Skrifar sundurlyndið ekki bara á Vinstri græn Jakob Bjarnar skrifar 17. október 2024 15:09 Sigurður Ingi var í Samtalinu hjá Heimi Má nú rétt í þessu. Hann sagði að óróleikinn sem Framsóknarmenn máttu eiga við hafi ekki síður verið þingmönnum Sjálfstæðisflokks að kenna en Vinstri grænum. vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra og væntanlegur innviðaráðherra á ný, mætti pollrólegur í Samtalið hjá Heimi Má sem var í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14. Mikið hefur gengið á í stjórnmálunum og á ríkisstjórnarheimilinu undanfarna daga eins og vart ætti að þurfa að fara yfir. En þeir hafa vissulega verið ævintýralegir dagarnir sem nú eru að baki og ræddu þeir Heimir Már og formaður Framsóknarflokksins nokkuð um hvort Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hafi staðið rétt að stjórnarslitunum. Heimir spurði Sigurð, og nefndi að til væri fræg skáldsaga sem héti Frásögn um margboðað morð eftir Gabriel Garcia Marquez, hvort þarna mætti greina frásögnina um Margboðað sjálfsmorð? „Í fjölmiðlaheimi verið þar lengi. það er rétt þar hefur verið órói ekki síst í samstarfsflokki okkar, Vinstri grænum og ályktunum sem þar voru. Svo er hægt að horfa til margra missera óróleika hjá Sjálfstæðisflokknum. Sem hefur gert samskiptin órólegri.“ Ákvörðun Bjarna kom flatt uppá Sigurð Heimir innti Sigurð eftir því hvort það væri þá svo að ekki væri einungis hægt að skrifa sundurlyndi ríkisstjórnarinnar einvörðungu á Vinstri græn? Sigurður sagði að svo væri, algjörlega. „Það hefur verið erfitt á köflum að ná málamiðlunum en það er nú það sem stjórnmál ganga jú út á. Það verður ekki gert í lýðræði þar sem eru samsteypustjórnir,“ sagði Sigurður Ingi og prísaði sig jafnframt sælan yfir því að Íslendingar byggju ekki við einræði. Sigurður Ingi sagði formlega stjórnarandstöðu á þinginu lélega, stjórnarliðar sáu alveg um hana sjálfir.vísir/vilhelm Seinna í samtalinu barst talið að því hvernig samstarfinu var slitið, þá einhliða af Bjarna, sem Sigurður sagði óheppilegt. „Ekki síst því við áttum ágætis fund deginum áður og mitt mat var eftir þann fund að það væri hægt að leiða í jörð ágreining um til dæmis útlendingamál.“ Sáu sjálfir um stjórnarandstöðuna Sigurður nefndi einnig að ríkisstjórninni hafi tekist að rjúfa kyrrstöðu í orkumálum sem hafði ríkt til þess tíma. En lengra varð ekki komist. „Það kallaði á vilja til samstarfs, málamiðlana og það þarf ekki neinn geimvísindamann til að átta sig á að það hefur ekki verið vilji Sjálfstæðisflokksins lengi og ályktanir á landsfundi Vg hjálpaði augljóslega ekki til heldur.“ Sigurður sagði það óheppilegt hvernig staðið var að stjórnarslitunum.vísir/vilhelm Sigurður sagði það hafa legið lengi fyrir, og þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi ritað greinar sem gengu gegn stjórnarsamþykktum, að þeim sé ekki tamt að tala eins og málamiðlanir séu nauðsynlegar. „Stjórnarandstaðan var veik en við sáum algjörlega um þann þátt sjálfir.“ Samtalið var í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14:00. Það verður síðan sýnt í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld að loknum fréttum og Íslandi í dag. Samtalið Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Sjá meira
En þeir hafa vissulega verið ævintýralegir dagarnir sem nú eru að baki og ræddu þeir Heimir Már og formaður Framsóknarflokksins nokkuð um hvort Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hafi staðið rétt að stjórnarslitunum. Heimir spurði Sigurð, og nefndi að til væri fræg skáldsaga sem héti Frásögn um margboðað morð eftir Gabriel Garcia Marquez, hvort þarna mætti greina frásögnina um Margboðað sjálfsmorð? „Í fjölmiðlaheimi verið þar lengi. það er rétt þar hefur verið órói ekki síst í samstarfsflokki okkar, Vinstri grænum og ályktunum sem þar voru. Svo er hægt að horfa til margra missera óróleika hjá Sjálfstæðisflokknum. Sem hefur gert samskiptin órólegri.“ Ákvörðun Bjarna kom flatt uppá Sigurð Heimir innti Sigurð eftir því hvort það væri þá svo að ekki væri einungis hægt að skrifa sundurlyndi ríkisstjórnarinnar einvörðungu á Vinstri græn? Sigurður sagði að svo væri, algjörlega. „Það hefur verið erfitt á köflum að ná málamiðlunum en það er nú það sem stjórnmál ganga jú út á. Það verður ekki gert í lýðræði þar sem eru samsteypustjórnir,“ sagði Sigurður Ingi og prísaði sig jafnframt sælan yfir því að Íslendingar byggju ekki við einræði. Sigurður Ingi sagði formlega stjórnarandstöðu á þinginu lélega, stjórnarliðar sáu alveg um hana sjálfir.vísir/vilhelm Seinna í samtalinu barst talið að því hvernig samstarfinu var slitið, þá einhliða af Bjarna, sem Sigurður sagði óheppilegt. „Ekki síst því við áttum ágætis fund deginum áður og mitt mat var eftir þann fund að það væri hægt að leiða í jörð ágreining um til dæmis útlendingamál.“ Sáu sjálfir um stjórnarandstöðuna Sigurður nefndi einnig að ríkisstjórninni hafi tekist að rjúfa kyrrstöðu í orkumálum sem hafði ríkt til þess tíma. En lengra varð ekki komist. „Það kallaði á vilja til samstarfs, málamiðlana og það þarf ekki neinn geimvísindamann til að átta sig á að það hefur ekki verið vilji Sjálfstæðisflokksins lengi og ályktanir á landsfundi Vg hjálpaði augljóslega ekki til heldur.“ Sigurður sagði það óheppilegt hvernig staðið var að stjórnarslitunum.vísir/vilhelm Sigurður sagði það hafa legið lengi fyrir, og þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi ritað greinar sem gengu gegn stjórnarsamþykktum, að þeim sé ekki tamt að tala eins og málamiðlanir séu nauðsynlegar. „Stjórnarandstaðan var veik en við sáum algjörlega um þann þátt sjálfir.“ Samtalið var í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14:00. Það verður síðan sýnt í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld að loknum fréttum og Íslandi í dag.
Samtalið Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Sjá meira