Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. nóvember 2024 13:26 Miklar skemmdir urðu á húsum, vegum og öðrum innviðum í Grindavík. Vísir/Arnar Í dag er ár liðið frá því að stór kvikugangur myndaðist undir Grindavík og bærinn var rýmdur. Hamfarirnar eru einar þær mestu í sögunni að sögn bæjarstjóra sem kveðst bjartsýnn á framtíð bæjarins þrátt fyrir að jarðhræringum sé ekki lokið. Forseti Íslands mun sækja samverustund í Grindavíkurkirkju í kvöld. Það var á þessum degi fyrir ári síðan sem gríðarmiklir jarðskjálftar riðu yfir Grindavík þegar stór kvikugangur rmyndaðist undir bænum og bærin var rýmdur. Dagurinn er Fannari Jónassyni bæjarstjóra afar minnisstæður. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar.Vísir/Arnar „Ég man eftir gríðarlegum jarðskjálftum sem riðu yfir bæinn þann 10. nóvember, það höfðu verið miklir skjálftar dagana og vikurnar á undan en það keyrði alveg um þverbak þennan dag. Þetta bar upp á föstudag og varð til þess að bæjarbúar í stórum stíl, mikill meirihluti ákvað að yfirgefa bæinn sinn og vera burtu kannski um helgina,“ segir Fannar þegar hann rifjar upp daginn örlagaríka fyrir ári síðan. Komust ekki heim fyrir jól Bæjarbúar enduðu þó flestir á að þurfa að vera mun lengur að heiman en þeir töldu í fyrstu. Sjálfur var Fannar staddur í húsnæði björgunarsveitarinnar þar sem vettvangsstjórn var að störfum. „Það var auðvitað bara beint samband við almannavarnir og Veðurstofuna og vísindasamfélagið en menn vissu eiginlega ekki hvað var í gangi hreinlega. Þetta var öðruvísi heldur en við höfðum upplifað, skjálftarnir komu einhvern veginn upp undir fæturna á okkur og það var alveg stöðug skjálftavirkni og ekkert lát á þessu. Þannig að það var bara ný upplifun og höfðu Grindvíkingar þó þurft að upplifa ýmislegt misserin á undan.“ Síðastliðið ár hafi síðan þróast á veg sem enginn hafi átt von á. Alls hefur gosið sex sinnum í nágrenni Grindavíkur síðan. Atburðirnir í Grindavík voru rifjaðir upp í sérstökum annálsþætti fréttastofunnar um jarðhræringarnar á Reykjanesi. Síðan þá hafa verið nokkur eldgos. „Við vonuðumst til að komast heim helst um jólin í fyrra eða fljótlega eftir áramótin. En að við skulum hafa þurft að búa annars staðar, langflest okkar, og allt samfélagið tvístrað í fjöldamörgum sveitarfélögum um landið. Þetta er eiginlega bara ótrúlegt og verður ásamt með Vestmannaeyjagosinu talið með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland,“ segir Fannar. Þrátt fyrir að jarðhræringum sé ekki lokið er hann bjartsýnn um framtíð bæjarins og segir gleðilegt að búið sé að opna bæjarfélagið. „Það eru ekki lengur neinar takmarkanir á því að fólk geti komið hindrunarlaust í bæinn. Það er hins vegar landris ennþá yfirstandandi og gosin eru orðin sex og við búumst við því að það sjöunda geti jafnvel orðið í desember. En okkar heitasta ósk er sú að þessu fari að linna svo að við getum farið að byggja upp bæinn okkar að nýju með tilheyrandi fjölgun íbúa og starfsemi,“ segir Fannar. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Það var á þessum degi fyrir ári síðan sem gríðarmiklir jarðskjálftar riðu yfir Grindavík þegar stór kvikugangur rmyndaðist undir bænum og bærin var rýmdur. Dagurinn er Fannari Jónassyni bæjarstjóra afar minnisstæður. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar.Vísir/Arnar „Ég man eftir gríðarlegum jarðskjálftum sem riðu yfir bæinn þann 10. nóvember, það höfðu verið miklir skjálftar dagana og vikurnar á undan en það keyrði alveg um þverbak þennan dag. Þetta bar upp á föstudag og varð til þess að bæjarbúar í stórum stíl, mikill meirihluti ákvað að yfirgefa bæinn sinn og vera burtu kannski um helgina,“ segir Fannar þegar hann rifjar upp daginn örlagaríka fyrir ári síðan. Komust ekki heim fyrir jól Bæjarbúar enduðu þó flestir á að þurfa að vera mun lengur að heiman en þeir töldu í fyrstu. Sjálfur var Fannar staddur í húsnæði björgunarsveitarinnar þar sem vettvangsstjórn var að störfum. „Það var auðvitað bara beint samband við almannavarnir og Veðurstofuna og vísindasamfélagið en menn vissu eiginlega ekki hvað var í gangi hreinlega. Þetta var öðruvísi heldur en við höfðum upplifað, skjálftarnir komu einhvern veginn upp undir fæturna á okkur og það var alveg stöðug skjálftavirkni og ekkert lát á þessu. Þannig að það var bara ný upplifun og höfðu Grindvíkingar þó þurft að upplifa ýmislegt misserin á undan.“ Síðastliðið ár hafi síðan þróast á veg sem enginn hafi átt von á. Alls hefur gosið sex sinnum í nágrenni Grindavíkur síðan. Atburðirnir í Grindavík voru rifjaðir upp í sérstökum annálsþætti fréttastofunnar um jarðhræringarnar á Reykjanesi. Síðan þá hafa verið nokkur eldgos. „Við vonuðumst til að komast heim helst um jólin í fyrra eða fljótlega eftir áramótin. En að við skulum hafa þurft að búa annars staðar, langflest okkar, og allt samfélagið tvístrað í fjöldamörgum sveitarfélögum um landið. Þetta er eiginlega bara ótrúlegt og verður ásamt með Vestmannaeyjagosinu talið með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland,“ segir Fannar. Þrátt fyrir að jarðhræringum sé ekki lokið er hann bjartsýnn um framtíð bæjarins og segir gleðilegt að búið sé að opna bæjarfélagið. „Það eru ekki lengur neinar takmarkanir á því að fólk geti komið hindrunarlaust í bæinn. Það er hins vegar landris ennþá yfirstandandi og gosin eru orðin sex og við búumst við því að það sjöunda geti jafnvel orðið í desember. En okkar heitasta ósk er sú að þessu fari að linna svo að við getum farið að byggja upp bæinn okkar að nýju með tilheyrandi fjölgun íbúa og starfsemi,“ segir Fannar.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira