Starfsstjórn tekin við stjórnartaumunum Jón Þór Stefánsson skrifar 17. október 2024 19:17 Bjarni Benediktsson áður en hann gekk á ríkissráðfundinn. Vísir/Vilhelm Starfsstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar er tekin við völdum. Þetta var tilkynnt að loknum ríkisráðsfundi á Bessastöðum í kvöld. Þar með lauk ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna, sem hafði varað frá því í nóvember 2017, fyrst undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur og síðan undir Bjarna Benediktssyni. Stjórnin sem tók við í kvöld mun sitja fram að kosningum sem munu fara fram þann 30. nóvember næstkomandi. Þessi starfsstjórn hefur tekið við völdum og mun vera þar fram að kosningum. Vísir/Vilhelm Ráðherraskipan er að mestu sú sama og í fyrra ríkisstjórnarsamstarfi, nema að formenn flokkanna tveggja taka við ráðuneytum Vinstri grænna sem stíga úr samstarfinu. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra mun taka við innviðaráðuneytinu og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra mun taka við félags- og vinnumarkaðráðuneytinu sem og matvælaráðuneytinu. Bjarni sagði að fundinum loknum að ekki hafi verið um sára stund að ræða, frekar hafi þetta verið formleg kveðjustund. „Nú eru öll sætin í starfsstjórninni fullskipuð og nú tekur við að halda ríkisstjórnarfundi vegna þeirra mála sem stjórnarráðið telur mikilvægt að þingið fjalli um. Það er ekki langur málalisti. Þetta eru aðallega fjárlögin og fjárlagatengd mál,“ sagði hann. Sigurður Ingi sagði að fundinum loknum að hann hafi ekki móðgast eða orðið sár út í nokkurn mann vegna orða meðlima samstarfsflokkanna. Hann minntist þó á að hjá bæði Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokknum hefðu flokksmenn lýst yfir óánægju sinni með ríkisstjórnarsamstarfið. Reyndi forsetinn að lægja öldur í ykkar samskiptum? „Það voru engar öldur þarna inni.“ Fráfarandi ríkisstjórn sat saman í síðasta skipti á fundi Höllu Tómasdóttur forseta.Vísir/Vilhelm Áður en ríkisráðsfundi lauk fóru fráfarandi ráðherrar VG af fundinum. Svandís Svavarsdóttir, formaður VG, gaf sig þá á tal við fjölmiðla. Hún sagðist ekki viss um að hún myndi styðja fjárlög ríkisstjórnarinnar. „Það er ekki svo einfalt því fjárlög er samsett úr mjög mörgum og flóknum þáttum. Það eru ýmis atriði sem lúta til að mynda að samgöngumálum sem þarf að taka til skoðunar.“ Sérðu eftir því að hafa ekki verið fyrri til og slitið þessu sjálf? „Þetta snýst ekki um neitt slíkt kapphlaup. Ég er ennþá mjög hugsi yfir þessum tímapunkti. Ég held að hann hafi verið snúinn og flókinn, en hins vegar er komið að næsta kafla í okkar pólitíska lífi.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Þar með lauk ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna, sem hafði varað frá því í nóvember 2017, fyrst undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur og síðan undir Bjarna Benediktssyni. Stjórnin sem tók við í kvöld mun sitja fram að kosningum sem munu fara fram þann 30. nóvember næstkomandi. Þessi starfsstjórn hefur tekið við völdum og mun vera þar fram að kosningum. Vísir/Vilhelm Ráðherraskipan er að mestu sú sama og í fyrra ríkisstjórnarsamstarfi, nema að formenn flokkanna tveggja taka við ráðuneytum Vinstri grænna sem stíga úr samstarfinu. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra mun taka við innviðaráðuneytinu og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra mun taka við félags- og vinnumarkaðráðuneytinu sem og matvælaráðuneytinu. Bjarni sagði að fundinum loknum að ekki hafi verið um sára stund að ræða, frekar hafi þetta verið formleg kveðjustund. „Nú eru öll sætin í starfsstjórninni fullskipuð og nú tekur við að halda ríkisstjórnarfundi vegna þeirra mála sem stjórnarráðið telur mikilvægt að þingið fjalli um. Það er ekki langur málalisti. Þetta eru aðallega fjárlögin og fjárlagatengd mál,“ sagði hann. Sigurður Ingi sagði að fundinum loknum að hann hafi ekki móðgast eða orðið sár út í nokkurn mann vegna orða meðlima samstarfsflokkanna. Hann minntist þó á að hjá bæði Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokknum hefðu flokksmenn lýst yfir óánægju sinni með ríkisstjórnarsamstarfið. Reyndi forsetinn að lægja öldur í ykkar samskiptum? „Það voru engar öldur þarna inni.“ Fráfarandi ríkisstjórn sat saman í síðasta skipti á fundi Höllu Tómasdóttur forseta.Vísir/Vilhelm Áður en ríkisráðsfundi lauk fóru fráfarandi ráðherrar VG af fundinum. Svandís Svavarsdóttir, formaður VG, gaf sig þá á tal við fjölmiðla. Hún sagðist ekki viss um að hún myndi styðja fjárlög ríkisstjórnarinnar. „Það er ekki svo einfalt því fjárlög er samsett úr mjög mörgum og flóknum þáttum. Það eru ýmis atriði sem lúta til að mynda að samgöngumálum sem þarf að taka til skoðunar.“ Sérðu eftir því að hafa ekki verið fyrri til og slitið þessu sjálf? „Þetta snýst ekki um neitt slíkt kapphlaup. Ég er ennþá mjög hugsi yfir þessum tímapunkti. Ég held að hann hafi verið snúinn og flókinn, en hins vegar er komið að næsta kafla í okkar pólitíska lífi.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira