Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. desember 2024 07:10 Bjarni tilkynnti í gær um leyfisveitingu til hvalveiða til tveggja aðila. Leyfið gildir í fimm ár. Vísir/Einar Samtök grænkera, Hvalavinir og ungir Píratar eru meðal þeirra sem brugðist hafa harkalega við ákvörðun Bjarna Benediktssonar matvælaráðherra um að veita leyfi til hvalveiða næstu fimm árin. Ungliðahreyfing Pírata segir Bjarna að „fara til andskotans“. Bjarni gaf í gær út leyfi til veiða á langreyðum til Hvals hf. og leyfi til veiða á hrefnu til tog- og hrefnuveiðibátsins Halldórs Sigurðssonar ÍS 14, sem er í eigu Tjaldtanga ehf. Leyfin eru veitt til fimm ára. Hvalavinir, sem eru samtök utan um andstöðu við hvalveiðar, segjast í Facebook-færslu fordæma harðlega ákvörðun Bjarna. Hún sé svívirðileg valdníðsla fallinnar ríkisstjórnar, eins og það er orðað. Þeir flokkar sem nú eigi í stjórnarmyndunarviðræðum, Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins, séu á móti hvalveiðum og því sé um að ræða ólýðræðisleg og einkennileg vinnubrögð. „Þjóðin var skýr í nýliðnum kosningum og vildi breytingar, meirihluti landsmanna vilja ekki hvalveiðar og það er fordæmalaus vanvirðing við lýðveldið að fráfarandi forsætisráðherra þrýsti leyfi í gegn án umboðs þjóðarinnar,“ segir í færslu samtakanna. Brýnt að Alþingi banni hvalveiðar Þar segir einnig að Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hafi skipað starfshóp fyrr á árinu sem hafi átt að fara yfir lagaumhverfi og stjórnsýslu atvinnugreinarinnar, auk samræmis við alþjóðlegar skuldbindingar og sáttmála. „Ákvörðun um stefnu Íslands hvað varðar hvalveiðar átti svo í framhaldi að taka mið af skýrslu starfshópsins. Sú skýrsla er enn væntanleg og því enn einkennilegra að Bjarni Benediktsson hafi einnig farið á svig við þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar sem hann sat í.“ Þá segja samtökin að veiðarnar gangi gegn ákvæðum laga um dýravelferð, og því sé brýnt að Alþingi samþykki hvalveiðibann sem fyrst. Í færslunni er ný ríkisstjórn hvött til þess að afturkalla leyfisveitinguna, þar sem Bjarni hafi ekki haft umboð til að veita leyfið. „Farðu til andskotans“ Fleiri hafa kvatt sér hljóðs vegna leyfisveitingarinnar, til að mynda samtök grænkera á Íslandi, sem segjast af öllu hjarta fordæma „hræðilega þróun þessa máls“. Fylgjendur samtakanna eru hvattir til þess að setja nafn sitt við undirskriftasöfnun þar sem kallað er eftir bönnun hvalveiða og afturköllun leyfisins. Samtök ungra Pírata birtu þá ályktun vegna leyfisveitingarinnar þar sem þeir eru ómyrkir í máli. „Bjarni: siðleysan og sérhagsmunagæslan uppmáluð, farðu til andskotans og taktu leyfið þitt með. Ný ríkisstjórn sem verður mynduð: bannið hvalveiðar þarna skræfurnar ykkar,“ segir í ályktuninni sem birt var á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Ungir Píratar (@ungirpiratar) Hvalveiðar Dýr Píratar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Bjarni gaf í gær út leyfi til veiða á langreyðum til Hvals hf. og leyfi til veiða á hrefnu til tog- og hrefnuveiðibátsins Halldórs Sigurðssonar ÍS 14, sem er í eigu Tjaldtanga ehf. Leyfin eru veitt til fimm ára. Hvalavinir, sem eru samtök utan um andstöðu við hvalveiðar, segjast í Facebook-færslu fordæma harðlega ákvörðun Bjarna. Hún sé svívirðileg valdníðsla fallinnar ríkisstjórnar, eins og það er orðað. Þeir flokkar sem nú eigi í stjórnarmyndunarviðræðum, Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins, séu á móti hvalveiðum og því sé um að ræða ólýðræðisleg og einkennileg vinnubrögð. „Þjóðin var skýr í nýliðnum kosningum og vildi breytingar, meirihluti landsmanna vilja ekki hvalveiðar og það er fordæmalaus vanvirðing við lýðveldið að fráfarandi forsætisráðherra þrýsti leyfi í gegn án umboðs þjóðarinnar,“ segir í færslu samtakanna. Brýnt að Alþingi banni hvalveiðar Þar segir einnig að Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hafi skipað starfshóp fyrr á árinu sem hafi átt að fara yfir lagaumhverfi og stjórnsýslu atvinnugreinarinnar, auk samræmis við alþjóðlegar skuldbindingar og sáttmála. „Ákvörðun um stefnu Íslands hvað varðar hvalveiðar átti svo í framhaldi að taka mið af skýrslu starfshópsins. Sú skýrsla er enn væntanleg og því enn einkennilegra að Bjarni Benediktsson hafi einnig farið á svig við þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar sem hann sat í.“ Þá segja samtökin að veiðarnar gangi gegn ákvæðum laga um dýravelferð, og því sé brýnt að Alþingi samþykki hvalveiðibann sem fyrst. Í færslunni er ný ríkisstjórn hvött til þess að afturkalla leyfisveitinguna, þar sem Bjarni hafi ekki haft umboð til að veita leyfið. „Farðu til andskotans“ Fleiri hafa kvatt sér hljóðs vegna leyfisveitingarinnar, til að mynda samtök grænkera á Íslandi, sem segjast af öllu hjarta fordæma „hræðilega þróun þessa máls“. Fylgjendur samtakanna eru hvattir til þess að setja nafn sitt við undirskriftasöfnun þar sem kallað er eftir bönnun hvalveiða og afturköllun leyfisins. Samtök ungra Pírata birtu þá ályktun vegna leyfisveitingarinnar þar sem þeir eru ómyrkir í máli. „Bjarni: siðleysan og sérhagsmunagæslan uppmáluð, farðu til andskotans og taktu leyfið þitt með. Ný ríkisstjórn sem verður mynduð: bannið hvalveiðar þarna skræfurnar ykkar,“ segir í ályktuninni sem birt var á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Ungir Píratar (@ungirpiratar)
Hvalveiðar Dýr Píratar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira