Arna Lára leiðir lista Samfylkingar í Norðvestur Lovísa Arnardóttir skrifar 24. október 2024 22:38 Arna Lára segir aldrei hafa verið jafn auðvelt að tala máli Samfylkingarinnar í kjördæminu. Aðsend Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og ritari Samfylkingarinnar, leiðir lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ), er í öðru sæti. Í þriðja sæti er Jóhanna Ösp Einarsdóttir, bóndi og oddviti í Reykhólahreppi, og fjórða sætið skipar Magnús Vignir Eðvaldsson, íþróttakennari og sveitarstjórnarfulltrúi í Húnaþingi vestra. Heiðurssætið skipar Guðjón S. Brjánsson, fyrrverandi alþingismaður. Framboðslisti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember 2024 var samþykktur á fundi kjördæmisráðs í kvöld. „Nú keyrum við baráttuna í gang. Ég er þakklát fyrir traustið og vil líka þakka öðrum frambjóðendum og sjálfboðaliðum sem ætla að vinna að sigri Samfylkingar með okkur í Norðvesturkjördæmi. Þetta verður ekki minn fyrsti hringur um kjördæmið. Ég tók slaginn fyrst með Guðbjarti heitnum og Ólínu og fleiri góðum fyrir 15 árum. Þá kom ég inn sem varaþingmaður en síðan hef ég viðað að mér reynslu úr atvinnulífi og sveitarstjórnarmálum, nú síðast sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og ritari Samfylkingar frá því haustið 2022,“ segir Arna Lára Jónsdóttir, nýr oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, í tilkynningu um framboð hennar. „Það er mikil stemmning og jákvæðni gagnvart Samfylkingunni og fullt af fólki sem er tilbúið að taka þátt í þessu verkefni með okkur. Ég þori að fullyrða að það hefur aldrei verið jafn auðvelt að tala máli Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi.“ Framboðslisti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi: 1. Arna Lára Jónsdóttir – bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og ritari Samfylkingarinnar, 2. Hannes S. Jónsson – framkvæmdastjóri KKÍ, 3. Jóhanna Ösp Einarsdóttir – bóndi og oddviti í Reykhólahreppi, 4. Magnús Vignir Eðvaldsson – íþróttakennari og sveitarstjórnarfulltrúi í Húnaþingi vestra, 5. Sigríður Margrét Guðmundsdóttir – forstöðumaður í Borgarnesi, 6. Garðar Svansson – fangavörður og bæjarfulltrúi í Grundarfirði, 7. Bryndís Kristín Þráinsdóttir Williams – verkefnastjóri á Sauðárkróki, 8. Gylfi Þór Gíslason – lögregluvarðstjóri á Vestfjörðum, 9. Líney Árnadóttir – starfsráðgjafi í Húnabyggð, 10. Guðrún Anna Finnbogadóttir – teymisstjóri atvinnu- og byggðaþróunar hjá Vestfjarðastofu, 11. Stefán Sveinsson – sjómaður og smiður á Skagaströnd, 12. Bakir Anwar Nassar – starfsmaður Húsasmiðjunnar, 13. Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir – frístundaráðgjafi í Dalabyggð, 14. Guðjón Brjánsson – fyrrverandi alþingismaður Samfylkingin Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Hannes snýr baki við Sjálfstæðisflokknum og fer fram fyrir Samfylkingu Hannes Sigurbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ) býður sig fram í annað efstu sæta í Norðvesturkjördæmi fyrir Samfylkingu. Hann bauð sig fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2014 en kveðst hafa fjarlægst flokkinn síðustu ár. 19. október 2024 12:14 Víðir leiðir í Suðurkjördæmi: „Þjóðin þarf festu í landstjórnina núna“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs hjá ríkislögreglustjóra, leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, Ása Berglind Hjálmarsdóttir, bæjarfulltrúi í Ölfusi og verkefnastjóri hjá Hörpu, er í öðru sæti. 24. október 2024 20:46 Spennulosun á laugardag Jón Gnarr fær ekki fyrsta sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík eins og hann hafði óskað eftir. Mikil spenna ríkir fyrir laugardeginum þegar fjölmargir framboðslistar verða kynntir, þar á meðal allir listar flokksins sem mælist með mest fylgi í könnunum. 23. október 2024 12:18 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjá meira
Í þriðja sæti er Jóhanna Ösp Einarsdóttir, bóndi og oddviti í Reykhólahreppi, og fjórða sætið skipar Magnús Vignir Eðvaldsson, íþróttakennari og sveitarstjórnarfulltrúi í Húnaþingi vestra. Heiðurssætið skipar Guðjón S. Brjánsson, fyrrverandi alþingismaður. Framboðslisti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember 2024 var samþykktur á fundi kjördæmisráðs í kvöld. „Nú keyrum við baráttuna í gang. Ég er þakklát fyrir traustið og vil líka þakka öðrum frambjóðendum og sjálfboðaliðum sem ætla að vinna að sigri Samfylkingar með okkur í Norðvesturkjördæmi. Þetta verður ekki minn fyrsti hringur um kjördæmið. Ég tók slaginn fyrst með Guðbjarti heitnum og Ólínu og fleiri góðum fyrir 15 árum. Þá kom ég inn sem varaþingmaður en síðan hef ég viðað að mér reynslu úr atvinnulífi og sveitarstjórnarmálum, nú síðast sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og ritari Samfylkingar frá því haustið 2022,“ segir Arna Lára Jónsdóttir, nýr oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, í tilkynningu um framboð hennar. „Það er mikil stemmning og jákvæðni gagnvart Samfylkingunni og fullt af fólki sem er tilbúið að taka þátt í þessu verkefni með okkur. Ég þori að fullyrða að það hefur aldrei verið jafn auðvelt að tala máli Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi.“ Framboðslisti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi: 1. Arna Lára Jónsdóttir – bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og ritari Samfylkingarinnar, 2. Hannes S. Jónsson – framkvæmdastjóri KKÍ, 3. Jóhanna Ösp Einarsdóttir – bóndi og oddviti í Reykhólahreppi, 4. Magnús Vignir Eðvaldsson – íþróttakennari og sveitarstjórnarfulltrúi í Húnaþingi vestra, 5. Sigríður Margrét Guðmundsdóttir – forstöðumaður í Borgarnesi, 6. Garðar Svansson – fangavörður og bæjarfulltrúi í Grundarfirði, 7. Bryndís Kristín Þráinsdóttir Williams – verkefnastjóri á Sauðárkróki, 8. Gylfi Þór Gíslason – lögregluvarðstjóri á Vestfjörðum, 9. Líney Árnadóttir – starfsráðgjafi í Húnabyggð, 10. Guðrún Anna Finnbogadóttir – teymisstjóri atvinnu- og byggðaþróunar hjá Vestfjarðastofu, 11. Stefán Sveinsson – sjómaður og smiður á Skagaströnd, 12. Bakir Anwar Nassar – starfsmaður Húsasmiðjunnar, 13. Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir – frístundaráðgjafi í Dalabyggð, 14. Guðjón Brjánsson – fyrrverandi alþingismaður
Samfylkingin Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Hannes snýr baki við Sjálfstæðisflokknum og fer fram fyrir Samfylkingu Hannes Sigurbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ) býður sig fram í annað efstu sæta í Norðvesturkjördæmi fyrir Samfylkingu. Hann bauð sig fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2014 en kveðst hafa fjarlægst flokkinn síðustu ár. 19. október 2024 12:14 Víðir leiðir í Suðurkjördæmi: „Þjóðin þarf festu í landstjórnina núna“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs hjá ríkislögreglustjóra, leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, Ása Berglind Hjálmarsdóttir, bæjarfulltrúi í Ölfusi og verkefnastjóri hjá Hörpu, er í öðru sæti. 24. október 2024 20:46 Spennulosun á laugardag Jón Gnarr fær ekki fyrsta sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík eins og hann hafði óskað eftir. Mikil spenna ríkir fyrir laugardeginum þegar fjölmargir framboðslistar verða kynntir, þar á meðal allir listar flokksins sem mælist með mest fylgi í könnunum. 23. október 2024 12:18 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjá meira
Hannes snýr baki við Sjálfstæðisflokknum og fer fram fyrir Samfylkingu Hannes Sigurbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ) býður sig fram í annað efstu sæta í Norðvesturkjördæmi fyrir Samfylkingu. Hann bauð sig fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2014 en kveðst hafa fjarlægst flokkinn síðustu ár. 19. október 2024 12:14
Víðir leiðir í Suðurkjördæmi: „Þjóðin þarf festu í landstjórnina núna“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs hjá ríkislögreglustjóra, leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, Ása Berglind Hjálmarsdóttir, bæjarfulltrúi í Ölfusi og verkefnastjóri hjá Hörpu, er í öðru sæti. 24. október 2024 20:46
Spennulosun á laugardag Jón Gnarr fær ekki fyrsta sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík eins og hann hafði óskað eftir. Mikil spenna ríkir fyrir laugardeginum þegar fjölmargir framboðslistar verða kynntir, þar á meðal allir listar flokksins sem mælist með mest fylgi í könnunum. 23. október 2024 12:18