Ótrúleg tilviljun er Stefán brenndi fánann Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. október 2024 21:20 Stefán Einar Stefánsson, siðfræðingur og fjölmiðlamaður, og fáninn sem hann brenndi í dag. Vilhelm/Skjáskot Stefán Einar Stefánsson, siðfræðingur og fjölmiðlamaður, segir ótrúlega tilviljun hafa átt sér stað þegar hann var að brenna gamlan og ónýtan íslenskan fána í dag. Þegar hann stóð yfir fánanum sem var þá í ljósum logum bárust þær fréttir að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hafi boðað til blaðamannafundar og að ríkisstjórnin væri sprungin. „Ég var hér með konunni minni að taka til í bílskúrnum og þar var gamall íslenskur fáni úr dánarbúi föður míns, sem var mikill fánaáhugamaður, sem ég er reyndar líka. Ég ákvað þá að farga honum. Ég stóð í þessu þegar að tíðindi bárust að það væri búið að boða til blaðamannafundar. Þetta er kannski táknrænt,“ segir Stefán kíminn. Forsætisráðherra tilkynnti í dag að stjórnarsamstarfinu yrði slitið og boðað yrði til kosninga í nóvember. Bjarni fundar með Höllu Tómasdóttur forseta klukkan níu í fyrramálið og mun leggja fyrir hana tillögu um þingrof. „Eldforn aðferð“ Rétt er að geta að samkvæmt lögum um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið og reglum um vernd íslenska fánans má ekki nota fána sem er skemmdur, óhreinn eða trosnaður. Sé ekki unnt að lagfæra slíkan fána skal hann ónýttur með því að brenna hann. „Þetta er eldforn aðferð við það að farga fána. Ég á æskuminningar frá því þegar að pabbi gerði þetta líka, hann flaggaði mikið. Í sjálfu sér er þetta mikil virðingarathöfn við fánann að honum skuli ekki fargað með öðrum hætti. Hann er ekki settur í textíl eða endurvinnslu. Hann er brenndur því hann hefur lokið hlutverki sínu.“ Fáninn í ljósum logum á Instagram síðu Stefáns.Skjáskot „Óþarfa prjál“ að flagga á afmælisdegi forsetans Stefán kveðst mikil áhugamaður um fána og segist flagga oft og reglulega. Núna síðast í gær flaggaði hann ítalska fánanum fyrir utan heimili sitt í tilefni Kólumbusardagsins en Kristófer Kólumbus nam land í Bahamas-eyjunum þann 12. október 1492. „ Ég flagga alltaf Úkraínufánanum alla jafna. Nú er hann orðinn slitinn þannig nú þarf ég að panta nýjan. Þá geri ég ráð fyrir að maður beiti sömu aðferð á erlenda þjóðfána eins og þann íslenska. Svo hef ég haldið því fram lengi að það eigi að breyta fánalögunum. Ég flagga alltaf á fánadögunum sem eru samkvæmt forsetaúrskurði. Mér finnst það óþarfa prjál að það þurfi að flagga á afmælisdegi forsetans. Við erum ekki konungsríki og við kjósum ekki forseta og veltum fyrir okkur hvenær hann kom í heiminn, kannski 50 til 60 árum fyrr.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Forseti Íslands Íslenski fáninn Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Glæsilegt raðhús Maríu Paz til sölu Lífið Fleiri fréttir Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Sjá meira
„Ég var hér með konunni minni að taka til í bílskúrnum og þar var gamall íslenskur fáni úr dánarbúi föður míns, sem var mikill fánaáhugamaður, sem ég er reyndar líka. Ég ákvað þá að farga honum. Ég stóð í þessu þegar að tíðindi bárust að það væri búið að boða til blaðamannafundar. Þetta er kannski táknrænt,“ segir Stefán kíminn. Forsætisráðherra tilkynnti í dag að stjórnarsamstarfinu yrði slitið og boðað yrði til kosninga í nóvember. Bjarni fundar með Höllu Tómasdóttur forseta klukkan níu í fyrramálið og mun leggja fyrir hana tillögu um þingrof. „Eldforn aðferð“ Rétt er að geta að samkvæmt lögum um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið og reglum um vernd íslenska fánans má ekki nota fána sem er skemmdur, óhreinn eða trosnaður. Sé ekki unnt að lagfæra slíkan fána skal hann ónýttur með því að brenna hann. „Þetta er eldforn aðferð við það að farga fána. Ég á æskuminningar frá því þegar að pabbi gerði þetta líka, hann flaggaði mikið. Í sjálfu sér er þetta mikil virðingarathöfn við fánann að honum skuli ekki fargað með öðrum hætti. Hann er ekki settur í textíl eða endurvinnslu. Hann er brenndur því hann hefur lokið hlutverki sínu.“ Fáninn í ljósum logum á Instagram síðu Stefáns.Skjáskot „Óþarfa prjál“ að flagga á afmælisdegi forsetans Stefán kveðst mikil áhugamaður um fána og segist flagga oft og reglulega. Núna síðast í gær flaggaði hann ítalska fánanum fyrir utan heimili sitt í tilefni Kólumbusardagsins en Kristófer Kólumbus nam land í Bahamas-eyjunum þann 12. október 1492. „ Ég flagga alltaf Úkraínufánanum alla jafna. Nú er hann orðinn slitinn þannig nú þarf ég að panta nýjan. Þá geri ég ráð fyrir að maður beiti sömu aðferð á erlenda þjóðfána eins og þann íslenska. Svo hef ég haldið því fram lengi að það eigi að breyta fánalögunum. Ég flagga alltaf á fánadögunum sem eru samkvæmt forsetaúrskurði. Mér finnst það óþarfa prjál að það þurfi að flagga á afmælisdegi forsetans. Við erum ekki konungsríki og við kjósum ekki forseta og veltum fyrir okkur hvenær hann kom í heiminn, kannski 50 til 60 árum fyrr.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Forseti Íslands Íslenski fáninn Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Glæsilegt raðhús Maríu Paz til sölu Lífið Fleiri fréttir Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Sjá meira