Vekja athygli á bágri stöðu nepalskra kvenna með fjallgöngu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. nóvember 2024 23:37 Lobuche er 6119 metrar á hæð. Með Lukku og Soffíu í för eru nepölsku fjallgöngukonurnar Pasang Lhamu Sherpa Akita og Purnima Shrestha, leiðsögukonurnar Pasang Doma Sherpa og Jangmu Sherpa, og burðarkonurnar Ambika, Nirmala, Sumina og Hira. Hópur íslenskra og nepalskra fjallgöngukvenna gengu á dögunum upp á tindinn Lobuche í Himalayafjöllum til að vekja athygli á stöðu kvenna í Nepal og í fjallgöngugeiranum. Lobuche er rúmlega sex þúsund metra hár. Í fréttaskeyti frá hópnum segir að leiðangurinn hafi fengið heitið Climb for Change: Empowering Nepalese and Sherpa Women. Tilgangur ferðarinnar er að vekja athygli á bágborinni stöðu kvenna í Nepal. Í fréttaskeytinu segir að tækifæri til menntunar séu lítil í landinu og árlega séu mörg þúsund nepalskar konur gefnar eða seldar í mansal. Fjallgönguna tileinka þær öllum stelpum og konum sem vilja láta drauma sína rætast. Með ferðinni safna þær áheitum fyrir stúlkur í fjallasamfélaginu í Nepal með það að markmiði að þær geti fengið störf sem fjallgönguleiðsögukonur. Hópurinn kom við í grunnbúðum Everest. „Sherpaþjóðin ásamt fjölda annarra þjóðflokka býr í Kumbu dalnum við rætur hæstu fjalla heims í Himalaya. Ein helsta leið kvenna til að öðlast fjárhagslegt sjálfstæði er að taka þátt í ferðaþjónustu í kringum háfjallamennsku. Hingað til hefur það verið karlaheimur lokaður konum en nú eru fyrstu konurnar af Sherpaætt að komast inn í greinina og ryðja brautina fyrir aðrar konur,“ er haft eftir Soffíu S. Sigurgeirsdóttur, meðlimi í gönguhópnum. Ásamt Soffíu gengur Lukka Pálsdóttir og hópur nepalskra kvenna. Fram kemur að hópurinn sé kvennaleiðangur að öllu leyti, með þeim gangi kvenkyns leiðsögumenn, burðarkonur og fjallgöngukonur. Hópurinn náði upp á tind Lobuche East klukkan sjö í gærmorgun. Áheitasöfnunin stendur þó enn yfir, hægt er að lesa nánar um verkefnið og styrkja það hér. Nepal Jafnréttismál Ferðalög Íslendingar erlendis Fjallamennska Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Í fréttaskeyti frá hópnum segir að leiðangurinn hafi fengið heitið Climb for Change: Empowering Nepalese and Sherpa Women. Tilgangur ferðarinnar er að vekja athygli á bágborinni stöðu kvenna í Nepal. Í fréttaskeytinu segir að tækifæri til menntunar séu lítil í landinu og árlega séu mörg þúsund nepalskar konur gefnar eða seldar í mansal. Fjallgönguna tileinka þær öllum stelpum og konum sem vilja láta drauma sína rætast. Með ferðinni safna þær áheitum fyrir stúlkur í fjallasamfélaginu í Nepal með það að markmiði að þær geti fengið störf sem fjallgönguleiðsögukonur. Hópurinn kom við í grunnbúðum Everest. „Sherpaþjóðin ásamt fjölda annarra þjóðflokka býr í Kumbu dalnum við rætur hæstu fjalla heims í Himalaya. Ein helsta leið kvenna til að öðlast fjárhagslegt sjálfstæði er að taka þátt í ferðaþjónustu í kringum háfjallamennsku. Hingað til hefur það verið karlaheimur lokaður konum en nú eru fyrstu konurnar af Sherpaætt að komast inn í greinina og ryðja brautina fyrir aðrar konur,“ er haft eftir Soffíu S. Sigurgeirsdóttur, meðlimi í gönguhópnum. Ásamt Soffíu gengur Lukka Pálsdóttir og hópur nepalskra kvenna. Fram kemur að hópurinn sé kvennaleiðangur að öllu leyti, með þeim gangi kvenkyns leiðsögumenn, burðarkonur og fjallgöngukonur. Hópurinn náði upp á tind Lobuche East klukkan sjö í gærmorgun. Áheitasöfnunin stendur þó enn yfir, hægt er að lesa nánar um verkefnið og styrkja það hér.
Nepal Jafnréttismál Ferðalög Íslendingar erlendis Fjallamennska Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira