Gerir grein fyrir ákvörðun sinni síðar í vikunni Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2024 09:55 Halla Tómasdóttir ræddi við fréttamenn að loknum fundi hennar með Bjarna Benediktssyni á Bessastöðum í morgun. Vísir/Vilhelm Halla Tómasdóttir, forseti, segist ætla að ræða við formenn allra flokka sem eiga sæti á Alþingi áður en hún tekur afstöðu til óskar forsætisráðherra um þingrof. Hún ætlar að greina frá ákvörðun sinni seinna í vikunni. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, gekk á fund forseta í morgun til þess að óska eftir því að þing verði rofið og boðað verði til kosninga í lok nóvember. Að fundinum loknum sagði Halla að hún hefði átt samtöl við Bjarna undanfarna daga og við formenn hinna stjórnarflokkanna í gærkvöldi, eftir að Bjarni tilkynnti að hann ætlaði að slíta stjórnarsamstarfinu. „Ég hyggst nú gefa mér tíma til að ræða við formenn allra flokka sem eiga sæti á Alþingi,“ sagði Halla. Eftir það ætlaði hún sér að leggja mat á stöðu mála áður en hún tæki afstöðu til bónar Bjarna. Hún boðaði að hún gerði grein fyrir ákvörðun sinni síðar í vikunni. Halla gaf fréttamönnum ekki kost á að spyrja spurninga þar sem hún sagðist ekki hafa neinu við yfirlýsingu sína að bæta að sinni. Að fundinum loknum sendi forsetaembættið út yfirlýsingu þar sem fram kom dagskrá funda með leiðtogum stjórnarandstöðuflokkanna í dag. Kristrún Frostadóttir kemur á fund forseta kl. 10:30 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir kemur á fund forseta kl. 11:15 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kemur á fund forseta kl. 12:30 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir kemur á fund forseta kl. 16:45 Inga Sæland kemur á fund forseta kl. 16:00. Bjarni sagði fyrir fundinn að það hversu langan tíma það formsatriði að fá leyfi forseta fyrir þingrofi tæki hefði áhrif á hvort kosið yrði til Alþingis 23. nóvember eða 30. nóvember. Liggi ákvörðun forseta fyrir á morgun yrði kjördagur 23. nóvember en dragist það til miðvikudags yrði kosið viku síðar. Þá sagðist Bjarni gera ráð fyrir að forseti féllist á bón hans, annað yrði afar óvenjulegt. Forseti Íslands Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Halla Tómasdóttir Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Óvenjulegt ef forseti féllist ekki á ósk um þingrof Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, gerir ráð fyrir að Halla Tómasdóttir, forseti, verði við bón hans um þingrof og að það væri afar óvenjulegt ef hún gerði það ekki. Það hversu fljótt þing verði rofið hafi áhrif á kjördag. 14. október 2024 09:22 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, gekk á fund forseta í morgun til þess að óska eftir því að þing verði rofið og boðað verði til kosninga í lok nóvember. Að fundinum loknum sagði Halla að hún hefði átt samtöl við Bjarna undanfarna daga og við formenn hinna stjórnarflokkanna í gærkvöldi, eftir að Bjarni tilkynnti að hann ætlaði að slíta stjórnarsamstarfinu. „Ég hyggst nú gefa mér tíma til að ræða við formenn allra flokka sem eiga sæti á Alþingi,“ sagði Halla. Eftir það ætlaði hún sér að leggja mat á stöðu mála áður en hún tæki afstöðu til bónar Bjarna. Hún boðaði að hún gerði grein fyrir ákvörðun sinni síðar í vikunni. Halla gaf fréttamönnum ekki kost á að spyrja spurninga þar sem hún sagðist ekki hafa neinu við yfirlýsingu sína að bæta að sinni. Að fundinum loknum sendi forsetaembættið út yfirlýsingu þar sem fram kom dagskrá funda með leiðtogum stjórnarandstöðuflokkanna í dag. Kristrún Frostadóttir kemur á fund forseta kl. 10:30 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir kemur á fund forseta kl. 11:15 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kemur á fund forseta kl. 12:30 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir kemur á fund forseta kl. 16:45 Inga Sæland kemur á fund forseta kl. 16:00. Bjarni sagði fyrir fundinn að það hversu langan tíma það formsatriði að fá leyfi forseta fyrir þingrofi tæki hefði áhrif á hvort kosið yrði til Alþingis 23. nóvember eða 30. nóvember. Liggi ákvörðun forseta fyrir á morgun yrði kjördagur 23. nóvember en dragist það til miðvikudags yrði kosið viku síðar. Þá sagðist Bjarni gera ráð fyrir að forseti féllist á bón hans, annað yrði afar óvenjulegt.
Forseti Íslands Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Halla Tómasdóttir Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Óvenjulegt ef forseti féllist ekki á ósk um þingrof Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, gerir ráð fyrir að Halla Tómasdóttir, forseti, verði við bón hans um þingrof og að það væri afar óvenjulegt ef hún gerði það ekki. Það hversu fljótt þing verði rofið hafi áhrif á kjördag. 14. október 2024 09:22 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira
Óvenjulegt ef forseti féllist ekki á ósk um þingrof Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, gerir ráð fyrir að Halla Tómasdóttir, forseti, verði við bón hans um þingrof og að það væri afar óvenjulegt ef hún gerði það ekki. Það hversu fljótt þing verði rofið hafi áhrif á kjördag. 14. október 2024 09:22