Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Jakob Bjarnar skrifar 2. desember 2024 10:57 Björn Leví segir þessa mynd lýsa ágætlega veru sinni á þingi, en honum þyki einfaldlega þægilegra að vera skólaus innandyra. Það olli hins vegar uppnámi meðal íhaldssamari þingmanna en þetta var ekki vegna virðingarleysis fyrir Alþingi, að sögn Björns sjálfs. vísir/vilhelm Píratar duttu út af þingi í þeim kosningum sem nú eru nýafstaðnar. Björn Leví Gunnarsson Pírati gerir upp þingsetu sína í pistli sem hann skrifar á Facebook-síðu sína. Í pistlinum segist Björn oftar en ekki hafa upplifað sig utangarðs á þingi og það lýsti sér meðal annars í hinu fræga skóleysi, en hann neitaði fyrrverandi skrifstofustjóra um að fara í skó eins og frægt er orðið. Og var Björn Leví oftar en ekki skotspónn einkum hægri manna fyrir það. Ber mikla virðingu fyrir þinginu En þetta gerði Björn að sögn ekki vegna mótþróaröskunar eða vanvirðingar gagnvart þinginu: „Störf þingsins snúast mjög mikið um hefðir og ef það er eitthvað sem ég ætti að ráðleggja þeim 34 nýju þingmönnum sem nú stíga þangað inn þá er það að efast um þær hefðir. Þær eru bókstaflega hannaðar til þess að koma í veg fyrir frumkvæði þingmanna í störfum sínum. Að minnsta kosti á meðan meirihlutinn nýtir sér þær hefðir.“ Björn Leví segist bera gríðarlega mikla virðingu fyrir þessari stofnun, því vildi hann fjarlægja þessa fáránlegu dönsku kórónu af þaki þingsins og hann hefur meira að segja fengið sér tattú af þinginu fyrir nokkrum árum. „Ég ber hins vegar mun minni virðingu fyrir því hvernig hefur verið farið með þessa stofnun á undanförnum árum og áratugum í valdapólitíkinni sem vonandi er að hverfa í bili.“ Tregðan í öllu svakaleg Björn Leví segist skilja sáttur við starfið sem hann segir fylgja gríðarlegt álag. Nauðsynlegt sé að setja sér mörk. „Það sem er einna erfiðast við það er að það er rosalega erfitt að klára verkefni á þingi. Yfirleitt er það besta sem maður getur gert að þoka málum áfram. Tregðan í öllu þarna er svakaleg. Tregðan gegn breytingum er staðallinn - því þau sem vilja engu breyta þurfa bara að fresta málinu fram á næsta fund, og næsta, og næsta, og svo framvegis. Íhaldið nær árangri með því að vinna ekki neitt. Með því að gera ekki neitt nema sóa tíma og fresta umræðu og afgreiðslu.“ Sjá má pistil Björns Leví í heild sinni hér neðar. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Píratar Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Í pistlinum segist Björn oftar en ekki hafa upplifað sig utangarðs á þingi og það lýsti sér meðal annars í hinu fræga skóleysi, en hann neitaði fyrrverandi skrifstofustjóra um að fara í skó eins og frægt er orðið. Og var Björn Leví oftar en ekki skotspónn einkum hægri manna fyrir það. Ber mikla virðingu fyrir þinginu En þetta gerði Björn að sögn ekki vegna mótþróaröskunar eða vanvirðingar gagnvart þinginu: „Störf þingsins snúast mjög mikið um hefðir og ef það er eitthvað sem ég ætti að ráðleggja þeim 34 nýju þingmönnum sem nú stíga þangað inn þá er það að efast um þær hefðir. Þær eru bókstaflega hannaðar til þess að koma í veg fyrir frumkvæði þingmanna í störfum sínum. Að minnsta kosti á meðan meirihlutinn nýtir sér þær hefðir.“ Björn Leví segist bera gríðarlega mikla virðingu fyrir þessari stofnun, því vildi hann fjarlægja þessa fáránlegu dönsku kórónu af þaki þingsins og hann hefur meira að segja fengið sér tattú af þinginu fyrir nokkrum árum. „Ég ber hins vegar mun minni virðingu fyrir því hvernig hefur verið farið með þessa stofnun á undanförnum árum og áratugum í valdapólitíkinni sem vonandi er að hverfa í bili.“ Tregðan í öllu svakaleg Björn Leví segist skilja sáttur við starfið sem hann segir fylgja gríðarlegt álag. Nauðsynlegt sé að setja sér mörk. „Það sem er einna erfiðast við það er að það er rosalega erfitt að klára verkefni á þingi. Yfirleitt er það besta sem maður getur gert að þoka málum áfram. Tregðan í öllu þarna er svakaleg. Tregðan gegn breytingum er staðallinn - því þau sem vilja engu breyta þurfa bara að fresta málinu fram á næsta fund, og næsta, og næsta, og svo framvegis. Íhaldið nær árangri með því að vinna ekki neitt. Með því að gera ekki neitt nema sóa tíma og fresta umræðu og afgreiðslu.“ Sjá má pistil Björns Leví í heild sinni hér neðar.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Píratar Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira