„Tímapunkturinn finnst mér afleitur“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. október 2024 18:59 Guðmundur Ingi mun ekki sitja í starfsstjórninni fram að kosningum. Vísir/Vilhelm Varaformaður Vinstri grænna segir tíma Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokknum liðinn. Hann sakar forsætisráðherra um trúnaðarbrest með því að hafa fellt ríkisstjórnina án þess að tala við formenn hinna stjórnarflokkanna. Þess vegna verði ráðherrar Vinstri grænna ekki með í starfsstjórn. Halla Tómasdóttir forseti Íslands tilkynnti síðdegis í dag að hún hafi fallist á beiðni Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um þingrof. Þá bað hún fráfarandi ríkisstjórn að sitja áfram sem starfsstjórn. Í framhaldinu birti Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna Facebook-færslu þess efnis að ráðherrar flokksins muni ekki verða við beiðni Höllu um að sitja áfram í starfsstjórn. Ekki að bregðast skyldum sínum Svandís varð ekki við beiðni fréttastofu um viðtal vegna ákvörðunarinnar en Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna og fráfarandi félags- og vinnumarkaðsráðherra fór yfir málið í Kvöldfréttum. „Það var einfaldlega niðurstaða þingflokksins að tími okkar með Sjálfstæðisflokknum er liðinn. Og við munum því ekki taka sæti í þessari starfsstjórn,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segir flokkinn ekki vera að bregðast skyldum sínum með ákvörðuninni. „Það sem brást var að forsætisráðherra og Sjálfstæðisflokkurinn treystu sér ekki í áframhaldandi samstarf. Forsætisráðherra treysti sér ekki til að leiða mál til lykta. Það að þau hafi misst þrekið er eitthvað sem ég ber virðingu.“ Afleitur tími Fréttamaður bendir á að flokkurinn sé á ákveðnu hrapi og vísar í orð Ingu Sæland formanns Flokks fólksins í Pallborðinu í gær þegar hún sagði að VG verði líklega ekki lengur til eftir kosningar. Hann spyr hvort flokkurinn ætli að nýta þetta sem tækifæri næstu 45 daga til að einbeita sér að kosningabaráttunni. Og þannig kannski ekki vera að hugsa um hag almennings heldur hag Vinstri grænna? „Við höfum alltaf hag almennings að leiðarljósi í okkar störfum. Og það held ég að okkar seta í ríkisstjórn hafi sýnt á undanförnum sjö árum og núna fyrr á öldinni. Við höfum alltaf sett fólk í fyrirrúm frekar en fjármagn.“ Flokkurinn eigi góða sögu að segja af núliðnu kjörtímabili. „Búin að endurskoða örorkulífeyriskerfið sem var búið að bíða eftir í tíu, tuttugu ár, koma á Mannréttindastofnun og ganga frá mjög mikilvægum verkefnum í tenglum við kjarasamninga. Þannig að við förum mjög sátt frá borði.“ Hann virði ákvörðun hinna ráðherranna og þeir ákvörðun Vinstri grænna. Er ekki erfitt að verða ekki við beiðni forseta Íslands um að halda þessu gangandi? „Ísland heldur áfram að vera til og gangverkið mun halda áfram. Við erum fyrst og fremst með yfirlýsingu um það að tími okkar með Sjálfstæðisflokknum er liðinn og það eru skilaboðin okkar vegna þess trúnaðarbrests sem varð þegar forsætisráðherra tekur þá einhliða ákvörðun, án þess að tala við formenn hinna stjórnarflokkanna, um þetta meðan við töldum að það væri skynsamlegra að við myndum reyna að halda áfram. Einmitt fyrir fólkið í landinu og til að geta tekist saman á við brýn verkefni. Og tímapunkturinn finnst mér afleitur.“ Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira
Halla Tómasdóttir forseti Íslands tilkynnti síðdegis í dag að hún hafi fallist á beiðni Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um þingrof. Þá bað hún fráfarandi ríkisstjórn að sitja áfram sem starfsstjórn. Í framhaldinu birti Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna Facebook-færslu þess efnis að ráðherrar flokksins muni ekki verða við beiðni Höllu um að sitja áfram í starfsstjórn. Ekki að bregðast skyldum sínum Svandís varð ekki við beiðni fréttastofu um viðtal vegna ákvörðunarinnar en Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna og fráfarandi félags- og vinnumarkaðsráðherra fór yfir málið í Kvöldfréttum. „Það var einfaldlega niðurstaða þingflokksins að tími okkar með Sjálfstæðisflokknum er liðinn. Og við munum því ekki taka sæti í þessari starfsstjórn,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segir flokkinn ekki vera að bregðast skyldum sínum með ákvörðuninni. „Það sem brást var að forsætisráðherra og Sjálfstæðisflokkurinn treystu sér ekki í áframhaldandi samstarf. Forsætisráðherra treysti sér ekki til að leiða mál til lykta. Það að þau hafi misst þrekið er eitthvað sem ég ber virðingu.“ Afleitur tími Fréttamaður bendir á að flokkurinn sé á ákveðnu hrapi og vísar í orð Ingu Sæland formanns Flokks fólksins í Pallborðinu í gær þegar hún sagði að VG verði líklega ekki lengur til eftir kosningar. Hann spyr hvort flokkurinn ætli að nýta þetta sem tækifæri næstu 45 daga til að einbeita sér að kosningabaráttunni. Og þannig kannski ekki vera að hugsa um hag almennings heldur hag Vinstri grænna? „Við höfum alltaf hag almennings að leiðarljósi í okkar störfum. Og það held ég að okkar seta í ríkisstjórn hafi sýnt á undanförnum sjö árum og núna fyrr á öldinni. Við höfum alltaf sett fólk í fyrirrúm frekar en fjármagn.“ Flokkurinn eigi góða sögu að segja af núliðnu kjörtímabili. „Búin að endurskoða örorkulífeyriskerfið sem var búið að bíða eftir í tíu, tuttugu ár, koma á Mannréttindastofnun og ganga frá mjög mikilvægum verkefnum í tenglum við kjarasamninga. Þannig að við förum mjög sátt frá borði.“ Hann virði ákvörðun hinna ráðherranna og þeir ákvörðun Vinstri grænna. Er ekki erfitt að verða ekki við beiðni forseta Íslands um að halda þessu gangandi? „Ísland heldur áfram að vera til og gangverkið mun halda áfram. Við erum fyrst og fremst með yfirlýsingu um það að tími okkar með Sjálfstæðisflokknum er liðinn og það eru skilaboðin okkar vegna þess trúnaðarbrests sem varð þegar forsætisráðherra tekur þá einhliða ákvörðun, án þess að tala við formenn hinna stjórnarflokkanna, um þetta meðan við töldum að það væri skynsamlegra að við myndum reyna að halda áfram. Einmitt fyrir fólkið í landinu og til að geta tekist saman á við brýn verkefni. Og tímapunkturinn finnst mér afleitur.“
Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira