Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. nóvember 2024 21:36 Eggjabú Nesbús er á Vogum á Vatnsleysuströnd. Hér sést glitta í þakið sem brann. Brunavarnir Suðurnesja sinntu krefjandi verkefni í nótt, þegar eldur kom upp í eggjabúi á Vatnsleysuströnd. Baráttan við eldinn fór fram í sex stiga frosti og stóð yfir í margar klukkustundir. Mikil áskorun var að tryggja að eldur breiddist ekki yfir í fleiri byggingar. Tilkynning um eld í eggjabúi Nesbúeggja á Vatnsleysuströnd barst slökkviliði nokkrum mínútum eftir miðnætti í nótt. Við tók klukkustundalöng barátta við eldinn í myrkri og kulda. Um sex þúsund hænur drápust, en það eru um 15 prósent af öllum fuglum búsins. Þannig er ljóst að tjónið, bæði fyrir starfsemina og á húsnæðinu sjálfu, er mikið. Framkvæmdastjóri Nesbúeggja segir brunann mikið áfall. Ekkert sé þó við því að gera, annað en að byggja starfsemina aftur upp. Strax ljóst að þúsund hænsna myndu drepast Slökkvliðsstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja segir að strax hafi verið ljóst að umfang eldsins væri mikið, og frívaktir því kallaðar út, auk tankbíls frá slökkviliði Grindavíkur, þar sem engir brunahanar eru á svæðinu. „Við komum og þá lá fyrir að það var eldur í þessari byggingu einni, sem er sjálfstætt brunahólf, og að henni yrði ekki bjargað. Eldurinn var kominn í þakið og farinn að skríða eftir þakinu. Fyrstu aðgerðir snerust hreinlega um að tryggja að eldurinn myndi ekki berast í aðrar byggingar,“ segir Eyþór Rúnar Þórarinsson slökkviliðsstjóri. Auk baráttunnar við eldinn hafi allt kapp verið lagt á að koma í veg fyrir að fuglar dræpust, fyrir utan þá sex þúsund sem voru í húsinu sem kviknaði í. „Sem lá ljóst fyrir að við myndum ekki bjarga.“ Ýmsu vön Hvað stóðu aðgerðir lengi? „Slökkvistarfi var lokið upp úr fjögur, fimmleytinu. Þá fórum við að tryggja að það væri ekki eldur í glóðum. Þá vorum við orðnir alveg öruggir um að við værum búnir að halda eldinum í þessari byggingu.“ Aðstæður í nótt hafi verið nokkuð snúnar. „Það var kalt í nótt. Það var ekki þessi vindur eins og núna, en það voru mínus sex gráður. Það var kalt og það voru að frjósa lagnir í kringum okkur, slöngur, en ekkert agalegt svo sem. Við erum ýmsu vön hérna.“ Lögregla hefur tekið við vettvangingum og til stendur að rannsaka eldsupptök. Eyþór segir engar vísbendingar hafa sést um þau við slökkvistarf í nótt. „Það var starfsmaður hérna um hálf ellefu, ellefu, út af því að það var orðið kalt í byggingunni. Hann verður ekki var við neitt. Við fáum boð um miðnætti og þá er kominn töluverður eldur. Þetta er bara eitthvað sem lögregla þarf að rannsaka og skoða.“ Slökkvilið Vogar Matvælaframleiðsla Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Tilkynning um eld í eggjabúi Nesbúeggja á Vatnsleysuströnd barst slökkviliði nokkrum mínútum eftir miðnætti í nótt. Við tók klukkustundalöng barátta við eldinn í myrkri og kulda. Um sex þúsund hænur drápust, en það eru um 15 prósent af öllum fuglum búsins. Þannig er ljóst að tjónið, bæði fyrir starfsemina og á húsnæðinu sjálfu, er mikið. Framkvæmdastjóri Nesbúeggja segir brunann mikið áfall. Ekkert sé þó við því að gera, annað en að byggja starfsemina aftur upp. Strax ljóst að þúsund hænsna myndu drepast Slökkvliðsstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja segir að strax hafi verið ljóst að umfang eldsins væri mikið, og frívaktir því kallaðar út, auk tankbíls frá slökkviliði Grindavíkur, þar sem engir brunahanar eru á svæðinu. „Við komum og þá lá fyrir að það var eldur í þessari byggingu einni, sem er sjálfstætt brunahólf, og að henni yrði ekki bjargað. Eldurinn var kominn í þakið og farinn að skríða eftir þakinu. Fyrstu aðgerðir snerust hreinlega um að tryggja að eldurinn myndi ekki berast í aðrar byggingar,“ segir Eyþór Rúnar Þórarinsson slökkviliðsstjóri. Auk baráttunnar við eldinn hafi allt kapp verið lagt á að koma í veg fyrir að fuglar dræpust, fyrir utan þá sex þúsund sem voru í húsinu sem kviknaði í. „Sem lá ljóst fyrir að við myndum ekki bjarga.“ Ýmsu vön Hvað stóðu aðgerðir lengi? „Slökkvistarfi var lokið upp úr fjögur, fimmleytinu. Þá fórum við að tryggja að það væri ekki eldur í glóðum. Þá vorum við orðnir alveg öruggir um að við værum búnir að halda eldinum í þessari byggingu.“ Aðstæður í nótt hafi verið nokkuð snúnar. „Það var kalt í nótt. Það var ekki þessi vindur eins og núna, en það voru mínus sex gráður. Það var kalt og það voru að frjósa lagnir í kringum okkur, slöngur, en ekkert agalegt svo sem. Við erum ýmsu vön hérna.“ Lögregla hefur tekið við vettvangingum og til stendur að rannsaka eldsupptök. Eyþór segir engar vísbendingar hafa sést um þau við slökkvistarf í nótt. „Það var starfsmaður hérna um hálf ellefu, ellefu, út af því að það var orðið kalt í byggingunni. Hann verður ekki var við neitt. Við fáum boð um miðnætti og þá er kominn töluverður eldur. Þetta er bara eitthvað sem lögregla þarf að rannsaka og skoða.“
Slökkvilið Vogar Matvælaframleiðsla Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent