„Ekki góð þróun“ að flokkarnir drösli frægu fólki á listana Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 22. október 2024 09:03 Snorri, Halla Hrund, Ragnar Þór, Víðir og Alma ætla fram og Grímur íhugar framboð. Þau hafa öll verið áberandi í fjölmiðulm undanfarin misseri og ár. Vísir Skiptar skoðanir voru á svokallaðri „frægðarvæðingu“ í komandi Alþingiskosningum í Pallborðinu í gær. Þingmaður Samfylkingarinnar sýnir þróuninni skilning en fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir ekki góða þróun að stjórnmálaflokkur geti verið eins og hilluvara fyrir frægt fólk. Borið hefur á þeirri þróun undanfarnar Alþingiskosningar að stjórnmálaflokkar skipi í meira mæli nöfn þekktra einstaklinga úr ýmsum kimum samfélagsins á framboðslista sína. Tveir þriðju hlutar Covid-þríeykisins skipa nú lista Samfylkingarinnar. Fjölmiðlamaðurinn Snorri Másson vill leiða Miðflokkinn í Reykjavík og Jón Gnarr vill á lista Viðreisnar. Hann er þó ekki sá eini úr forsetaslagnum sem vill á þing en Halla Hrund Logadóttir leiðir Framsókn í Suðurkjördæmi og Viktor Traustason vill á lista Pírata. Þá íhugar Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn framboð fyrir Viðreisn. Taki langan tíma að kynna inn nýjan frambjóðanda Oddný Guðrún Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir frægðarvæðingu kosninganna í ár fylgja því hve stutt var til Alþingiskosninga þegar þær voru boðaðar. „Það er enginn tími til þess að kynna frambjóðandann. Þú þarft langan tíma til þess að kynna nýjan frambjóðanda.“ Verða málefnin þá ekki svolítið undir? „Það þarf að draga þau fram í þessari stuttu kosningabaráttu með skilvirkum hætti líka. En ég hef alveg skilning á þessu. Þú teflir ekki einhverjum í efstu sætin sem fólk veit ekki um,“ segir Oddný og bendir á að kjósendur þurfi að auki að taka ákvarðanir hratt. Í fyrsta formlega kosningapallborði fréttastofunnar að þessu sinni ræddu fráfarandi kanónur fjögurra flokka komandi Alþingiskosningar.Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins kvaðst ekki á sama máli. „Mér finnst það ekki góð þróun að stjórnmálaflokkur sé bara eins og hver önnur hilluvara fyrir frægt fólk,“ segir hann. „Ef menn ætla að drösla einhverju frægu og þekktu fólki, þá er ágætt að þetta fólk hafi einhvern tímann talað um stjórnmál eða þjóðfélagsmál. Þannig að menn viti eitthvað um það,“ segir Brynjar. Hann sýni því minni skilning þegar stórir flokkar kynna fræg nöfn inn á listana sína. „Ég skil þetta í þessum litlu flokkum, sem ég kalla smáflokkum, sem hafa enga grasrót og ekki neitt. En mér finnst verra ef rótgrónir flokkar, Sjálfstæðisflokkur, Samfylkingin eða Framsókn, væru mikið í þessu.“ Vitað að þríeykið vinni að hagsmunum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata segir þróunina mögulega geta skýrst af því að fólk treysti frekar stöku stjórnmálafólki en síður stjórnmálaflokkum. „Þó að málefnin skipti máli þá held ég að það sem skiptir mestu máli er að trúa því að einstaklingurinn er að fara að vinna að hagsmunum almennings. Ég held að fólk sé svolítið farið back to basics, og ég held að það skapist þegar það er einhvers konar óvissa,“ segir Arndís Anna og nefnir breyttar áherslur Samfylkingarinnar sem dæmi. „Fólk treystir ekki þessu með flokkana og málefnin og loforðin og ákveður þá bara að kjósa einhvern sem það treystir. Og það getur þá bara verið einhver úr þríeykinu, sem við vitum að var að vinna að hagsmunum allra,“ bætir hún við. Þáttinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Umræðan sem hér er fjallað um hefst á 33. mínútu. Alþingiskosningar 2024 Pallborðið Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Sjá meira
Borið hefur á þeirri þróun undanfarnar Alþingiskosningar að stjórnmálaflokkar skipi í meira mæli nöfn þekktra einstaklinga úr ýmsum kimum samfélagsins á framboðslista sína. Tveir þriðju hlutar Covid-þríeykisins skipa nú lista Samfylkingarinnar. Fjölmiðlamaðurinn Snorri Másson vill leiða Miðflokkinn í Reykjavík og Jón Gnarr vill á lista Viðreisnar. Hann er þó ekki sá eini úr forsetaslagnum sem vill á þing en Halla Hrund Logadóttir leiðir Framsókn í Suðurkjördæmi og Viktor Traustason vill á lista Pírata. Þá íhugar Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn framboð fyrir Viðreisn. Taki langan tíma að kynna inn nýjan frambjóðanda Oddný Guðrún Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir frægðarvæðingu kosninganna í ár fylgja því hve stutt var til Alþingiskosninga þegar þær voru boðaðar. „Það er enginn tími til þess að kynna frambjóðandann. Þú þarft langan tíma til þess að kynna nýjan frambjóðanda.“ Verða málefnin þá ekki svolítið undir? „Það þarf að draga þau fram í þessari stuttu kosningabaráttu með skilvirkum hætti líka. En ég hef alveg skilning á þessu. Þú teflir ekki einhverjum í efstu sætin sem fólk veit ekki um,“ segir Oddný og bendir á að kjósendur þurfi að auki að taka ákvarðanir hratt. Í fyrsta formlega kosningapallborði fréttastofunnar að þessu sinni ræddu fráfarandi kanónur fjögurra flokka komandi Alþingiskosningar.Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins kvaðst ekki á sama máli. „Mér finnst það ekki góð þróun að stjórnmálaflokkur sé bara eins og hver önnur hilluvara fyrir frægt fólk,“ segir hann. „Ef menn ætla að drösla einhverju frægu og þekktu fólki, þá er ágætt að þetta fólk hafi einhvern tímann talað um stjórnmál eða þjóðfélagsmál. Þannig að menn viti eitthvað um það,“ segir Brynjar. Hann sýni því minni skilning þegar stórir flokkar kynna fræg nöfn inn á listana sína. „Ég skil þetta í þessum litlu flokkum, sem ég kalla smáflokkum, sem hafa enga grasrót og ekki neitt. En mér finnst verra ef rótgrónir flokkar, Sjálfstæðisflokkur, Samfylkingin eða Framsókn, væru mikið í þessu.“ Vitað að þríeykið vinni að hagsmunum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata segir þróunina mögulega geta skýrst af því að fólk treysti frekar stöku stjórnmálafólki en síður stjórnmálaflokkum. „Þó að málefnin skipti máli þá held ég að það sem skiptir mestu máli er að trúa því að einstaklingurinn er að fara að vinna að hagsmunum almennings. Ég held að fólk sé svolítið farið back to basics, og ég held að það skapist þegar það er einhvers konar óvissa,“ segir Arndís Anna og nefnir breyttar áherslur Samfylkingarinnar sem dæmi. „Fólk treystir ekki þessu með flokkana og málefnin og loforðin og ákveður þá bara að kjósa einhvern sem það treystir. Og það getur þá bara verið einhver úr þríeykinu, sem við vitum að var að vinna að hagsmunum allra,“ bætir hún við. Þáttinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Umræðan sem hér er fjallað um hefst á 33. mínútu.
Alþingiskosningar 2024 Pallborðið Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Sjá meira