Halla Hrund gengin til liðs við Framsókn og tekur sæti formannsins Árni Sæberg skrifar 18. október 2024 15:15 Halla Hrund Logadóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson verða í efstu tveimur sætunum á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi. Vísir/Vilhelm/Arnar Halla Hrund Logadóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og fráfarandi orkumálastjóri, hefur tilkynnt að hún sé gengin til liðs við Framsóknarflokkinn. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins, leggur sjálfan sig að veði og leggur til við kjörstjórn að Halla Hrund fái oddvitasætið í Suðurkjördæmi. Þetta segir í færslum þeirra Höllu Hrundar og Sigurðar Inga á Facebook. Sigurður Ingi segir að þegar horft er á skoðanakannanir eigi Framsókn á brattann að sækja. Staða flokksins í Suðurkjördæmi sé sú að enginn kjördæmakjörinn þingmaður Framsóknar næði inn á þing ef kosið væri nú. Það væri ekki aðeins slæmt fyrir flokkinn heldur er sé það einlæg trú hans að það séu hagsmunir kjördæmisins og þjóðarinnar að Framsókn eigi sterka rödd á þjóðþinginu. „Ég hef því tekið ákvörðun um að leggja til við kjörstjórn Framsóknar í Suðurkjördæmi að Halla Hrund Logadóttir, starfandi orkumálastjóri, verði í fyrsta sæti á lista Framsóknar fyrir Alþingiskosningarnar 30. nóvember. Sjálfur býð ég mig fram í annað sæti. Með þessari tillögu legg ég sjálfan mig undir. Enda lít ég svo á að sá formaður sem ekki leggur sjálfan sig að veði fyrir flokkinn sinn sé ekki sannur leiðtogi.“ Vísar aftur í samvinnustefnuna Í færslu sinni segir Halla Hrund að hún hafi aldrei tilheyrt stjórnmálaflokki, því hún hafi alltaf séð sjálfa sig fyrst og fremst sem Íslending, sem vill vinna með fólki úr öllum áttum með hagsmuni landsins að leiðarljósi. „Það er einmitt þess vegna sem ég hef ákveðið að ganga til liðs við Framsókn. Að mínu mati er hann hvorki hægri né vinstri. Ég tengi flokkinn einnig sterkt við að vera einfaldlega eins og Íslendingur sem vill vinna ötullega að fyrir landið sitt enda er Framsókn elsti stjórnmálaflokkur landsins. Hann er flokkur sem leggur áherslu á samvinnu og málamiðlanir. Það skal vera nýr tónn stjórnmálanna og þannig vil ég vinna í Framsókn fyrir Ísland.“ Þetta rýmar vel við orðræðu Höllu Hrundar í aðdraganda forsetakosninganna í sumar, þar sem hún hafnaði í þriðja sæti með tæp sextán prósent atkvæða. Allt frá fyrsta viðtali í kosningabaráttunni lagði hún mikla áherslu á samvinnu. Framsóknarflokkurinn er eins og þekkt er byggður á hugmyndum um samvinnu. Auðlindamálin knýja hana áfram Halla Hrund segir að það sem knúi hana til þátttöku á sviði stjórnmálanna séu auðlindamálin. „Þar stöndum við á mikilvægum tímamótum, og ég tel það vera skyldu mína að leggja mitt af mörkum til að tryggja að auðlindir okkar séu nýttar á skynsaman og sanngjarnan hátt og að ábati þeirra renni til samfélagsins. Ég vil vera vakin og sofin yfir verðmætunum sem við eigum í einstakri náttúrunni og þeim ólíku nytjum sem hún gefur; fyrir komandi kynslóðir um ókomna tíð. Ég bið um stuðning ykkar til að geta unnið að þessum málum.“ Þá segir hún að hjarta hennar slái ekki síður fyrir landsbyggðina. Við megum aldrei missa sjónar af því að hin ýmsu verðmæti, fiskurinn, orkan og ferðaþjónustan, verði til víða um landið. Loks nefnir hún að hún vilji leggja áherslu á líðan og samkennd í samfélaginu, þvert á stétt, uppruna og stöðu, og húsnæðismálin. „Ég trúi á jákvæðni, drifkraft og skapandi lausnir á öllum sviðum, frá innviðum til íþrótta, menningar og lista, sem kjarna hver við erum. Slíkur metnaður á öllum sviðum lýsir sjálfstæðri þjóð í sókn sem hlúir að fólkinu sínu og gæðum landsins fyrir framtíðina. Ég vonast eftir þínum stuðningi í þá vegferð og hlakka til samstarfs við Sigurð Inga og ykkur sem flest næstu vikurnar.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Framsóknarflokkurinn Suðurkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Vaktin: Dómur kveðinn upp í Gufunesmálinu Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Fleiri fréttir Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Dómur kveðinn upp í Gufunesmálinu Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Sjá meira
Þetta segir í færslum þeirra Höllu Hrundar og Sigurðar Inga á Facebook. Sigurður Ingi segir að þegar horft er á skoðanakannanir eigi Framsókn á brattann að sækja. Staða flokksins í Suðurkjördæmi sé sú að enginn kjördæmakjörinn þingmaður Framsóknar næði inn á þing ef kosið væri nú. Það væri ekki aðeins slæmt fyrir flokkinn heldur er sé það einlæg trú hans að það séu hagsmunir kjördæmisins og þjóðarinnar að Framsókn eigi sterka rödd á þjóðþinginu. „Ég hef því tekið ákvörðun um að leggja til við kjörstjórn Framsóknar í Suðurkjördæmi að Halla Hrund Logadóttir, starfandi orkumálastjóri, verði í fyrsta sæti á lista Framsóknar fyrir Alþingiskosningarnar 30. nóvember. Sjálfur býð ég mig fram í annað sæti. Með þessari tillögu legg ég sjálfan mig undir. Enda lít ég svo á að sá formaður sem ekki leggur sjálfan sig að veði fyrir flokkinn sinn sé ekki sannur leiðtogi.“ Vísar aftur í samvinnustefnuna Í færslu sinni segir Halla Hrund að hún hafi aldrei tilheyrt stjórnmálaflokki, því hún hafi alltaf séð sjálfa sig fyrst og fremst sem Íslending, sem vill vinna með fólki úr öllum áttum með hagsmuni landsins að leiðarljósi. „Það er einmitt þess vegna sem ég hef ákveðið að ganga til liðs við Framsókn. Að mínu mati er hann hvorki hægri né vinstri. Ég tengi flokkinn einnig sterkt við að vera einfaldlega eins og Íslendingur sem vill vinna ötullega að fyrir landið sitt enda er Framsókn elsti stjórnmálaflokkur landsins. Hann er flokkur sem leggur áherslu á samvinnu og málamiðlanir. Það skal vera nýr tónn stjórnmálanna og þannig vil ég vinna í Framsókn fyrir Ísland.“ Þetta rýmar vel við orðræðu Höllu Hrundar í aðdraganda forsetakosninganna í sumar, þar sem hún hafnaði í þriðja sæti með tæp sextán prósent atkvæða. Allt frá fyrsta viðtali í kosningabaráttunni lagði hún mikla áherslu á samvinnu. Framsóknarflokkurinn er eins og þekkt er byggður á hugmyndum um samvinnu. Auðlindamálin knýja hana áfram Halla Hrund segir að það sem knúi hana til þátttöku á sviði stjórnmálanna séu auðlindamálin. „Þar stöndum við á mikilvægum tímamótum, og ég tel það vera skyldu mína að leggja mitt af mörkum til að tryggja að auðlindir okkar séu nýttar á skynsaman og sanngjarnan hátt og að ábati þeirra renni til samfélagsins. Ég vil vera vakin og sofin yfir verðmætunum sem við eigum í einstakri náttúrunni og þeim ólíku nytjum sem hún gefur; fyrir komandi kynslóðir um ókomna tíð. Ég bið um stuðning ykkar til að geta unnið að þessum málum.“ Þá segir hún að hjarta hennar slái ekki síður fyrir landsbyggðina. Við megum aldrei missa sjónar af því að hin ýmsu verðmæti, fiskurinn, orkan og ferðaþjónustan, verði til víða um landið. Loks nefnir hún að hún vilji leggja áherslu á líðan og samkennd í samfélaginu, þvert á stétt, uppruna og stöðu, og húsnæðismálin. „Ég trúi á jákvæðni, drifkraft og skapandi lausnir á öllum sviðum, frá innviðum til íþrótta, menningar og lista, sem kjarna hver við erum. Slíkur metnaður á öllum sviðum lýsir sjálfstæðri þjóð í sókn sem hlúir að fólkinu sínu og gæðum landsins fyrir framtíðina. Ég vonast eftir þínum stuðningi í þá vegferð og hlakka til samstarfs við Sigurð Inga og ykkur sem flest næstu vikurnar.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Framsóknarflokkurinn Suðurkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Vaktin: Dómur kveðinn upp í Gufunesmálinu Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Fleiri fréttir Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Dómur kveðinn upp í Gufunesmálinu Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Sjá meira