Gerir engar kröfur um ráðherrastól Árni Sæberg skrifar 25. október 2024 16:06 Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri og frambjóðandi til Alþingis. Vísir/Arnar Dagur B. Eggertsson kveðst spenntur fyrir komandi kosningabaráttu og vilja vera þingmaður fyrir alla landsmenn, fái hann þingsæti. Hann segir uppi mikla kröfu um nýja ríkisstjórn en gerir engar kröfur um ráðherrasæti myndi Samfylking nýja ríkisstjórn. Dagur tilkynnti í dag að hann hefði óskað eftir því við uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík að skipa annað sætið á lista í Reykjavíkurkjördæmi. Í samtali við Vísi segir Dagur að hann muni, eðli málsins samkvæmt, hætta í borgarstjórn nái hann kjöri. Hann hafi raunar þegar tilkynnt að hann muni hætta afskiptum af borgarmálunum að kjörtímabilinu loknu. Hann muni þó ekki hætta störfum í borginni fyrr úrslit kosninga liggja fyrir. „Ég er ekki kominn á Alþingi, það er ekki búið að kjósa. Við erum að afgreiða fjármálaáætlun og fleira.“ Vill vera þingmaður allra landsmanna Því hefur verið fleygt fram, áður en Dagur tilkynnti um framboð, að hugsanlega gæti langur ferill hans í borginni haft þau áhrif að fólk utan af landi fælist frá Samfylkingunni. Í þeim efnum þarf ekki að nefna fleiri dæmi en afstöðu Dags til Reykjavíkurflugvallar. Dagur hefur engar áhyggjur af þessu og segist hafa verið mikið úti á landi, bæði í starfi sem læknir og á ferðalögum. Þar hafi hann talað við mikið margt fólk á landsbyggðinni, sem hafi tjáð honum að það teldi skorta jafnöflugan málsvara fyrir það og Dagur hafi verið fyrir borgarbúa. Hljóti hann kjör á Alþingi muni hann beita sér fyrir hagsmunum síns kjördæmis en ekki síður landsins alls. Frjálslynd félagshyggjustjórn draumastjórnin Dagur segist telja Samfylkinguna mega búast við góðri kosningu þegar Íslendingar ganga að kjörborðinu þann 30. nóvember. Sterkt ákall sé eftir nýrri ríkisstjórn og Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, sé sá stjórnmálamaður sem fólk treysti til þess að takast á við efnahagsmálin og mynda nýja ríkisstjórn. Lykillinn að því að ný ríkisstjórn verði mynduð sé að Samfylkingin hljóti mikið fylgi. Þá segir hann að draumaríkisstjórn hans að loknum kosningum sé frjálslynd félagshyggjustjórn en nefnir enga draumasamstarfsflokka. Fari það svo að Dagur komist á þing og Samfylkingin myndi næstu ríkisstjórn mun hann þó að öllum líkindum ekki taka sæti í henni. „Ég geri engar kröfur um slíkt, ég nálgast þetta nýja verkefni af meiri auðmýkt en svo.“ Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Alþingi Reykjavík Reykjavíkurkjördæmi norður Tengdar fréttir Ragna fær annað sætið í Reykjavík suður Ragna Sigurðardóttir, læknir og varaþingmaður, hefur verið tilnefnd af uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í annað sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Kosið verður um lista Samfylkingarinnar á morgun. 25. október 2024 13:46 Hafnað vegna of margra lækna og miðaldra karla Jón Magnús Kristjánsson, fyrrverandi yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, sem bauð sig fram til þriðja eða fjórða sætis á lista Samfylkingar í Reykjavík verður ekki að ósk sinni. Hann greinir frá því í færslu á Facebook. 25. október 2024 14:36 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sjá meira
Dagur tilkynnti í dag að hann hefði óskað eftir því við uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík að skipa annað sætið á lista í Reykjavíkurkjördæmi. Í samtali við Vísi segir Dagur að hann muni, eðli málsins samkvæmt, hætta í borgarstjórn nái hann kjöri. Hann hafi raunar þegar tilkynnt að hann muni hætta afskiptum af borgarmálunum að kjörtímabilinu loknu. Hann muni þó ekki hætta störfum í borginni fyrr úrslit kosninga liggja fyrir. „Ég er ekki kominn á Alþingi, það er ekki búið að kjósa. Við erum að afgreiða fjármálaáætlun og fleira.“ Vill vera þingmaður allra landsmanna Því hefur verið fleygt fram, áður en Dagur tilkynnti um framboð, að hugsanlega gæti langur ferill hans í borginni haft þau áhrif að fólk utan af landi fælist frá Samfylkingunni. Í þeim efnum þarf ekki að nefna fleiri dæmi en afstöðu Dags til Reykjavíkurflugvallar. Dagur hefur engar áhyggjur af þessu og segist hafa verið mikið úti á landi, bæði í starfi sem læknir og á ferðalögum. Þar hafi hann talað við mikið margt fólk á landsbyggðinni, sem hafi tjáð honum að það teldi skorta jafnöflugan málsvara fyrir það og Dagur hafi verið fyrir borgarbúa. Hljóti hann kjör á Alþingi muni hann beita sér fyrir hagsmunum síns kjördæmis en ekki síður landsins alls. Frjálslynd félagshyggjustjórn draumastjórnin Dagur segist telja Samfylkinguna mega búast við góðri kosningu þegar Íslendingar ganga að kjörborðinu þann 30. nóvember. Sterkt ákall sé eftir nýrri ríkisstjórn og Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, sé sá stjórnmálamaður sem fólk treysti til þess að takast á við efnahagsmálin og mynda nýja ríkisstjórn. Lykillinn að því að ný ríkisstjórn verði mynduð sé að Samfylkingin hljóti mikið fylgi. Þá segir hann að draumaríkisstjórn hans að loknum kosningum sé frjálslynd félagshyggjustjórn en nefnir enga draumasamstarfsflokka. Fari það svo að Dagur komist á þing og Samfylkingin myndi næstu ríkisstjórn mun hann þó að öllum líkindum ekki taka sæti í henni. „Ég geri engar kröfur um slíkt, ég nálgast þetta nýja verkefni af meiri auðmýkt en svo.“
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Alþingi Reykjavík Reykjavíkurkjördæmi norður Tengdar fréttir Ragna fær annað sætið í Reykjavík suður Ragna Sigurðardóttir, læknir og varaþingmaður, hefur verið tilnefnd af uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í annað sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Kosið verður um lista Samfylkingarinnar á morgun. 25. október 2024 13:46 Hafnað vegna of margra lækna og miðaldra karla Jón Magnús Kristjánsson, fyrrverandi yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, sem bauð sig fram til þriðja eða fjórða sætis á lista Samfylkingar í Reykjavík verður ekki að ósk sinni. Hann greinir frá því í færslu á Facebook. 25. október 2024 14:36 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sjá meira
Ragna fær annað sætið í Reykjavík suður Ragna Sigurðardóttir, læknir og varaþingmaður, hefur verið tilnefnd af uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í annað sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Kosið verður um lista Samfylkingarinnar á morgun. 25. október 2024 13:46
Hafnað vegna of margra lækna og miðaldra karla Jón Magnús Kristjánsson, fyrrverandi yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, sem bauð sig fram til þriðja eða fjórða sætis á lista Samfylkingar í Reykjavík verður ekki að ósk sinni. Hann greinir frá því í færslu á Facebook. 25. október 2024 14:36