„Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Jón Þór Stefánsson skrifar 13. nóvember 2024 22:26 Kristrún Frostadóttir segir að Þórður Snær megi skammast sín vegna skrifa sinna. Vísir/Vilhelm „Ég hef séð þessi skrif sem birtust á bloggsíðu Þórðar Snæs og viðurkenni að það er ótrúlega erfitt fyrir mig sem konu að lesa þennan texta. Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta,“ segir Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar um skrif Þórðar Snæs Júlíussonar, sem er í framboði fyrir flokkinn, sem birtust á bloggsíðu á fyrsta áratugi þessarar aldar. Í gær og í dag hafa ýmis skrif Þórðar Snæs, sem er í þriðja sæti lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, í sama kjördæmi og Kristrún, verið dregin fram í sviðsljósið. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir viðhorf sem birtast í umræddum skrifum sem eru meðal annars sögð lýsa ósæmilegum viðhorfum í garð kvenna. Í færslu sem birtist á Facebook-síðu Kristrúnar segir hún að henni finnist ömurlegt að þurfa að svara fyrir svona lagað. „Eins og flestir vita höfum við í Samfylkingunni verið í fararbroddi í samfélaginu á sviði jafnréttismála og ætlum okkur að vera það áfram. Það þarf því vart að taka fram að þessi skrif endurspegla í engu stefnu flokksins,“ segir hún. „Textinn er skrifaður fyrir tæpum 20 árum af ungum manni sem var greinilega fullur af óöryggi og einhvers konar reiði sem endurspeglast í þessum subbulegu skrifum.“ Gefur ekki rétta mynd af hans persónu Kristrún segist hafa rætt við Þórð Snæ um málið. Hann skammist sín fyrir þau, og að mati Kristrúnar má hann skammast sín. „Ég hef rætt við Þórð. Hann skammast sín djúpt fyrir skrifin, og má og á að skammast sín. Ég tel mig hins vegar vita að þessi bloggsíða gefi ekki rétta mynd af hans persónu í dag eða skoðunum hans og sýn á samfélagið,“ segir hún. Að hennar mati á fólk að fá tækifæri til að bæta ráð sitt og þroskast. „Mín skoðun er sú að við eigum að gefa fólki tækifæri til að bæta ráð sitt. Fólk þroskast og breytist, og getur sannarlega gert það á 20 árum. Mér finnst að fólki eigi að njóta sannmælis þegar það bætir ráð sitt í raun og veru. Það getur Þórður aðeins gert með sínum verkum. Þórður hefur tekið fulla ábyrgð á málinu og beðist afsökunar, án fyrirvara. Hann þarf að sýna með verkum sínum að hann sé ekki sá maður sem birtist í þessum gömlu skrifum,“ skrifar Kristrún. „Ég vona að það gangi vel.“ Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Í gær og í dag hafa ýmis skrif Þórðar Snæs, sem er í þriðja sæti lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, í sama kjördæmi og Kristrún, verið dregin fram í sviðsljósið. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir viðhorf sem birtast í umræddum skrifum sem eru meðal annars sögð lýsa ósæmilegum viðhorfum í garð kvenna. Í færslu sem birtist á Facebook-síðu Kristrúnar segir hún að henni finnist ömurlegt að þurfa að svara fyrir svona lagað. „Eins og flestir vita höfum við í Samfylkingunni verið í fararbroddi í samfélaginu á sviði jafnréttismála og ætlum okkur að vera það áfram. Það þarf því vart að taka fram að þessi skrif endurspegla í engu stefnu flokksins,“ segir hún. „Textinn er skrifaður fyrir tæpum 20 árum af ungum manni sem var greinilega fullur af óöryggi og einhvers konar reiði sem endurspeglast í þessum subbulegu skrifum.“ Gefur ekki rétta mynd af hans persónu Kristrún segist hafa rætt við Þórð Snæ um málið. Hann skammist sín fyrir þau, og að mati Kristrúnar má hann skammast sín. „Ég hef rætt við Þórð. Hann skammast sín djúpt fyrir skrifin, og má og á að skammast sín. Ég tel mig hins vegar vita að þessi bloggsíða gefi ekki rétta mynd af hans persónu í dag eða skoðunum hans og sýn á samfélagið,“ segir hún. Að hennar mati á fólk að fá tækifæri til að bæta ráð sitt og þroskast. „Mín skoðun er sú að við eigum að gefa fólki tækifæri til að bæta ráð sitt. Fólk þroskast og breytist, og getur sannarlega gert það á 20 árum. Mér finnst að fólki eigi að njóta sannmælis þegar það bætir ráð sitt í raun og veru. Það getur Þórður aðeins gert með sínum verkum. Þórður hefur tekið fulla ábyrgð á málinu og beðist afsökunar, án fyrirvara. Hann þarf að sýna með verkum sínum að hann sé ekki sá maður sem birtist í þessum gömlu skrifum,“ skrifar Kristrún. „Ég vona að það gangi vel.“
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira