Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Atli Ísleifsson skrifar 29. nóvember 2024 13:33 Frá fundi fólksins á síðasta ári. Anton Brink Fundur fólksins, ráðstefna Almannaheilla, verður haldin í Hörpu milli klukkan 14 og 18 í dag. Leiðarljós Fundar fólksins er að efla lýðræði og samfélagsþátttöku með samtali milli frjálsra félagasamtaka, stjórnmálafólks og almennings. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi. Í tilkynningu segir boðið verði upp á málstofur, fyrirlestra og pallborðsumræður auk þess sem fjöldi frjálsra félagasamtaka kynni sína starfsemi. Í lokin fari fram stjórnmálaumræður með þátttöku þeirra flokka sem bjóði fram á landsvísu í þingkosningum. „Áherslan á ráðstefnunni í ár er að vekja athygli á mikilvægi almannaheillafélaga og frjálsra félagasamtaka og þeim verðmætum sem þriðji geirinn skapar fyrir allt samfélagið. Frjáls félagasamtök snerta líf okkar allra, styrkja samfélagið og takast á við fjölbreytt verkefni. Á ráðstefnunni verður m.a. rætt um áskoranir almannaheillafélaga og hvaða stuðning þau þurfa til að blómstra svo þau geti starfað sem mikilvægur stuðningur við samfélagið. Ríflega 600 skráð almannaheillafélög eru starfandi hér á landi og frjáls félagasamtök af ýmsu tagi eru margfalt fleiri. Félög sem starfa innan þriðja geirans, sem einnig hefur verið nefndur hagnaðarlausa hagkerfið eða félagshagkerfið, verða oft útundan í umræðunni. Með Fundi fólksins er markmiðið að gera starfsemi félaganna sýnilegri og varpa ljósi á mikilvægi hennar. Fundur fólksins, ráðstefna Almannaheilla er styrkt af Reykjavíkurborg og Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu. Fyrr um daginn er haldin Lýðræðishátíð unga fólksins í Hörpu, þar sem unglingar fá fræðslu um lýðræði og samfélagsþátttöku,“ segir í tilkynningu. Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan. Almannaheill – samtök þriðja geirans – voru stofnuð sumarið 2008 til að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum fyrir almannaheillasamtök og sjálfseignarstofnanir sem starfa í almannaþágu, styrkja starfsumhverfi þeirra og ímynd, efla stöðu þriðja geirans í samfélaginu og koma fram fyrir hönd hans gagnvart opinberum aðilum og fjölmiðlum. Þá vinna samtökin að því að heildarlöggjöf verði sett um starfsemi frjálsra félagasamtaka, að skattaleg staða þeirra verði bætt, og að sýnileiki þriðja geirans í þjóðfélaginu verði aukinn. Fundur fólksins Harpa Ráðstefnur á Íslandi Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Í tilkynningu segir boðið verði upp á málstofur, fyrirlestra og pallborðsumræður auk þess sem fjöldi frjálsra félagasamtaka kynni sína starfsemi. Í lokin fari fram stjórnmálaumræður með þátttöku þeirra flokka sem bjóði fram á landsvísu í þingkosningum. „Áherslan á ráðstefnunni í ár er að vekja athygli á mikilvægi almannaheillafélaga og frjálsra félagasamtaka og þeim verðmætum sem þriðji geirinn skapar fyrir allt samfélagið. Frjáls félagasamtök snerta líf okkar allra, styrkja samfélagið og takast á við fjölbreytt verkefni. Á ráðstefnunni verður m.a. rætt um áskoranir almannaheillafélaga og hvaða stuðning þau þurfa til að blómstra svo þau geti starfað sem mikilvægur stuðningur við samfélagið. Ríflega 600 skráð almannaheillafélög eru starfandi hér á landi og frjáls félagasamtök af ýmsu tagi eru margfalt fleiri. Félög sem starfa innan þriðja geirans, sem einnig hefur verið nefndur hagnaðarlausa hagkerfið eða félagshagkerfið, verða oft útundan í umræðunni. Með Fundi fólksins er markmiðið að gera starfsemi félaganna sýnilegri og varpa ljósi á mikilvægi hennar. Fundur fólksins, ráðstefna Almannaheilla er styrkt af Reykjavíkurborg og Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu. Fyrr um daginn er haldin Lýðræðishátíð unga fólksins í Hörpu, þar sem unglingar fá fræðslu um lýðræði og samfélagsþátttöku,“ segir í tilkynningu. Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan. Almannaheill – samtök þriðja geirans – voru stofnuð sumarið 2008 til að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum fyrir almannaheillasamtök og sjálfseignarstofnanir sem starfa í almannaþágu, styrkja starfsumhverfi þeirra og ímynd, efla stöðu þriðja geirans í samfélaginu og koma fram fyrir hönd hans gagnvart opinberum aðilum og fjölmiðlum. Þá vinna samtökin að því að heildarlöggjöf verði sett um starfsemi frjálsra félagasamtaka, að skattaleg staða þeirra verði bætt, og að sýnileiki þriðja geirans í þjóðfélaginu verði aukinn.
Fundur fólksins Harpa Ráðstefnur á Íslandi Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira