends hittust aðeins einu sinni eftir að tökum á þáttunum lauk árið 2004 og þar til þau hittust í sérstökum endurfundaþætti. Þetta segir Lisa Kudrow sem segist hafa horft á þættina aftur til að hugga sig eftir sviplegt fráfall Matthew Perry. „Við sex fengum okkur kvöldmat í eitt skiptið eftir að þátturinn hætti,“ segir Kudrow sem fór með hlutverk Phoebe Buffay í Friends, í hlaðvarpsþætti Modern Family stjörnunnar Jesse Tyler Ferguson. Hún segir þau hafa hist árið 2014 í stórkostlegu matarboði, þar sem ekkert hafði breyst þrátt fyrir að tíu ár væru liðin. „Þetta var svo frábært að við töluðum um það að við ættum að gera þetta oftar,“ segir Kudrow. Hún segir leikarana hafa verið einstaklega þakkláta að hafa fengið að hittast öll aftur þegar HBO Max blés til endurfundaþáttar árið 2021. Grínþættirnir komu fyrst út árið 1994 og gengu í sjónvarpi í tíu ár til 2004 og njóta enn þann dag í dag mikilla vinsælda. Hrikti í stoðunum eftir fráfall Perry Líkt og alþjóð veit lést Matthew Perry sem fór með hlutverk Chandler Bing í fyrra eftir neyslu á ketamíni. Kudrow segir að þetta hafi haft gríðarleg áhrif á leikarahópinn sem var eftir. „Þetta var gríðarlegt áfall. Perry hafði sjálfur sagt að þetta kæmi ekki á óvart, en að þetta yrði sjokk og hann hafði rétt fyrir sér. Þetta kom ekki á óvart en þetta var samt sjokk,“ segir leikkonan. „Persónulega þá held ég að hann hafi dáið hamingjusamur. Ég held að seinustu dagana fyrir fráfallið hafi hann verið glaður og spenntur fyrir lífinu,“ segir Kudrow. Hún segist hafa byrjað að horfa á gamla þætti af Friends til þess að takast á við sorgina. Enn þann dag í dag hefur hún ekki séð alla þættina en ástæðuna rekur hún til streituviðbragða sem hún upplifir við að horfa. Bíó og sjónvarp Andlát Matthew Perry Hollywood Friends Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Fleiri fréttir Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Sjá meira
„Við sex fengum okkur kvöldmat í eitt skiptið eftir að þátturinn hætti,“ segir Kudrow sem fór með hlutverk Phoebe Buffay í Friends, í hlaðvarpsþætti Modern Family stjörnunnar Jesse Tyler Ferguson. Hún segir þau hafa hist árið 2014 í stórkostlegu matarboði, þar sem ekkert hafði breyst þrátt fyrir að tíu ár væru liðin. „Þetta var svo frábært að við töluðum um það að við ættum að gera þetta oftar,“ segir Kudrow. Hún segir leikarana hafa verið einstaklega þakkláta að hafa fengið að hittast öll aftur þegar HBO Max blés til endurfundaþáttar árið 2021. Grínþættirnir komu fyrst út árið 1994 og gengu í sjónvarpi í tíu ár til 2004 og njóta enn þann dag í dag mikilla vinsælda. Hrikti í stoðunum eftir fráfall Perry Líkt og alþjóð veit lést Matthew Perry sem fór með hlutverk Chandler Bing í fyrra eftir neyslu á ketamíni. Kudrow segir að þetta hafi haft gríðarleg áhrif á leikarahópinn sem var eftir. „Þetta var gríðarlegt áfall. Perry hafði sjálfur sagt að þetta kæmi ekki á óvart, en að þetta yrði sjokk og hann hafði rétt fyrir sér. Þetta kom ekki á óvart en þetta var samt sjokk,“ segir leikkonan. „Persónulega þá held ég að hann hafi dáið hamingjusamur. Ég held að seinustu dagana fyrir fráfallið hafi hann verið glaður og spenntur fyrir lífinu,“ segir Kudrow. Hún segist hafa byrjað að horfa á gamla þætti af Friends til þess að takast á við sorgina. Enn þann dag í dag hefur hún ekki séð alla þættina en ástæðuna rekur hún til streituviðbragða sem hún upplifir við að horfa.
Bíó og sjónvarp Andlát Matthew Perry Hollywood Friends Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Fleiri fréttir Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Sjá meira