„Þokkaleg sátt“ um ný skilyrði fyrir íshellaferðum Kjartan Kjartansson skrifar 16. október 2024 07:02 Íshellir í Breiðamerkurjökli. Þeir myndast við leysingu á sumrin og verða aðgengilegir þegar henni lýkur seint á haustin. Undanfarin ár hafa ýmis ferðaþjónustufyrirtæki gert út á sumarferðir í það sem þau kalla íshella en eru í raun svelgir eða vatnsrásir. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs segir þokkalega sátt ríkja hjá ferðaþjónustufyrirtækjum um ný skilyrði sem voru sett fyrir íshellaferðum eftir banaslys á Breiðamerkurjökli í sumar. Ferðir eru meðal annars háðar daglegu hættumati. Hert öryggisákvæði um jöklaferðir er að finna í skilmálum nýrra samninga Vatnajökulsþjóðgarðs við ferðaþjónustufyrirtæki sem standa fyrir íshellaferðum. Samningar fyrirtækjanna runnu út í lok september en nú er lokahönd lögð á framlengingu þeirra út nóvember. Hellaferðirnar voru stöðvaðar tímabundið eftir að bandarískur karlmaður lést í ferð með fyrirtækinu Ice Pic Journeys þegar ís hrundi ofan á hann í svelg á Breiðamerkurjökli í ágúst. Rannsókn stendur enn yfir á dauða hans. Þá hefur þjóðgarðurinn kært fyrirtækið Niflheima til lögreglu fyrir það sem hann telur ólöglegar framkvæmdir í jöklinum. Niflheimar héldu við svelgnum þar sem ferðamaðurinn lést. Umfangsmikil björgunaraðgerð stóð yfir í hátt í sólarhring eftir slysið í Breiðamerkurjökli. Ferðaþjónustufyrirtækið sem stóð fyrir ferðinni hafði ekki yfirsýn yfir hversu margir voru í ferðinni og því var óttast að annar maður leyndist undir ís. Leitinni var hætt daginn eftir slysið þegar ljóst varð að einskis var saknað.Vísir/Vilhelm Skuldbinda sig til þess að fara ekki ef hellir er talinn ótryggur að morgni Samkvæmt nýju skilmálunum þurfa fyrirtækin meðal annars að tilefna reyndan yfirleiðsögumann til þess að taka þátt í matshópi sem gerir daglegt stöðumat á hverjum íshelli og yfirhangandi ísmyndunum eins og ísveggjum og svelgjum. Sé niðurstaða hópsins að aðstæður á tilteknum stað séu ekki öruggar eru fyrirtækin skuldbundin til þess að fara ekki þangað þann dag samkvæmt samningsdrögum sem fyrirtækin fengu send á dögunum. Fyrirtækin afsala sér rétti til þess að gera fjárkröfur á hendur þjóðgarðinum vegna aðgangstakmarkana. Þá er kveðið á um stofnun fagráðs sem á að hafa yfirumsjón með framkvæmd daglegs stöðumats matshópa á íshellum. Auk ferðaþjónustufyrirtækjanna á fagráðið að vera skipað fulltrúum þjóðgarðsins sem Samtök ferðaþjónustunnar og Ferðamálafélag Austur-Skaftafellssýslu (FASK) tilnefna og Félags íslenskra fjallaleiðsögumanna. Tekið verður gjald af fyrirtækjunum á grundvelli fjölda viðskiptavina til þess að fjármagna fagráðið. Samningsdrögin gera einnig ráð fyrir að fyrirtækin lofi að gera ekkert sem geti rýrt orðspr og trúverðugleika Vatnajökulsþjóðgarðs. Ingibjörg Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs.Stjórnarráðið Móta fyrirkomulagið svo sátt ríki Ingibjörg Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, segir við Vísi að ýmsar athugasemdir hafi borist við skilmálana og nú sé unnið úr þeim. Mögulega verði einhverjar breytingar gerðar á þeim í kjölfarið. „Það voru engin stór atriði. Það virðist vera þokkaleg sátt með þetta fyrirkomulag sem er verið að móta, fagráð og þetta daglega stöðumat. Við höfum verið að þróa það með rekstraraðilunum,“ segir Ingibjörg. Upphaflega stóð til að framlengja fyrri samninga við rekstraraðila um mánuð á meðan nýja fyrirkomulagið væri slípað til. Ákveðið var að gera framlenginguna til tveggja mánaða til þess að veita lengri tíma til þess. Ingibjörg segir að þegar sé unnið eftir nýja fyrirkomulaginu og það virðist ganga vel. Eftir eigi þó að koma kerfinu formlega á. „Það er samráð og íshellarnir eru metnir á hverjum degi af rekstraraðilunum sjálfum. Það er svona verið að móta þetta þannig að allir séu sammála um hvernig þetta er gert,“ segir hún. Vatnajökulsþjóðgarður Slys á Breiðamerkurjökli Ferðamennska á Íslandi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Halda íshellaferðum áfram þrátt fyrir að fá ekki leyfi Ferðaþjónustufyrirtækið Niflheimar heldur áfram íshellaferðum þrátt fyrir að leyfi fyrirtækisins verði ekki endurnýjað og það hafi verið kært fyrir ólöglegar framkvæmdir í Breiðamerkurjökli. Eigandi Niflheima segir ferðirnar farnar undir leyfi annarra fyrirtækja. 11. október 2024 11:22 Kæra ferðaþjónustufyrirtæki fyrir framkvæmdir í íshellum Vatnajökulsþjóðgarður hefur kært ferðaþjónustufyrirtækið Niflheima til lögreglu fyrir framkvæmdir í íshellum í garðinum. Fyrirtækið hélt meðal annars við svelg í Breiðamerkurjökli þar sem erlendur ferðamaður lést í sumar. 10. október 2024 14:33 Umhugsunarefni hve margir ferðamenn fái ekki að snúa aftur heim Talsmaður Landsbjargar segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða til þess að gera ferðamönnum betur grein fyrir þeim hættum sem víða leynast á Íslandi. Það sé of algengt að ferðamenn komi hingað en fái ekki að snúa heim til að segja ferðasöguna. 25. september 2024 19:50 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Hert öryggisákvæði um jöklaferðir er að finna í skilmálum nýrra samninga Vatnajökulsþjóðgarðs við ferðaþjónustufyrirtæki sem standa fyrir íshellaferðum. Samningar fyrirtækjanna runnu út í lok september en nú er lokahönd lögð á framlengingu þeirra út nóvember. Hellaferðirnar voru stöðvaðar tímabundið eftir að bandarískur karlmaður lést í ferð með fyrirtækinu Ice Pic Journeys þegar ís hrundi ofan á hann í svelg á Breiðamerkurjökli í ágúst. Rannsókn stendur enn yfir á dauða hans. Þá hefur þjóðgarðurinn kært fyrirtækið Niflheima til lögreglu fyrir það sem hann telur ólöglegar framkvæmdir í jöklinum. Niflheimar héldu við svelgnum þar sem ferðamaðurinn lést. Umfangsmikil björgunaraðgerð stóð yfir í hátt í sólarhring eftir slysið í Breiðamerkurjökli. Ferðaþjónustufyrirtækið sem stóð fyrir ferðinni hafði ekki yfirsýn yfir hversu margir voru í ferðinni og því var óttast að annar maður leyndist undir ís. Leitinni var hætt daginn eftir slysið þegar ljóst varð að einskis var saknað.Vísir/Vilhelm Skuldbinda sig til þess að fara ekki ef hellir er talinn ótryggur að morgni Samkvæmt nýju skilmálunum þurfa fyrirtækin meðal annars að tilefna reyndan yfirleiðsögumann til þess að taka þátt í matshópi sem gerir daglegt stöðumat á hverjum íshelli og yfirhangandi ísmyndunum eins og ísveggjum og svelgjum. Sé niðurstaða hópsins að aðstæður á tilteknum stað séu ekki öruggar eru fyrirtækin skuldbundin til þess að fara ekki þangað þann dag samkvæmt samningsdrögum sem fyrirtækin fengu send á dögunum. Fyrirtækin afsala sér rétti til þess að gera fjárkröfur á hendur þjóðgarðinum vegna aðgangstakmarkana. Þá er kveðið á um stofnun fagráðs sem á að hafa yfirumsjón með framkvæmd daglegs stöðumats matshópa á íshellum. Auk ferðaþjónustufyrirtækjanna á fagráðið að vera skipað fulltrúum þjóðgarðsins sem Samtök ferðaþjónustunnar og Ferðamálafélag Austur-Skaftafellssýslu (FASK) tilnefna og Félags íslenskra fjallaleiðsögumanna. Tekið verður gjald af fyrirtækjunum á grundvelli fjölda viðskiptavina til þess að fjármagna fagráðið. Samningsdrögin gera einnig ráð fyrir að fyrirtækin lofi að gera ekkert sem geti rýrt orðspr og trúverðugleika Vatnajökulsþjóðgarðs. Ingibjörg Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs.Stjórnarráðið Móta fyrirkomulagið svo sátt ríki Ingibjörg Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, segir við Vísi að ýmsar athugasemdir hafi borist við skilmálana og nú sé unnið úr þeim. Mögulega verði einhverjar breytingar gerðar á þeim í kjölfarið. „Það voru engin stór atriði. Það virðist vera þokkaleg sátt með þetta fyrirkomulag sem er verið að móta, fagráð og þetta daglega stöðumat. Við höfum verið að þróa það með rekstraraðilunum,“ segir Ingibjörg. Upphaflega stóð til að framlengja fyrri samninga við rekstraraðila um mánuð á meðan nýja fyrirkomulagið væri slípað til. Ákveðið var að gera framlenginguna til tveggja mánaða til þess að veita lengri tíma til þess. Ingibjörg segir að þegar sé unnið eftir nýja fyrirkomulaginu og það virðist ganga vel. Eftir eigi þó að koma kerfinu formlega á. „Það er samráð og íshellarnir eru metnir á hverjum degi af rekstraraðilunum sjálfum. Það er svona verið að móta þetta þannig að allir séu sammála um hvernig þetta er gert,“ segir hún.
Vatnajökulsþjóðgarður Slys á Breiðamerkurjökli Ferðamennska á Íslandi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Halda íshellaferðum áfram þrátt fyrir að fá ekki leyfi Ferðaþjónustufyrirtækið Niflheimar heldur áfram íshellaferðum þrátt fyrir að leyfi fyrirtækisins verði ekki endurnýjað og það hafi verið kært fyrir ólöglegar framkvæmdir í Breiðamerkurjökli. Eigandi Niflheima segir ferðirnar farnar undir leyfi annarra fyrirtækja. 11. október 2024 11:22 Kæra ferðaþjónustufyrirtæki fyrir framkvæmdir í íshellum Vatnajökulsþjóðgarður hefur kært ferðaþjónustufyrirtækið Niflheima til lögreglu fyrir framkvæmdir í íshellum í garðinum. Fyrirtækið hélt meðal annars við svelg í Breiðamerkurjökli þar sem erlendur ferðamaður lést í sumar. 10. október 2024 14:33 Umhugsunarefni hve margir ferðamenn fái ekki að snúa aftur heim Talsmaður Landsbjargar segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða til þess að gera ferðamönnum betur grein fyrir þeim hættum sem víða leynast á Íslandi. Það sé of algengt að ferðamenn komi hingað en fái ekki að snúa heim til að segja ferðasöguna. 25. september 2024 19:50 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Halda íshellaferðum áfram þrátt fyrir að fá ekki leyfi Ferðaþjónustufyrirtækið Niflheimar heldur áfram íshellaferðum þrátt fyrir að leyfi fyrirtækisins verði ekki endurnýjað og það hafi verið kært fyrir ólöglegar framkvæmdir í Breiðamerkurjökli. Eigandi Niflheima segir ferðirnar farnar undir leyfi annarra fyrirtækja. 11. október 2024 11:22
Kæra ferðaþjónustufyrirtæki fyrir framkvæmdir í íshellum Vatnajökulsþjóðgarður hefur kært ferðaþjónustufyrirtækið Niflheima til lögreglu fyrir framkvæmdir í íshellum í garðinum. Fyrirtækið hélt meðal annars við svelg í Breiðamerkurjökli þar sem erlendur ferðamaður lést í sumar. 10. október 2024 14:33
Umhugsunarefni hve margir ferðamenn fái ekki að snúa aftur heim Talsmaður Landsbjargar segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða til þess að gera ferðamönnum betur grein fyrir þeim hættum sem víða leynast á Íslandi. Það sé of algengt að ferðamenn komi hingað en fái ekki að snúa heim til að segja ferðasöguna. 25. september 2024 19:50