Átti líka morgunspjall við ríkislögreglustjóra vegna Yazans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. október 2024 13:36 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hringdi í ríkislögreglustjóra meðan brottvísun Yazans Tamimi stóð yfir. Málið var á forræði dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var annar tveggja fyrrverandi dómsmálaráðherra úr röðum Sjálfstæðisflokksins sem höfðu samband við ríkislögreglustjóra morguninn sem embættið stóð í brottvísun tólf ára drengs frá Palestínu, Yazan Tamimi. Auk þess hafði Jón Gunnarsson samband auk félags- og vinnumarkaðsráðherra. Heimildin greinir frá þessu í dag og vísar til gagna sem fengust afhent úr dómsmálaráðuneytinu varðandi brottvísun Yazans. Um er að ræða tölvupóst sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri sendi með ósk um vinnslu minnisblaðs þar sem hún rakti atburðarásina um morguninn. Samantekt Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra og beiðni um minnisblað. Bjarni gagnrýninn á símtal Guðmundar Inga Fram hefur komið og mörgum þótt gagnrýnvert að Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra hringdi í ríkislögreglustjóra árla morguns. „Mér finnst það hins vegar, ég verð að segja það í allan stað mjög óeðlilegt að ráðherrann hringi beint í undirmann annars ráðherra,“ sagði Bjarni í umræðum um málið á þingi en bætti þó við að líkast til hefði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra verið sofandi á þessum tíma. Fram kemur í svörum ráðuneytisins til Heimildarinnar að Guðmundur Ingi hafi hringd klukkan 06:04 um morguninn og spurst fyrir um málið. Þingmaður og fleiri ráðherrar hafi í framhaldinu haft samband. Nú liggur fyrir að um var að ræða Jón Gunnarsson þingmann Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra og Áslaugu Örnu, fyrrverandi dómsmálaráðherra og nú háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. „Við ríkislögreglustjóri áttum eitt stutt samtal rétt eftir klukkan 7 umræddan dag áður en náðist í dómsmálaráðherra. Fjölmiðlar voru þá þegar farnir að fjalla um málið og erfitt að átta sig á því hver væri hin raunverulega staða mála. Ég sendi henni skilaboð til að afla upplýsinga um stöðuna og í kjölfarið bað hún mig um að hringja í sig. Í því samtali fékk ég einungis upplýsingar um stöðuna, ég lýstri hvorki skoðun á málinu né hafði afskipti af því,“ segir Áslaug í færslu á Facebook. Athygli vakti um jólin 2021 þegar Áslaug Arna, sem dómsmálaráðherra, hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögregla tilkynnti fjölmiðlum um sóttvarnabrot í Ásmundarsal, hvar fjármálaráðherra var staddur. Afskipti Áslaugar voru töluvert gagnrýnd meðal annars úr ranni stjórnarandstöðunnar. „Það er grundvallaratriði að við treystum lögreglunni fyrir sínum verkefnum, það geri ég og hef marg ítrekað nú og sem dómsmálaráðherra að stjórnmálamenn eiga hvorki að hafa afskipti af einstaka málum. Að baki ákvörðun sem þessari er faglegt mat sem við höfum búið til ákveðið ferli fyrir. Ferli sem byggir á reglum sem Alþingi setur. Við stjórnmálamenn verðum að treysta því frá upphafi til enda.“ Aðeins dómsmálaráðherra gæti stöðvað brottvísun Sigríður Björk ríkislögreglustjóri segir í fyrrnefndum tölvupósti að allir viðmælendur hafi fengið þau svör að að frestun brottvísunar væri pólitísk ákvörðun sem aðeins dómsmálaráðherra gæti tekið ákvörðun um. Loks bárust skilaboð frá Guðrúnu dómsmálaráðherra sem hljóðuðu svo: Hér má sjá samskipti ríkislögreglustjóra við dómsmálaráðherra umræddan morgun. „Frá Bjarna: Ákvörðun um brottvísun stendur eðli málsins samkvæmt. Óska eftir að framkvæmd brottvísunar verði frestað í þeim tilgangi að tækifæri gefist til að eiga samráð innan stjórnarinnar. Óskað er eftir því af ráðherrum.“ Guðmundur Ingi sagði við fréttastofu á dögunum ekki telja óeðlilegt að hann hefði hringt í ríkislögreglustjóra umræddan morgun. Hann hafi ekki farið fram á neitt í símtalinu. „Ég virði auðvitað þá keðju undir og yfirmanna sem um er að ræða í þessu máli, þar sem dómsmálaráðherra er æðsti yfirmaður lögreglunnar. Ég var að leita upplýsinga og mér finnst eðlilegt að ráðherrar geti leitað upplýsinga hjá embættismönnum inni í íslensku stjórnkerfi. Annað væri óeðlilegt,“ sagði Guðmundur Ingi. Skömmu eftir að brottflutningi Yazans og fjölskyldu var frestað rann frestur til að vísa þeim úr landi án efnislegrar meðferðar út og svo fór að fjölskyldan hlaut alþjóðlega vernd hér á landi. Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hælisleitendur Lögreglan Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Heimildin greinir frá þessu í dag og vísar til gagna sem fengust afhent úr dómsmálaráðuneytinu varðandi brottvísun Yazans. Um er að ræða tölvupóst sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri sendi með ósk um vinnslu minnisblaðs þar sem hún rakti atburðarásina um morguninn. Samantekt Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra og beiðni um minnisblað. Bjarni gagnrýninn á símtal Guðmundar Inga Fram hefur komið og mörgum þótt gagnrýnvert að Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra hringdi í ríkislögreglustjóra árla morguns. „Mér finnst það hins vegar, ég verð að segja það í allan stað mjög óeðlilegt að ráðherrann hringi beint í undirmann annars ráðherra,“ sagði Bjarni í umræðum um málið á þingi en bætti þó við að líkast til hefði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra verið sofandi á þessum tíma. Fram kemur í svörum ráðuneytisins til Heimildarinnar að Guðmundur Ingi hafi hringd klukkan 06:04 um morguninn og spurst fyrir um málið. Þingmaður og fleiri ráðherrar hafi í framhaldinu haft samband. Nú liggur fyrir að um var að ræða Jón Gunnarsson þingmann Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra og Áslaugu Örnu, fyrrverandi dómsmálaráðherra og nú háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. „Við ríkislögreglustjóri áttum eitt stutt samtal rétt eftir klukkan 7 umræddan dag áður en náðist í dómsmálaráðherra. Fjölmiðlar voru þá þegar farnir að fjalla um málið og erfitt að átta sig á því hver væri hin raunverulega staða mála. Ég sendi henni skilaboð til að afla upplýsinga um stöðuna og í kjölfarið bað hún mig um að hringja í sig. Í því samtali fékk ég einungis upplýsingar um stöðuna, ég lýstri hvorki skoðun á málinu né hafði afskipti af því,“ segir Áslaug í færslu á Facebook. Athygli vakti um jólin 2021 þegar Áslaug Arna, sem dómsmálaráðherra, hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögregla tilkynnti fjölmiðlum um sóttvarnabrot í Ásmundarsal, hvar fjármálaráðherra var staddur. Afskipti Áslaugar voru töluvert gagnrýnd meðal annars úr ranni stjórnarandstöðunnar. „Það er grundvallaratriði að við treystum lögreglunni fyrir sínum verkefnum, það geri ég og hef marg ítrekað nú og sem dómsmálaráðherra að stjórnmálamenn eiga hvorki að hafa afskipti af einstaka málum. Að baki ákvörðun sem þessari er faglegt mat sem við höfum búið til ákveðið ferli fyrir. Ferli sem byggir á reglum sem Alþingi setur. Við stjórnmálamenn verðum að treysta því frá upphafi til enda.“ Aðeins dómsmálaráðherra gæti stöðvað brottvísun Sigríður Björk ríkislögreglustjóri segir í fyrrnefndum tölvupósti að allir viðmælendur hafi fengið þau svör að að frestun brottvísunar væri pólitísk ákvörðun sem aðeins dómsmálaráðherra gæti tekið ákvörðun um. Loks bárust skilaboð frá Guðrúnu dómsmálaráðherra sem hljóðuðu svo: Hér má sjá samskipti ríkislögreglustjóra við dómsmálaráðherra umræddan morgun. „Frá Bjarna: Ákvörðun um brottvísun stendur eðli málsins samkvæmt. Óska eftir að framkvæmd brottvísunar verði frestað í þeim tilgangi að tækifæri gefist til að eiga samráð innan stjórnarinnar. Óskað er eftir því af ráðherrum.“ Guðmundur Ingi sagði við fréttastofu á dögunum ekki telja óeðlilegt að hann hefði hringt í ríkislögreglustjóra umræddan morgun. Hann hafi ekki farið fram á neitt í símtalinu. „Ég virði auðvitað þá keðju undir og yfirmanna sem um er að ræða í þessu máli, þar sem dómsmálaráðherra er æðsti yfirmaður lögreglunnar. Ég var að leita upplýsinga og mér finnst eðlilegt að ráðherrar geti leitað upplýsinga hjá embættismönnum inni í íslensku stjórnkerfi. Annað væri óeðlilegt,“ sagði Guðmundur Ingi. Skömmu eftir að brottflutningi Yazans og fjölskyldu var frestað rann frestur til að vísa þeim úr landi án efnislegrar meðferðar út og svo fór að fjölskyldan hlaut alþjóðlega vernd hér á landi.
Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hælisleitendur Lögreglan Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira