Eining um hvalveiðar innan starfsstjórnar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. desember 2024 13:01 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra eru öll sátt við ákvörðun Bjarna Benediktssonar forsætis-og matvælaráðherra að leyfa hvalveiðar. Vísir/Vilhelm Ráðherrar í starfstjórn styðja ákvörðun forsætisráðherra að leyfa hvalveiðar og telja að ekki hafi þurft að bera málið undir þau áður en ákvörðun var tekin. Formaður Framsóknarflokksins styður ákvörðunina og bendir á að ráðherrar hafi áður tekið ákvarðanir um hvalveiðar í öðrum starfsstjórnum. Ákvörðun Bjarna Benediktssonar forsætis- og matvælaráðherra um að leyfa í gær hvalveiðar til fimm ára hefur verið harðlega gagnrýnd af ýmsum umhverfis- og dýravelferðarsamtökum. Á móti fagnar bæjarráð Akraness leyfisveitingunni. Málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. „Ég kynnti niðurstöðu mína um að leyfa hvalveiðar á fundi starfsstjórnar. Það var lítil umræða. Málið þurfti sinn afgreiðslutíma í ráðuneytinu og því þurfti að gefa leyfin út núna. Við erum alltaf að taka nýjar ákvarðanir í ráðuneytunum,“ segir Bjarni Benediktsson forsætis- og matvælaráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfasdóttir utanríkisráðherra styður ákvörðunina. „Þegar sótt er um leyfi til hvalveiða og álit Hafrannsóknastofnunar er eins og það er þá getur ráðherra ekki annað en gefið út leyfi. Það er ekki hægt að liggja á því eins og ráðherra sýnist enda liggur fyrir álit umboðsmanns Alþingis í því. Málið er tilbúið núna,“ segir Þórdís. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla, núsköpunar- og iðnaðarráðherra er á sömu skoðun og sagði aðspurð að hún styðji ákvörðun um hvalveiðar. Framsóknarflokkurinn hlynntur hvalveiðum Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins gerir engar athugasemdir við ákvörðunina. „Við í Framsókn styðjum það að leyfa hvalveiðar og sjálfbærar veiðar. Við höfum alltaf gert það. Það eru fordæmi fyrir þessu árið 2009 þegar Einar Kristinn Guðfinnsson gerði þetta í starfsstjórn. Aftur breytir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir árið 2017 þegar hún var líka í starfsstjórn ákveðnum takmörkunum. Þannig að ég geri engar athugasemdir við það þar sem þetta er eðlileg starfsemi hér á landi,“ segir Sigurður. Aðspurður um hvort ekki hefði átt að taka ákvörðun til hvalveiða til skemmri tíma en fimm ára í ljósi þess hversu umdeild ákvörðunin er svarar Sigurður: „Það verður þú að spyrja hann um. Ég styð hvalveiðar. Ég tel alls ekki að það hefði þurft að ræða ákvörðunina í starfsstjórn áður en hún var tilkynnt,“ segir Sigurður. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hvalveiðar Dýraheilbrigði Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Ákvörðun Bjarna Benediktssonar forsætis- og matvælaráðherra um að leyfa í gær hvalveiðar til fimm ára hefur verið harðlega gagnrýnd af ýmsum umhverfis- og dýravelferðarsamtökum. Á móti fagnar bæjarráð Akraness leyfisveitingunni. Málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. „Ég kynnti niðurstöðu mína um að leyfa hvalveiðar á fundi starfsstjórnar. Það var lítil umræða. Málið þurfti sinn afgreiðslutíma í ráðuneytinu og því þurfti að gefa leyfin út núna. Við erum alltaf að taka nýjar ákvarðanir í ráðuneytunum,“ segir Bjarni Benediktsson forsætis- og matvælaráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfasdóttir utanríkisráðherra styður ákvörðunina. „Þegar sótt er um leyfi til hvalveiða og álit Hafrannsóknastofnunar er eins og það er þá getur ráðherra ekki annað en gefið út leyfi. Það er ekki hægt að liggja á því eins og ráðherra sýnist enda liggur fyrir álit umboðsmanns Alþingis í því. Málið er tilbúið núna,“ segir Þórdís. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla, núsköpunar- og iðnaðarráðherra er á sömu skoðun og sagði aðspurð að hún styðji ákvörðun um hvalveiðar. Framsóknarflokkurinn hlynntur hvalveiðum Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins gerir engar athugasemdir við ákvörðunina. „Við í Framsókn styðjum það að leyfa hvalveiðar og sjálfbærar veiðar. Við höfum alltaf gert það. Það eru fordæmi fyrir þessu árið 2009 þegar Einar Kristinn Guðfinnsson gerði þetta í starfsstjórn. Aftur breytir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir árið 2017 þegar hún var líka í starfsstjórn ákveðnum takmörkunum. Þannig að ég geri engar athugasemdir við það þar sem þetta er eðlileg starfsemi hér á landi,“ segir Sigurður. Aðspurður um hvort ekki hefði átt að taka ákvörðun til hvalveiða til skemmri tíma en fimm ára í ljósi þess hversu umdeild ákvörðunin er svarar Sigurður: „Það verður þú að spyrja hann um. Ég styð hvalveiðar. Ég tel alls ekki að það hefði þurft að ræða ákvörðunina í starfsstjórn áður en hún var tilkynnt,“ segir Sigurður.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hvalveiðar Dýraheilbrigði Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira