MAST starfar á neyðarstigi Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. desember 2024 14:21 Matvælastofnun starfar á neyðarstigi vegna fuglainflúensu. Vísir Matvælastofnun starfar nú á neyðarstigi vegna skæðar fuglainflúensuveiru. Flensan kom upp í kalkúnabúi á Auðsholti í Ölfusi á þriðjudag. Allir fuglar sem komust í snertingu við veiruna hafa verið aflífaðir. Í tilkynningu frá Matvælastofnun kemur fram að þetta sé í fyrsta skipti sem skæð fuglainflúensa greinist hérlendis í alifuglabúi. Manneskjur sem eru mikið í náinni snertingu við sýkta fugla geta smitast af inflúensunni en ekki er hætta af neyslu afurða. Stofnunin hefur starfað á óvissustigi síðan í október þegar í fuglaveira greindist í fyrsta skipti á þessu ári í villtum fuglum. Vegna smitsins í Auðsholti fyrr í vikunni starfa þau nú á neyðarstigi. Þegar neyðarstig er í gildi leggur Matvælastofnun til við ráðherra að fyrirskipaðar verða tímabundnar varnaraðgerðir til að fyrirbyggja útbreiðslu. Þá eiga allir fuglar á smituðu búi að vera aflífaðir á mannúðlegan hátt, sem hefur nú þegar verið gert á Auðsholti. Einnig var allur búnaður sótthreinsaður og þrifinn. Veiran er af gerð H5N5 sem er sama veiran og greindist í villtu fuglunum nú í október en á Matvælastofnun eftir að athuga hvort að um sama afbrigði sé að ræða. Meðgöngutími flensunnar getur verið allt að fjórtán dagar og geta aðrir fuglar verið sýktir þótt að einkenni séu ekki til staðar. Matvælastofnun mælir með að allir fuglaeigendur gæti sóttvarna og að þeir séu í yfirbyggðum gerðum eða húsum. Þeir fuglaeigendur sem búa í 10 kílómetra radíus við Auðsholt fylgja strangari reglum, sem dæmi má ekki flytja fugla eða neitt sem gæti smitað aðra fugla nema með sérstöku leyfi. Ekki náðist í fulltrúa Matvælastofnunar við vinnslu fréttarinnar. Matvælaframleiðsla Fuglar Dýraheilbrigði Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira
Í tilkynningu frá Matvælastofnun kemur fram að þetta sé í fyrsta skipti sem skæð fuglainflúensa greinist hérlendis í alifuglabúi. Manneskjur sem eru mikið í náinni snertingu við sýkta fugla geta smitast af inflúensunni en ekki er hætta af neyslu afurða. Stofnunin hefur starfað á óvissustigi síðan í október þegar í fuglaveira greindist í fyrsta skipti á þessu ári í villtum fuglum. Vegna smitsins í Auðsholti fyrr í vikunni starfa þau nú á neyðarstigi. Þegar neyðarstig er í gildi leggur Matvælastofnun til við ráðherra að fyrirskipaðar verða tímabundnar varnaraðgerðir til að fyrirbyggja útbreiðslu. Þá eiga allir fuglar á smituðu búi að vera aflífaðir á mannúðlegan hátt, sem hefur nú þegar verið gert á Auðsholti. Einnig var allur búnaður sótthreinsaður og þrifinn. Veiran er af gerð H5N5 sem er sama veiran og greindist í villtu fuglunum nú í október en á Matvælastofnun eftir að athuga hvort að um sama afbrigði sé að ræða. Meðgöngutími flensunnar getur verið allt að fjórtán dagar og geta aðrir fuglar verið sýktir þótt að einkenni séu ekki til staðar. Matvælastofnun mælir með að allir fuglaeigendur gæti sóttvarna og að þeir séu í yfirbyggðum gerðum eða húsum. Þeir fuglaeigendur sem búa í 10 kílómetra radíus við Auðsholt fylgja strangari reglum, sem dæmi má ekki flytja fugla eða neitt sem gæti smitað aðra fugla nema með sérstöku leyfi. Ekki náðist í fulltrúa Matvælastofnunar við vinnslu fréttarinnar.
Matvælaframleiðsla Fuglar Dýraheilbrigði Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira