„Bullandi stífir í því að halda uppi þessu afneitunarhagkerfi sem við búum í“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. október 2024 10:32 Sigmar hefur trú á Viðreisn. Alþingismaðurinn Sigmar Guðmundsson segist hafa almennt áhyggjur af stöðu mála og vill ráðherrastól í framtíðinni. Hann vill sjá krónuna hverfa og aukin úrræði fyrir fíkla. Sindri Sindrason leit við hjá Simma í morgunkaffi í Íslandi í dag en hann situr á þingi fyrir Viðreisn og eru kosningar framundan strax í næsta mánuði. „Það er skrýtið þegar maður vinnur við það í tvo áratugi að passa að allir viti ekki skoðanir sínar en fara svo allt í einu að vera rosalega vókal með það. Það var alveg smá æfing,“ segir Sigmar og talið berst því næst að Viðreisn. „Við erum eini flokkurinn sem vill laga þessa endalausu kerfisvillu og losa okkur við þennan handónýta gjaldmiðil sem við erum að borga fyrir núna með háum vöxtum og verðbólgu. Það er auðvitað stórt mál sem hríslast út um allt samfélagið og skilur okkur mjög frá öðrum flokkum.“ Hann segir að ástandið í efnahagsmálum hér á landi í dag verði þess valdandi að flokknum muni vegna vel í vetur og í komandi kosningum. Hann segist vera skotinn í þeirri hugmynd að mynda stjórn í kringum miðjuna. „Það gæti þýtt Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og Viðreisn. Svo veit maður ekki hvernig fer og maður gæti þurft að teygja sig í aðra flokka. Ég ætla ekki að læsa mig í þessum tveimur flokkum,“ segir Sigmar en þess má geta að viðtalið við Sigmar var tekið áður en ljóst var að ríkisstjórnin væri sprungin og kosningar til Alþingis færu fram 30. nóvember næstkomandi. „Við erum í raun til í að vinna með öllum og ég veit að þetta er hundleiðinlegt svar en þetta er veruleikinn. Við ættum auðvitað erfitt með að vinna með Miðflokknum, Flokki Fólksins og í raun Sjálfstæðisflokknum líka, því þessir flokkar eru svo bullandi stífir í því að halda uppi þessu afneitunarhagkerfi sem við búum í.“ Ísland í dag Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
Hann vill sjá krónuna hverfa og aukin úrræði fyrir fíkla. Sindri Sindrason leit við hjá Simma í morgunkaffi í Íslandi í dag en hann situr á þingi fyrir Viðreisn og eru kosningar framundan strax í næsta mánuði. „Það er skrýtið þegar maður vinnur við það í tvo áratugi að passa að allir viti ekki skoðanir sínar en fara svo allt í einu að vera rosalega vókal með það. Það var alveg smá æfing,“ segir Sigmar og talið berst því næst að Viðreisn. „Við erum eini flokkurinn sem vill laga þessa endalausu kerfisvillu og losa okkur við þennan handónýta gjaldmiðil sem við erum að borga fyrir núna með háum vöxtum og verðbólgu. Það er auðvitað stórt mál sem hríslast út um allt samfélagið og skilur okkur mjög frá öðrum flokkum.“ Hann segir að ástandið í efnahagsmálum hér á landi í dag verði þess valdandi að flokknum muni vegna vel í vetur og í komandi kosningum. Hann segist vera skotinn í þeirri hugmynd að mynda stjórn í kringum miðjuna. „Það gæti þýtt Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og Viðreisn. Svo veit maður ekki hvernig fer og maður gæti þurft að teygja sig í aðra flokka. Ég ætla ekki að læsa mig í þessum tveimur flokkum,“ segir Sigmar en þess má geta að viðtalið við Sigmar var tekið áður en ljóst var að ríkisstjórnin væri sprungin og kosningar til Alþingis færu fram 30. nóvember næstkomandi. „Við erum í raun til í að vinna með öllum og ég veit að þetta er hundleiðinlegt svar en þetta er veruleikinn. Við ættum auðvitað erfitt með að vinna með Miðflokknum, Flokki Fólksins og í raun Sjálfstæðisflokknum líka, því þessir flokkar eru svo bullandi stífir í því að halda uppi þessu afneitunarhagkerfi sem við búum í.“
Ísland í dag Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira