Hafnað vegna of margra lækna og miðaldra karla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. október 2024 14:36 Jón Magnús Kristjánsson er vonsvikinn með niðurstöðuna. vísir/arnar Jón Magnús Kristjánsson, fyrrverandi yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, sem bauð sig fram til þriðja eða fjórða sætis á lista Samfylkingar í Reykjavík verður ekki að ósk sinni. Hann greinir frá því í færslu á Facebook. „Nú er orðið opinbert að uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar hefur ákveðið að bjóða mér ekki sæti á listum flokksins í Reykjavík fyrir alþingiskosningar í nóvember,“ segir Jón Magnús og deilir með vinum sínum skýringum uppstillingarnefndar: „Ástæða þess er að sögn nefndarinn fjöldi lækna í efstu sætum listans og fjöldi karla á svipuðum aldri.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu er Dagur B. Eggertsson læknir í öðru sæti í öðru Reykjavíkurkjördæminu. Þá er Ragna Sigurðardóttir læknir í öðru sæti í hinu Reykjavíkurkjördæminu. Þá liggur fyrir að Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, verður í 3. sæti á öðrum listanum. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður Kristrún Frostadóttir, formaður flokksins, í efsta sæti annars listans og Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður í hinu. „Ég vil þakka alla þá hvatningu og þann stuðning sem ég hef fengið í þessari tilraun. Ég er að sjálfsögðu vonsvikinn yfir þessari niðurstöðu þar sem ég tel mig hafa mikið fram að færa sem fulltrúi heilbrigðiskerfisins og heilbrigðisstarfsmanna en svona fór. Ég mun halda áfram að leita tækifæra til að benda á hvernig megi bæta heilbrigðiskefið á Íslandi og aðbúnað og kjör heilbrigðisstarfsfólks. Ég styð stefnu Samfylkingarinnar sem fram kemur í „öruggum skrefum“ enda er sú stefna byggð á samtölum við fólkið í landinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu verða efstu sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík svona: Reykjavík norður 1. Kristrún Frostadóttir2. Dagur B. Eggertsson3. Þórður Snær Júlíusson Reykjavík suður 1. Jóhann Páll Jóhannsson2. Ragna Sigurðardóttir3. Kristján Þórður Snæbjarnarson Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Dagur mun ekki skipa oddvitasæti í Reykjavík Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, mun ekki skipa efsta sæti á öðrum lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum. Viðbúið er að hann skipi annað sætið á framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. 25. október 2024 14:09 Ragna fær annað sætið í Reykjavík suður Ragna Sigurðardóttir, læknir og varaþingmaður, hefur verið tilnefnd af uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í annað sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Kosið verður um lista Samfylkingarinnar á morgun. 25. október 2024 13:46 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira
„Nú er orðið opinbert að uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar hefur ákveðið að bjóða mér ekki sæti á listum flokksins í Reykjavík fyrir alþingiskosningar í nóvember,“ segir Jón Magnús og deilir með vinum sínum skýringum uppstillingarnefndar: „Ástæða þess er að sögn nefndarinn fjöldi lækna í efstu sætum listans og fjöldi karla á svipuðum aldri.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu er Dagur B. Eggertsson læknir í öðru sæti í öðru Reykjavíkurkjördæminu. Þá er Ragna Sigurðardóttir læknir í öðru sæti í hinu Reykjavíkurkjördæminu. Þá liggur fyrir að Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, verður í 3. sæti á öðrum listanum. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður Kristrún Frostadóttir, formaður flokksins, í efsta sæti annars listans og Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður í hinu. „Ég vil þakka alla þá hvatningu og þann stuðning sem ég hef fengið í þessari tilraun. Ég er að sjálfsögðu vonsvikinn yfir þessari niðurstöðu þar sem ég tel mig hafa mikið fram að færa sem fulltrúi heilbrigðiskerfisins og heilbrigðisstarfsmanna en svona fór. Ég mun halda áfram að leita tækifæra til að benda á hvernig megi bæta heilbrigðiskefið á Íslandi og aðbúnað og kjör heilbrigðisstarfsfólks. Ég styð stefnu Samfylkingarinnar sem fram kemur í „öruggum skrefum“ enda er sú stefna byggð á samtölum við fólkið í landinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu verða efstu sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík svona: Reykjavík norður 1. Kristrún Frostadóttir2. Dagur B. Eggertsson3. Þórður Snær Júlíusson Reykjavík suður 1. Jóhann Páll Jóhannsson2. Ragna Sigurðardóttir3. Kristján Þórður Snæbjarnarson
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Dagur mun ekki skipa oddvitasæti í Reykjavík Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, mun ekki skipa efsta sæti á öðrum lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum. Viðbúið er að hann skipi annað sætið á framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. 25. október 2024 14:09 Ragna fær annað sætið í Reykjavík suður Ragna Sigurðardóttir, læknir og varaþingmaður, hefur verið tilnefnd af uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í annað sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Kosið verður um lista Samfylkingarinnar á morgun. 25. október 2024 13:46 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira
Dagur mun ekki skipa oddvitasæti í Reykjavík Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, mun ekki skipa efsta sæti á öðrum lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum. Viðbúið er að hann skipi annað sætið á framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. 25. október 2024 14:09
Ragna fær annað sætið í Reykjavík suður Ragna Sigurðardóttir, læknir og varaþingmaður, hefur verið tilnefnd af uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í annað sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Kosið verður um lista Samfylkingarinnar á morgun. 25. október 2024 13:46