Víðir leiðir í Suðurkjördæmi: „Þjóðin þarf festu í landstjórnina núna“ Lovísa Arnardóttir skrifar 24. október 2024 20:46 Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna. Vísir/Arnar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs hjá ríkislögreglustjóra, leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, Ása Berglind Hjálmarsdóttir, bæjarfulltrúi í Ölfusi og verkefnastjóri hjá Hörpu, er í öðru sæti. Í þriðja sæti er Sverrir Bergmann, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ og söngvari. Fjórða sæti skipar svo Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi í Árborg og félagsráðgjafi. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Samfylkingunni. Í tilkynningu kemur fram að heiðurssætin skipi Oddný G. Harðardóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingar og þingmaður, og Margrét Frímannsdóttir, fyrrverandi talsmaður Samfylkingarinnar og þingmaður til fjölda ára. „Þetta var frábær fundur á Eyrarbakka. Það er mikill hugur í Samfylkingarfólki á Suðurlandi. Við ætlum að keyra á samstöðu. Jákvæð og stórhuga stjórnmál eru sterkasta svarið við sundrungu og upphlaupum annarra flokka,“ segir Víðir Reynisson, oddviti Samfylkingar í Suðurkjördæmi, að loknum fundi Samfylkingarinnar í kvöld. „Þjóðin þarf festu í landstjórnina núna. Og við höfum séð þessa festu í nýrri forystu Samfylkingar, sem hefur fyllt fjölda fólks um land allt von og trú á að við getum náð samstöðu og náð þjóðinni saman um málin sem mestu skipta í daglegu lífi. Ég hef bara hrifist með og hef fulla trú á þessu verkefni sem við höfum fylgst með í Samfylkingunni á undanförnum misserum,“ segir Víðir og bætir við: „Nú leggjum við allt undir í kosningabaráttunni. Samfylkingin er til þjónustu reiðubúin, og ég ætla svo sannarlega að gefa allt mitt í verkefnið. Vonandi verður okkur treyst til verka – en við þurfum fyrst að bretta upp ermar og sækja sigurinn.“ Framboðslisti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi: 1. Víðir Reynisson – yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs hjá ríkislögreglustjóra, 2. Ása Berglind Hjálmarsdóttir – bæjarfulltrúi í Ölfusi og verkefnastjóri hjá Hörpu, 3. Sverrir Bergmann Magnússon – söngvari og bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, 4. Arna Ír Gunnarsdóttir – bæjarfulltrúi í Árborg og félagsráðgjafi, 5. Ólafur Þór Ólafsson – stjórnsýslufræðingur og fyrrum sveitarstjóri á Tálknafirði, 6. Arndís María Kjartansdóttir – kennari og fasteignasali í Vestmannaeyjum, 7. Hlynur Snær Vilhjálmsson – iðnaðarmaður og nemi, 8. Vala Ósk Ólafsdóttir – félagsráðgjafi í barnaverndarþjónustu, 9. Gunnar Karl Ólafsson – starfsmaður Bárunnar stéttarfélags, 10. Eyrún Fríða Árnadóttir – formaður bæjarráðs Hornafjarðar, 11. Renuka Charee Perera – vörukynningar hjá MS, 12. Óðinn Hilmarsson – húsasmíðameistari, 13. Borghildur Kristinsdóttir – bóndi, 14. Marta Sigurðardóttir – sérfræðingur hjá Isavia, 15. Gísli Matthías Auðunsson – veitingamaður, 16. Eggert Valur Guðmundsson – oddviti Rangárþings ytra, 17. Lína Björg Tryggvadóttir – byggðaþróunarfulltrúi Uppsveita Árnessýslu, 18. Friðjón Einarsson – fyrrverandi bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, 19. Margrét Frímannsdóttir – fyrrverandi alþingismaður, 20. Oddný G. Harðardóttir – alþingismaður Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Tengdar fréttir Sverrir Bergmann sækist eftir 3. sæti í Suðurkjördæmi Sverrir Bergmann tónlistarmaður og bæjarstjórnarfulltrúi í Reykjanesbæ býður sig fram í 3. sæti í Suðurkjördæmi fyrir Samfylkinguna. Fyrst var greint frá á mbl.is. Í samtali við fréttastofu segir Sverrir Bergmann að hann hafi stefnt á 2. til 3. sæti en nú þegar liggi ljóst að Víðir Reynisson taki fyrsta sætið stefni hann á það þriðja, hjá Samfylkingu séu fléttulistar. 20. október 2024 12:33 Frægir í framboð Er það ekki veikleikamerki flokka að finnast þeir þurfa að fylla oddvita sæti í kjördæmum með “frægu” fólki, fólki sem ekki hefur tekið þátt í flokksstarfi en er lyft fram fyrir félaga í flokknum sem sinnt hafa innra flokksstarfi árum eða jafnvel áratugum saman? 23. október 2024 21:32 „Ég hef alltaf haft augun á þessu“ Víðir Reynisson segist alltaf haft augun á því að fara á þing. Hann hafi því verið fljótur að taka slaginn þegar uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar hafði samband. Hann leggur áherslu á velferðarmál og öryggismál. 19. október 2024 20:10 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira
Í þriðja sæti er Sverrir Bergmann, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ og söngvari. Fjórða sæti skipar svo Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi í Árborg og félagsráðgjafi. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Samfylkingunni. Í tilkynningu kemur fram að heiðurssætin skipi Oddný G. Harðardóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingar og þingmaður, og Margrét Frímannsdóttir, fyrrverandi talsmaður Samfylkingarinnar og þingmaður til fjölda ára. „Þetta var frábær fundur á Eyrarbakka. Það er mikill hugur í Samfylkingarfólki á Suðurlandi. Við ætlum að keyra á samstöðu. Jákvæð og stórhuga stjórnmál eru sterkasta svarið við sundrungu og upphlaupum annarra flokka,“ segir Víðir Reynisson, oddviti Samfylkingar í Suðurkjördæmi, að loknum fundi Samfylkingarinnar í kvöld. „Þjóðin þarf festu í landstjórnina núna. Og við höfum séð þessa festu í nýrri forystu Samfylkingar, sem hefur fyllt fjölda fólks um land allt von og trú á að við getum náð samstöðu og náð þjóðinni saman um málin sem mestu skipta í daglegu lífi. Ég hef bara hrifist með og hef fulla trú á þessu verkefni sem við höfum fylgst með í Samfylkingunni á undanförnum misserum,“ segir Víðir og bætir við: „Nú leggjum við allt undir í kosningabaráttunni. Samfylkingin er til þjónustu reiðubúin, og ég ætla svo sannarlega að gefa allt mitt í verkefnið. Vonandi verður okkur treyst til verka – en við þurfum fyrst að bretta upp ermar og sækja sigurinn.“ Framboðslisti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi: 1. Víðir Reynisson – yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs hjá ríkislögreglustjóra, 2. Ása Berglind Hjálmarsdóttir – bæjarfulltrúi í Ölfusi og verkefnastjóri hjá Hörpu, 3. Sverrir Bergmann Magnússon – söngvari og bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, 4. Arna Ír Gunnarsdóttir – bæjarfulltrúi í Árborg og félagsráðgjafi, 5. Ólafur Þór Ólafsson – stjórnsýslufræðingur og fyrrum sveitarstjóri á Tálknafirði, 6. Arndís María Kjartansdóttir – kennari og fasteignasali í Vestmannaeyjum, 7. Hlynur Snær Vilhjálmsson – iðnaðarmaður og nemi, 8. Vala Ósk Ólafsdóttir – félagsráðgjafi í barnaverndarþjónustu, 9. Gunnar Karl Ólafsson – starfsmaður Bárunnar stéttarfélags, 10. Eyrún Fríða Árnadóttir – formaður bæjarráðs Hornafjarðar, 11. Renuka Charee Perera – vörukynningar hjá MS, 12. Óðinn Hilmarsson – húsasmíðameistari, 13. Borghildur Kristinsdóttir – bóndi, 14. Marta Sigurðardóttir – sérfræðingur hjá Isavia, 15. Gísli Matthías Auðunsson – veitingamaður, 16. Eggert Valur Guðmundsson – oddviti Rangárþings ytra, 17. Lína Björg Tryggvadóttir – byggðaþróunarfulltrúi Uppsveita Árnessýslu, 18. Friðjón Einarsson – fyrrverandi bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, 19. Margrét Frímannsdóttir – fyrrverandi alþingismaður, 20. Oddný G. Harðardóttir – alþingismaður
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Tengdar fréttir Sverrir Bergmann sækist eftir 3. sæti í Suðurkjördæmi Sverrir Bergmann tónlistarmaður og bæjarstjórnarfulltrúi í Reykjanesbæ býður sig fram í 3. sæti í Suðurkjördæmi fyrir Samfylkinguna. Fyrst var greint frá á mbl.is. Í samtali við fréttastofu segir Sverrir Bergmann að hann hafi stefnt á 2. til 3. sæti en nú þegar liggi ljóst að Víðir Reynisson taki fyrsta sætið stefni hann á það þriðja, hjá Samfylkingu séu fléttulistar. 20. október 2024 12:33 Frægir í framboð Er það ekki veikleikamerki flokka að finnast þeir þurfa að fylla oddvita sæti í kjördæmum með “frægu” fólki, fólki sem ekki hefur tekið þátt í flokksstarfi en er lyft fram fyrir félaga í flokknum sem sinnt hafa innra flokksstarfi árum eða jafnvel áratugum saman? 23. október 2024 21:32 „Ég hef alltaf haft augun á þessu“ Víðir Reynisson segist alltaf haft augun á því að fara á þing. Hann hafi því verið fljótur að taka slaginn þegar uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar hafði samband. Hann leggur áherslu á velferðarmál og öryggismál. 19. október 2024 20:10 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira
Sverrir Bergmann sækist eftir 3. sæti í Suðurkjördæmi Sverrir Bergmann tónlistarmaður og bæjarstjórnarfulltrúi í Reykjanesbæ býður sig fram í 3. sæti í Suðurkjördæmi fyrir Samfylkinguna. Fyrst var greint frá á mbl.is. Í samtali við fréttastofu segir Sverrir Bergmann að hann hafi stefnt á 2. til 3. sæti en nú þegar liggi ljóst að Víðir Reynisson taki fyrsta sætið stefni hann á það þriðja, hjá Samfylkingu séu fléttulistar. 20. október 2024 12:33
Frægir í framboð Er það ekki veikleikamerki flokka að finnast þeir þurfa að fylla oddvita sæti í kjördæmum með “frægu” fólki, fólki sem ekki hefur tekið þátt í flokksstarfi en er lyft fram fyrir félaga í flokknum sem sinnt hafa innra flokksstarfi árum eða jafnvel áratugum saman? 23. október 2024 21:32
„Ég hef alltaf haft augun á þessu“ Víðir Reynisson segist alltaf haft augun á því að fara á þing. Hann hafi því verið fljótur að taka slaginn þegar uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar hafði samband. Hann leggur áherslu á velferðarmál og öryggismál. 19. október 2024 20:10