Hætt að hugsa um það sem liðið er og horfa fram á við Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. október 2024 22:43 Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, ásamt Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni flokksins. Vísir/Vilhelm Þingflokksfundi Framsóknarflokksins lauk rétt fyrir klukkan tíu í kvöld. Þar komu þingmenn Framsóknar saman og ræddu óvæntar vendingar dagsins og næstu skref í ljósi þess að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tilkynnti í dag að stjórnarsamstarfinu yrði slitið. Þetta staðfestir Ingibjörg Ólöf Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, í samtali við Vísi. Hún segir að nú sé tími til að horfa fram á veginn. Forsætisráðherra tilkynnti á blaðamannafundi í dag að boðað yrði til kosninga í nóvember. Bjarni fundar með Höllu Tómasdóttur forseta klukkan níu í fyrramálið og mun leggja fyrir hana tillögu um þingrof. „Við vorum bara að ræða stöðuna sem kom upp í dag og vendingar síðustu klukkustunda. Við vorum að ná utan um það og framhaldið í kjölfarið,“ segir Ingibjörg. Hún tekur fram að ákvörðunin hafi komið öllum á óvart. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins tekur undir orð Ingibjargar í samtali við Vísi og ítrekar að Framsóknarflokkurinn muni leggja allt sitt undir svo að mikilvæg verkefni verði kláruð áður en blásið verður til kosninga í nóvember. „Það sem ég hef áhyggjur af þegar það eru fjölmörg verkefni sem á eftir að klára, kallar það á gríðarlega samvinnu inn á þingi,“ sagði hann og harmar að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki treyst sér til að ljúka verkefnunum og nefnir sem dæmi efnahagsmálin. Formennirnir ræddu saman í gær „Þetta kom okkur á óvörum sérstaklega í ljósi þess að formennirnir ræddu saman í gær. Við vildum ljúka mikilvægum verkefnum á skynsamlegan hátt áður en boðað yrði til kosninga.“ Stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna samþykkti ályktun í dag þar sem sagði að ungu Framsóknarfólki blöskri ákvörðun forsætisráðherra og að um heigulshátt væri að ræða. Spurð hvernig þessi orð blasa við þingmönnum Framsóknarflokksins segir Ingibjörg: „Stjórnin hefur frjálsar hendur til að koma með sýnar ályktanir og koma sinni sýn á framfæri. Eins og þetta blasir við okkur núna hafa þessir þrír flokkar verið í samstarfi, við höfum verið að vinna eftir stjórnarsáttmála og það er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn treystir sér ekki til að ljúka verkefninu.“ Alltaf reiðubúin í kosningar Hún tekur fram að Framsóknarflokkurinn sé alltaf reiðubúinn í kosningar. „Núna er kominn tími til þess að hætta hugsa um það sem liðið er og horfa fram á við. Við erum búin að vinna góða vinna á þessu kjörtímabili. Við höfum skilað góðu verki að okkar mati. Nú er næsta verkefni kosningarnar.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingi Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Bjarni hafi ákveðið „að henda inn handklæðinu” Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir ákvörðun forsætisráðherra um að óska eftir þingrofi og boða kosningar hafa komið nokkuð á óvart. Sjálfstæðisflokkurinn hafi „kastað inn handklæðinu“ þótt hann telji sjálfur að stjórnarflokkarnir hefðu getað náð saman um mikilvæg mál til að halda áfram samstarfi. Þetta sagði Sigurður Ingi í kvöldfréttum Rúv. 13. október 2024 19:48 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira
Þetta staðfestir Ingibjörg Ólöf Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, í samtali við Vísi. Hún segir að nú sé tími til að horfa fram á veginn. Forsætisráðherra tilkynnti á blaðamannafundi í dag að boðað yrði til kosninga í nóvember. Bjarni fundar með Höllu Tómasdóttur forseta klukkan níu í fyrramálið og mun leggja fyrir hana tillögu um þingrof. „Við vorum bara að ræða stöðuna sem kom upp í dag og vendingar síðustu klukkustunda. Við vorum að ná utan um það og framhaldið í kjölfarið,“ segir Ingibjörg. Hún tekur fram að ákvörðunin hafi komið öllum á óvart. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins tekur undir orð Ingibjargar í samtali við Vísi og ítrekar að Framsóknarflokkurinn muni leggja allt sitt undir svo að mikilvæg verkefni verði kláruð áður en blásið verður til kosninga í nóvember. „Það sem ég hef áhyggjur af þegar það eru fjölmörg verkefni sem á eftir að klára, kallar það á gríðarlega samvinnu inn á þingi,“ sagði hann og harmar að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki treyst sér til að ljúka verkefnunum og nefnir sem dæmi efnahagsmálin. Formennirnir ræddu saman í gær „Þetta kom okkur á óvörum sérstaklega í ljósi þess að formennirnir ræddu saman í gær. Við vildum ljúka mikilvægum verkefnum á skynsamlegan hátt áður en boðað yrði til kosninga.“ Stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna samþykkti ályktun í dag þar sem sagði að ungu Framsóknarfólki blöskri ákvörðun forsætisráðherra og að um heigulshátt væri að ræða. Spurð hvernig þessi orð blasa við þingmönnum Framsóknarflokksins segir Ingibjörg: „Stjórnin hefur frjálsar hendur til að koma með sýnar ályktanir og koma sinni sýn á framfæri. Eins og þetta blasir við okkur núna hafa þessir þrír flokkar verið í samstarfi, við höfum verið að vinna eftir stjórnarsáttmála og það er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn treystir sér ekki til að ljúka verkefninu.“ Alltaf reiðubúin í kosningar Hún tekur fram að Framsóknarflokkurinn sé alltaf reiðubúinn í kosningar. „Núna er kominn tími til þess að hætta hugsa um það sem liðið er og horfa fram á við. Við erum búin að vinna góða vinna á þessu kjörtímabili. Við höfum skilað góðu verki að okkar mati. Nú er næsta verkefni kosningarnar.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingi Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Bjarni hafi ákveðið „að henda inn handklæðinu” Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir ákvörðun forsætisráðherra um að óska eftir þingrofi og boða kosningar hafa komið nokkuð á óvart. Sjálfstæðisflokkurinn hafi „kastað inn handklæðinu“ þótt hann telji sjálfur að stjórnarflokkarnir hefðu getað náð saman um mikilvæg mál til að halda áfram samstarfi. Þetta sagði Sigurður Ingi í kvöldfréttum Rúv. 13. október 2024 19:48 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira
Bjarni hafi ákveðið „að henda inn handklæðinu” Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir ákvörðun forsætisráðherra um að óska eftir þingrofi og boða kosningar hafa komið nokkuð á óvart. Sjálfstæðisflokkurinn hafi „kastað inn handklæðinu“ þótt hann telji sjálfur að stjórnarflokkarnir hefðu getað náð saman um mikilvæg mál til að halda áfram samstarfi. Þetta sagði Sigurður Ingi í kvöldfréttum Rúv. 13. október 2024 19:48