Bauna á SVEIT og kjarasamninga sem standist ekki lög Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. desember 2024 13:13 Félagsmenn Eflingar hafa staðið í ströngu undanfarið í baráttu gegn rekstraraðilum í veitingabransanum. vísir/vilhelm Í tilkynningu stéttarfélagsins Eflingar er því haldið fram að kjarasamningur sem stéttarfélagið Virðing hefur við SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, gangi gegn ákvæðum fjölda laga og skerði rétt launþega til muna. Stéttarfélagið sendi tilkynningu frá sér í dag og vísar til þess að sérfræðingar Eflingar í kjarasamningsgerð, samningarétti oglögum hafi komist að þessari niðurstöðu. Þeir hafi rannsakað kjarasamning Virðingar og SVEIT, auk þess sem utanaðkomandi lögfræðilegs álits hafi verið aflað. „Launataxtar samkvæmt kjarasamningnum verða lægri en launataxtar samkvæmt kjarasamningi Eflingar og SA frá og með 1. febrúar 2025. Ofan á það leiða breytingar á vinnutíma og vaktaálagi í samningi Virðingar og SVEIT almennt til kjaraskerðingar, miðað við samning Eflingar og SA,“ segir í tilkynningunni. Í vikunni sakaði formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir stéttarfélagið um að vera „gervistéttarfélag“, „svikamylla, rekin af atvinnurekendum í því skyni að skerða laun og réttindi starfsfólks.“ Þessu hafnaði Aðalgeir Ástvaldsson framkvæmdastjóri SVEIT, vísaði ásökum alfarið á bug. SVEIT hefur viljað skrifa undir annars konar samning við Eflingu heldur en samið hefur verið um við Samtök atvinnulífsins. Efling hafnaði þeim viðræðum og fékk sínu framgengt fyrir félagsdómi. Lægri launataxtar en í samningi SA „SVEIT hélt því fram í tilkynningu til fjölmiðla í gær, 5. desember, að kjarasamningur samtakanna og Virðingar inniberi hærri grunnlaunataxta en stöðugleikasamningur Eflingar og SA frá því í vor. Rétt er að launataxtar samkvæmt samningi Virðingar og SVEIT eru nú eilítið hærri. Þeir verða hins vegar orðnir lægri þegar samningsbundin launahækkun tekur gildi í febrúar. Samkvæmt kjarasamningi Eflingar og SA taka launahækkanir gildi í febrúar ár hvert, á meðan að launahækkanir samkvæmt kjarasamningi Virðingar og SVEIT taka gildi í nóvember ár hvert,“ segir í tilkynningu Eflingar sem lesa má í heild hér að neðan. „Því verða launataxtar samkvæmt samningi Virðingar og SVEIT lægri en launataxtar Eflingar og SA frá 1. febrúar til 1. nóvember 2025, í níu mánuði. Hið sama á við um árið 2026, í febrúar það ár verða taxtar Eflingar og SA aftur hærri og haldast hærri út samningstímann.“ Þá sé vinna á laugardögum borguð sem dagvinna, sem standist ekki lög, vaktaálag mun lægra í samningi Virðingar við veitingafólk og veikari ákvæði um hvíldartíma. Minni réttindi í fjölmörgum atriðum „Skilgreiningin í kjarasamningi Virðingar og SVEIT á þjálfunartíma er útvíkkuð og í raun gerð að einfaldri aldursmismunun. Ákvæðið segir að nýir starfsmenn á aldrinum 18-21 árs fái greidd sem nemur 95% af heildarlaunum. Þannig getur „þjálfunartími“ hjá ungum starfsmanni orðið allt að þrjú ár að lengd. Í kjarasamningi Eflingar og SA er hins vegar gert ráð fyrir að þjálfunartími geti verið mest 500 klst. og mest 300 klst. hjá sama atvinnurekanda. Þá má velta því upp hvort að ákvæði þetta í samningi Virðingar og SVEIT samrýmist annars vegar lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði og hins vegar jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.“ Fleira er nefnt í tilkynningunni líkt og réttindi til að hlynna sjúkum börnum, skertan uppsagnarfrest, rétt trúnaðarmanna og brot gegn Evróputilskipun. „Í ákvæði kjarasamnings Virðingar og SVEIT um trúnaðarmenn er vísað til ákvæða laga um stéttarfélög og vinnudeilur. Í kjarasamningum Eflingar og SA frá því síðastliðið vor er hins vegar að finna mun ríkari rétt fyrir trúnaðarmenn, til að mynda að þeim sé heimilt að verja tíma til trúnaðarmannastarfa, þeim skuli útbúin aðstaða, þeir hafi aðgang að gögnum og þeir hafi heimild til að sækja trúnaðarmannanámskeið á vinnutíma. Ekki fæst þá séð af samþykktum Virðingar að starfrækja eigi sjúkrasjóð eða starfsmenntasjóð, eins og stéttarfélög gera, aðeins orlofssjóð.“ Lesa má tilkynningu Eflingar í heild sinni hér. Kjaramál Vinnumarkaður Veitingastaðir Stéttarfélög Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Stéttarfélagið sendi tilkynningu frá sér í dag og vísar til þess að sérfræðingar Eflingar í kjarasamningsgerð, samningarétti oglögum hafi komist að þessari niðurstöðu. Þeir hafi rannsakað kjarasamning Virðingar og SVEIT, auk þess sem utanaðkomandi lögfræðilegs álits hafi verið aflað. „Launataxtar samkvæmt kjarasamningnum verða lægri en launataxtar samkvæmt kjarasamningi Eflingar og SA frá og með 1. febrúar 2025. Ofan á það leiða breytingar á vinnutíma og vaktaálagi í samningi Virðingar og SVEIT almennt til kjaraskerðingar, miðað við samning Eflingar og SA,“ segir í tilkynningunni. Í vikunni sakaði formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir stéttarfélagið um að vera „gervistéttarfélag“, „svikamylla, rekin af atvinnurekendum í því skyni að skerða laun og réttindi starfsfólks.“ Þessu hafnaði Aðalgeir Ástvaldsson framkvæmdastjóri SVEIT, vísaði ásökum alfarið á bug. SVEIT hefur viljað skrifa undir annars konar samning við Eflingu heldur en samið hefur verið um við Samtök atvinnulífsins. Efling hafnaði þeim viðræðum og fékk sínu framgengt fyrir félagsdómi. Lægri launataxtar en í samningi SA „SVEIT hélt því fram í tilkynningu til fjölmiðla í gær, 5. desember, að kjarasamningur samtakanna og Virðingar inniberi hærri grunnlaunataxta en stöðugleikasamningur Eflingar og SA frá því í vor. Rétt er að launataxtar samkvæmt samningi Virðingar og SVEIT eru nú eilítið hærri. Þeir verða hins vegar orðnir lægri þegar samningsbundin launahækkun tekur gildi í febrúar. Samkvæmt kjarasamningi Eflingar og SA taka launahækkanir gildi í febrúar ár hvert, á meðan að launahækkanir samkvæmt kjarasamningi Virðingar og SVEIT taka gildi í nóvember ár hvert,“ segir í tilkynningu Eflingar sem lesa má í heild hér að neðan. „Því verða launataxtar samkvæmt samningi Virðingar og SVEIT lægri en launataxtar Eflingar og SA frá 1. febrúar til 1. nóvember 2025, í níu mánuði. Hið sama á við um árið 2026, í febrúar það ár verða taxtar Eflingar og SA aftur hærri og haldast hærri út samningstímann.“ Þá sé vinna á laugardögum borguð sem dagvinna, sem standist ekki lög, vaktaálag mun lægra í samningi Virðingar við veitingafólk og veikari ákvæði um hvíldartíma. Minni réttindi í fjölmörgum atriðum „Skilgreiningin í kjarasamningi Virðingar og SVEIT á þjálfunartíma er útvíkkuð og í raun gerð að einfaldri aldursmismunun. Ákvæðið segir að nýir starfsmenn á aldrinum 18-21 árs fái greidd sem nemur 95% af heildarlaunum. Þannig getur „þjálfunartími“ hjá ungum starfsmanni orðið allt að þrjú ár að lengd. Í kjarasamningi Eflingar og SA er hins vegar gert ráð fyrir að þjálfunartími geti verið mest 500 klst. og mest 300 klst. hjá sama atvinnurekanda. Þá má velta því upp hvort að ákvæði þetta í samningi Virðingar og SVEIT samrýmist annars vegar lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði og hins vegar jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.“ Fleira er nefnt í tilkynningunni líkt og réttindi til að hlynna sjúkum börnum, skertan uppsagnarfrest, rétt trúnaðarmanna og brot gegn Evróputilskipun. „Í ákvæði kjarasamnings Virðingar og SVEIT um trúnaðarmenn er vísað til ákvæða laga um stéttarfélög og vinnudeilur. Í kjarasamningum Eflingar og SA frá því síðastliðið vor er hins vegar að finna mun ríkari rétt fyrir trúnaðarmenn, til að mynda að þeim sé heimilt að verja tíma til trúnaðarmannastarfa, þeim skuli útbúin aðstaða, þeir hafi aðgang að gögnum og þeir hafi heimild til að sækja trúnaðarmannanámskeið á vinnutíma. Ekki fæst þá séð af samþykktum Virðingar að starfrækja eigi sjúkrasjóð eða starfsmenntasjóð, eins og stéttarfélög gera, aðeins orlofssjóð.“ Lesa má tilkynningu Eflingar í heild sinni hér.
Kjaramál Vinnumarkaður Veitingastaðir Stéttarfélög Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira