Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. nóvember 2024 07:01 Margrét Tryggvadóttir er formaður stjórnar Rithöfundasambands Íslands. Vísir/Anton Brink Formaður Rithöfundasambands Íslands segir hvorki rithöfunda né útgefendur græða á samningum við Storytel. Vinna þeirra væri seld langt undir kostnaðarverði. Rithöfundasambandið leitar til lögfræðinga vegna mikillar óánægju innan starfsstéttarinnar. „Storytel er risinn á markaðnum og einráður, hvorki útgefendur né rithöfundar eru að koma vel út úr þessu,“ segir Margrét Tryggvadóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, um samninga við Storytel vegna afnota af hljóðbókum. Hildur Knútsdóttir rithöfundur birti ársuppgjör sitt frá útgáfufyrirtækinu sínu fyrir árið 2023. Þar bendir hún á að hversu lítið rithöfundar fái greitt fyrir hverja spilun á bók þeirra á streymisveitunni Storytel. „Við höfum séð allt niður í ellefu krónur,“ segir Margrét. Rithöfundar sjá aldrei samningana „Vandamál okkar sem höfunda er að við erum ekki með neina samninga við Storytel,“ segir Margrét. Útgefendur sjái alfarið um samningagerð við Storytel um afnot af hljóðbók. „Við sjáum þá [samningana] aldrei.“ Útgefendurnir sjá einnig alfarið um gerð hljóðbókarinnar og selja svo Storytel afnot. Samt sem áður græða þeir lítið sem ekkert á samningunum. „Ég sé sjálf hvað útgefandinn borgaði mér fyrir að lesa bókina og hann er ekki búinn að fá það til baka,“ segir Margrét. Útgefandinn greiði ekki einungis Margréti fyrir lesturinn heldur einni upptökustjóra, ritstjóra og fyrir eftirvinnslu. Hægt er að hlusta á tvær bækur eftir Margréti á Storytel. Hún fær greidd 23% af því sem útgefandinn fær fyrir hverja spilun á Storytel. Aðgangur í mánuð kosti minna en ein bók Hagnaður rithöfunda af spilun hljóðbóka fer eftir lengd bókarinnar. Þeir rithöfundar sem skrifa styttri bækur, oft barnabókarithöfundar, fá því lægri upphæðir greiddar. Margrét segir aðgang að streymisveitunni í mánuð, þar sem hægt sé að hlusta ótakmarkað, kosti minna en ein kilja. „Það sér hver maður að þessar upphæðir skipta ekki neinu máli í heimilisbókhaldi nokkurs og [eru] eiginlega arðrán.“ Margrét segir aðal vandamálið vera að Storytel sé að selja vinnu rithöfunda og afurðir á allt of lágu verði. Höfundarnir væru ekki á móti hljóðbókum en vildu ekki að verk þeirra væru seld langt undir kostnaðarverði. „Við getum ekki gefið verkin okkar,“ segir Margrét. Skoða réttarstöðu sína Rithöfundasambandið hefur leitað til lögfræðinga til að kanna réttarstöðu höfunda. Margrét segir að bæði sé vilji hjá stjórn Rithöfundasambandsins og rithöfundum almennt að hætta samstarfinu. Þau ráðleggi nú öllum rithöfundum að halda hljóðbókarréttinum fyrir sig sjálf í stað þess að selja útgefanda sínum hann. „Þetta er eins og skrímsli sem er búið að éta okkur upp,“ segir Margrét. Hlustun væri mun meiri en framleiðslan. Þá væru ekki allar bækur hentugar sem hljóðbækur. „Fólk er að hlusta á meðan það er að hjóla í vinnuna eða ryksuga, þú ert ekkert að hlusta á eitthvað mjög djúpt.“ Bókmenntir Bókaútgáfa Storytel Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Sjá meira
„Storytel er risinn á markaðnum og einráður, hvorki útgefendur né rithöfundar eru að koma vel út úr þessu,“ segir Margrét Tryggvadóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, um samninga við Storytel vegna afnota af hljóðbókum. Hildur Knútsdóttir rithöfundur birti ársuppgjör sitt frá útgáfufyrirtækinu sínu fyrir árið 2023. Þar bendir hún á að hversu lítið rithöfundar fái greitt fyrir hverja spilun á bók þeirra á streymisveitunni Storytel. „Við höfum séð allt niður í ellefu krónur,“ segir Margrét. Rithöfundar sjá aldrei samningana „Vandamál okkar sem höfunda er að við erum ekki með neina samninga við Storytel,“ segir Margrét. Útgefendur sjái alfarið um samningagerð við Storytel um afnot af hljóðbók. „Við sjáum þá [samningana] aldrei.“ Útgefendurnir sjá einnig alfarið um gerð hljóðbókarinnar og selja svo Storytel afnot. Samt sem áður græða þeir lítið sem ekkert á samningunum. „Ég sé sjálf hvað útgefandinn borgaði mér fyrir að lesa bókina og hann er ekki búinn að fá það til baka,“ segir Margrét. Útgefandinn greiði ekki einungis Margréti fyrir lesturinn heldur einni upptökustjóra, ritstjóra og fyrir eftirvinnslu. Hægt er að hlusta á tvær bækur eftir Margréti á Storytel. Hún fær greidd 23% af því sem útgefandinn fær fyrir hverja spilun á Storytel. Aðgangur í mánuð kosti minna en ein bók Hagnaður rithöfunda af spilun hljóðbóka fer eftir lengd bókarinnar. Þeir rithöfundar sem skrifa styttri bækur, oft barnabókarithöfundar, fá því lægri upphæðir greiddar. Margrét segir aðgang að streymisveitunni í mánuð, þar sem hægt sé að hlusta ótakmarkað, kosti minna en ein kilja. „Það sér hver maður að þessar upphæðir skipta ekki neinu máli í heimilisbókhaldi nokkurs og [eru] eiginlega arðrán.“ Margrét segir aðal vandamálið vera að Storytel sé að selja vinnu rithöfunda og afurðir á allt of lágu verði. Höfundarnir væru ekki á móti hljóðbókum en vildu ekki að verk þeirra væru seld langt undir kostnaðarverði. „Við getum ekki gefið verkin okkar,“ segir Margrét. Skoða réttarstöðu sína Rithöfundasambandið hefur leitað til lögfræðinga til að kanna réttarstöðu höfunda. Margrét segir að bæði sé vilji hjá stjórn Rithöfundasambandsins og rithöfundum almennt að hætta samstarfinu. Þau ráðleggi nú öllum rithöfundum að halda hljóðbókarréttinum fyrir sig sjálf í stað þess að selja útgefanda sínum hann. „Þetta er eins og skrímsli sem er búið að éta okkur upp,“ segir Margrét. Hlustun væri mun meiri en framleiðslan. Þá væru ekki allar bækur hentugar sem hljóðbækur. „Fólk er að hlusta á meðan það er að hjóla í vinnuna eða ryksuga, þú ert ekkert að hlusta á eitthvað mjög djúpt.“
Bókmenntir Bókaútgáfa Storytel Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Sjá meira