Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. nóvember 2024 21:36 Eggjabú Nesbús er á Vogum á Vatnsleysuströnd. Hér sést glitta í þakið sem brann. Brunavarnir Suðurnesja sinntu krefjandi verkefni í nótt, þegar eldur kom upp í eggjabúi á Vatnsleysuströnd. Baráttan við eldinn fór fram í sex stiga frosti og stóð yfir í margar klukkustundir. Mikil áskorun var að tryggja að eldur breiddist ekki yfir í fleiri byggingar. Tilkynning um eld í eggjabúi Nesbúeggja á Vatnsleysuströnd barst slökkviliði nokkrum mínútum eftir miðnætti í nótt. Við tók klukkustundalöng barátta við eldinn í myrkri og kulda. Um sex þúsund hænur drápust, en það eru um 15 prósent af öllum fuglum búsins. Þannig er ljóst að tjónið, bæði fyrir starfsemina og á húsnæðinu sjálfu, er mikið. Framkvæmdastjóri Nesbúeggja segir brunann mikið áfall. Ekkert sé þó við því að gera, annað en að byggja starfsemina aftur upp. Strax ljóst að þúsund hænsna myndu drepast Slökkvliðsstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja segir að strax hafi verið ljóst að umfang eldsins væri mikið, og frívaktir því kallaðar út, auk tankbíls frá slökkviliði Grindavíkur, þar sem engir brunahanar eru á svæðinu. „Við komum og þá lá fyrir að það var eldur í þessari byggingu einni, sem er sjálfstætt brunahólf, og að henni yrði ekki bjargað. Eldurinn var kominn í þakið og farinn að skríða eftir þakinu. Fyrstu aðgerðir snerust hreinlega um að tryggja að eldurinn myndi ekki berast í aðrar byggingar,“ segir Eyþór Rúnar Þórarinsson slökkviliðsstjóri. Auk baráttunnar við eldinn hafi allt kapp verið lagt á að koma í veg fyrir að fuglar dræpust, fyrir utan þá sex þúsund sem voru í húsinu sem kviknaði í. „Sem lá ljóst fyrir að við myndum ekki bjarga.“ Ýmsu vön Hvað stóðu aðgerðir lengi? „Slökkvistarfi var lokið upp úr fjögur, fimmleytinu. Þá fórum við að tryggja að það væri ekki eldur í glóðum. Þá vorum við orðnir alveg öruggir um að við værum búnir að halda eldinum í þessari byggingu.“ Aðstæður í nótt hafi verið nokkuð snúnar. „Það var kalt í nótt. Það var ekki þessi vindur eins og núna, en það voru mínus sex gráður. Það var kalt og það voru að frjósa lagnir í kringum okkur, slöngur, en ekkert agalegt svo sem. Við erum ýmsu vön hérna.“ Lögregla hefur tekið við vettvangingum og til stendur að rannsaka eldsupptök. Eyþór segir engar vísbendingar hafa sést um þau við slökkvistarf í nótt. „Það var starfsmaður hérna um hálf ellefu, ellefu, út af því að það var orðið kalt í byggingunni. Hann verður ekki var við neitt. Við fáum boð um miðnætti og þá er kominn töluverður eldur. Þetta er bara eitthvað sem lögregla þarf að rannsaka og skoða.“ Slökkvilið Vogar Matvælaframleiðsla Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Tilkynning um eld í eggjabúi Nesbúeggja á Vatnsleysuströnd barst slökkviliði nokkrum mínútum eftir miðnætti í nótt. Við tók klukkustundalöng barátta við eldinn í myrkri og kulda. Um sex þúsund hænur drápust, en það eru um 15 prósent af öllum fuglum búsins. Þannig er ljóst að tjónið, bæði fyrir starfsemina og á húsnæðinu sjálfu, er mikið. Framkvæmdastjóri Nesbúeggja segir brunann mikið áfall. Ekkert sé þó við því að gera, annað en að byggja starfsemina aftur upp. Strax ljóst að þúsund hænsna myndu drepast Slökkvliðsstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja segir að strax hafi verið ljóst að umfang eldsins væri mikið, og frívaktir því kallaðar út, auk tankbíls frá slökkviliði Grindavíkur, þar sem engir brunahanar eru á svæðinu. „Við komum og þá lá fyrir að það var eldur í þessari byggingu einni, sem er sjálfstætt brunahólf, og að henni yrði ekki bjargað. Eldurinn var kominn í þakið og farinn að skríða eftir þakinu. Fyrstu aðgerðir snerust hreinlega um að tryggja að eldurinn myndi ekki berast í aðrar byggingar,“ segir Eyþór Rúnar Þórarinsson slökkviliðsstjóri. Auk baráttunnar við eldinn hafi allt kapp verið lagt á að koma í veg fyrir að fuglar dræpust, fyrir utan þá sex þúsund sem voru í húsinu sem kviknaði í. „Sem lá ljóst fyrir að við myndum ekki bjarga.“ Ýmsu vön Hvað stóðu aðgerðir lengi? „Slökkvistarfi var lokið upp úr fjögur, fimmleytinu. Þá fórum við að tryggja að það væri ekki eldur í glóðum. Þá vorum við orðnir alveg öruggir um að við værum búnir að halda eldinum í þessari byggingu.“ Aðstæður í nótt hafi verið nokkuð snúnar. „Það var kalt í nótt. Það var ekki þessi vindur eins og núna, en það voru mínus sex gráður. Það var kalt og það voru að frjósa lagnir í kringum okkur, slöngur, en ekkert agalegt svo sem. Við erum ýmsu vön hérna.“ Lögregla hefur tekið við vettvangingum og til stendur að rannsaka eldsupptök. Eyþór segir engar vísbendingar hafa sést um þau við slökkvistarf í nótt. „Það var starfsmaður hérna um hálf ellefu, ellefu, út af því að það var orðið kalt í byggingunni. Hann verður ekki var við neitt. Við fáum boð um miðnætti og þá er kominn töluverður eldur. Þetta er bara eitthvað sem lögregla þarf að rannsaka og skoða.“
Slökkvilið Vogar Matvælaframleiðsla Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent