Kæra ferðaþjónustufyrirtæki fyrir framkvæmdir í íshellum Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2024 14:33 Ingibjörg Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, segir allar framkvæmdir sem búa til aðgengi á jöklum þar sem það var ekki fyrir séu ólöglegar. Banaslys varð í íshellaferð Ice Pic Journeys á Breiðamerkurjökli í sumar. Vísir/Vilhelm Vatnajökulsþjóðgarður hefur kært ferðaþjónustufyrirtækið Niflheima til lögreglu fyrir framkvæmdir í íshellum í garðinum. Fyrirtækið hélt meðal annars við svelg í Breiðamerkurjökli þar sem erlendur ferðamaður lést í sumar. Þetta staðfestir Ingibjörg Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs. Mbl.is sagði fyrst frá kærunni og að Niflheimar fengju ekki endurnýjað leyfi fyrir íshellaferðum í Breiðamerkurjökul. Öll leyfi til íshellaferða runnu út í september. Auk Niflheima fær Ice Pic Journeys leyfi sitt til íshellaferða ekki endurnýjað á meðan lögreglurannsókn á banaslysinu er enn í gangi, að sögn Ingibjargar. Ferðamaðurinn sem lést var í ferð á vegum Ice Pic Journeys þegar ís hrundi ofan á hann og konu hans sem var með barni. Konan slasaðist en komst lífs af. Ingibjörg segir þjóðgarðinn telja það að búa til nýjan íshelli eða ráðast í stórfelldar framkvæmdir á þeim varða við lög um Vatnajökulsþjóðgarð, náttúrunverndarlög og stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins. „Allt sem snýr að því að búa til aðgengi sem er ekki til staðar fyrir, við teljum það óheimilt,“ segir Ingibjörg. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að rannsókninni á banaslysinu á Breiðamerkurjökli miði vel. Enginn sé með stöðu sakbornings í henni og hún beinist ekki að því að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. Eftir eigi þó að fara yfir málið hjá ákærusviði lögreglunnar. Ekki liggur fyrir hvenær það gæti orðið en Sveinn Kristjáns vonast til þess að það geti orðið fljótlega. Ekki kunnugt um að Niflheimar hafi óskað eftir leyfi Birgi Þór Júlíussyni, einum eigenda Niflheima, og Steinunni Hödd Harðardóttur, þjóðgarðsverði í Vatnajökulsþjóðgarði, bar ekki saman í frétt mbl um hvort að fyrirtækið hefði óskað eftir leyfi til þess að nota gasbrennara til þess að bæta aðgengi að svelgnum í jöklinum sem var markaðssettur sem íshellir. Birgir Þór sagðist hafa fengið munnlegt leyfi en Steinunn sagði vel geta verið að leyfi hefði verið veitt fyrir aðgengisvinnu en að hún myndi ekki eftir samskiptum um gasbrennara. Ingibjörg framkvæmdastjóri segir við Vísi að henni sé ekki kunnugt um að Niflheimar hafi óskað eftir leyfi fyrir þeim framkvæmdum sem kæran snýst um. Þjóðgarðurinn hafi ítrekað það við ferðaþjónustufyrirtækin að leyfi þurfi fyrir öllum framkvæmdum í jöklinum. „Okkar afstaða er alveg skýr með það. Ef að menn vilja fara í einhverja aðgengisvinnu sem snýr að því að höggva kannski einhver þrep eða eitthvað svoleiðis verða þeir að óska eftir því og bera það undir okkur. Við erum að búa til ferli fyrir það.“ Slys á Breiðamerkurjökli Vatnajökulsþjóðgarður Ferðaþjónusta Lögreglumál Öryggi á ferðamannastöðum Tengdar fréttir Umhugsunarefni hve margir ferðamenn fái ekki að snúa aftur heim Talsmaður Landsbjargar segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða til þess að gera ferðamönnum betur grein fyrir þeim hættum sem víða leynast á Íslandi. Það sé of algengt að ferðamenn komi hingað en fái ekki að snúa heim til að segja ferðasöguna. 25. september 2024 19:50 Ljóst að banaslysið muni hafa afleiðingar Framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækis telur að boðið verði upp á íshellaferðir í Breiðamerkurjökli á ný þrátt fyrir banaslysið sem þar varð í ágúst. Vatnajökulsþjóðgarður vinnur að aðgerðum til að tryggja öryggi. 6. september 2024 13:31 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Sjá meira
Þetta staðfestir Ingibjörg Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs. Mbl.is sagði fyrst frá kærunni og að Niflheimar fengju ekki endurnýjað leyfi fyrir íshellaferðum í Breiðamerkurjökul. Öll leyfi til íshellaferða runnu út í september. Auk Niflheima fær Ice Pic Journeys leyfi sitt til íshellaferða ekki endurnýjað á meðan lögreglurannsókn á banaslysinu er enn í gangi, að sögn Ingibjargar. Ferðamaðurinn sem lést var í ferð á vegum Ice Pic Journeys þegar ís hrundi ofan á hann og konu hans sem var með barni. Konan slasaðist en komst lífs af. Ingibjörg segir þjóðgarðinn telja það að búa til nýjan íshelli eða ráðast í stórfelldar framkvæmdir á þeim varða við lög um Vatnajökulsþjóðgarð, náttúrunverndarlög og stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins. „Allt sem snýr að því að búa til aðgengi sem er ekki til staðar fyrir, við teljum það óheimilt,“ segir Ingibjörg. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að rannsókninni á banaslysinu á Breiðamerkurjökli miði vel. Enginn sé með stöðu sakbornings í henni og hún beinist ekki að því að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. Eftir eigi þó að fara yfir málið hjá ákærusviði lögreglunnar. Ekki liggur fyrir hvenær það gæti orðið en Sveinn Kristjáns vonast til þess að það geti orðið fljótlega. Ekki kunnugt um að Niflheimar hafi óskað eftir leyfi Birgi Þór Júlíussyni, einum eigenda Niflheima, og Steinunni Hödd Harðardóttur, þjóðgarðsverði í Vatnajökulsþjóðgarði, bar ekki saman í frétt mbl um hvort að fyrirtækið hefði óskað eftir leyfi til þess að nota gasbrennara til þess að bæta aðgengi að svelgnum í jöklinum sem var markaðssettur sem íshellir. Birgir Þór sagðist hafa fengið munnlegt leyfi en Steinunn sagði vel geta verið að leyfi hefði verið veitt fyrir aðgengisvinnu en að hún myndi ekki eftir samskiptum um gasbrennara. Ingibjörg framkvæmdastjóri segir við Vísi að henni sé ekki kunnugt um að Niflheimar hafi óskað eftir leyfi fyrir þeim framkvæmdum sem kæran snýst um. Þjóðgarðurinn hafi ítrekað það við ferðaþjónustufyrirtækin að leyfi þurfi fyrir öllum framkvæmdum í jöklinum. „Okkar afstaða er alveg skýr með það. Ef að menn vilja fara í einhverja aðgengisvinnu sem snýr að því að höggva kannski einhver þrep eða eitthvað svoleiðis verða þeir að óska eftir því og bera það undir okkur. Við erum að búa til ferli fyrir það.“
Slys á Breiðamerkurjökli Vatnajökulsþjóðgarður Ferðaþjónusta Lögreglumál Öryggi á ferðamannastöðum Tengdar fréttir Umhugsunarefni hve margir ferðamenn fái ekki að snúa aftur heim Talsmaður Landsbjargar segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða til þess að gera ferðamönnum betur grein fyrir þeim hættum sem víða leynast á Íslandi. Það sé of algengt að ferðamenn komi hingað en fái ekki að snúa heim til að segja ferðasöguna. 25. september 2024 19:50 Ljóst að banaslysið muni hafa afleiðingar Framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækis telur að boðið verði upp á íshellaferðir í Breiðamerkurjökli á ný þrátt fyrir banaslysið sem þar varð í ágúst. Vatnajökulsþjóðgarður vinnur að aðgerðum til að tryggja öryggi. 6. september 2024 13:31 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Sjá meira
Umhugsunarefni hve margir ferðamenn fái ekki að snúa aftur heim Talsmaður Landsbjargar segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða til þess að gera ferðamönnum betur grein fyrir þeim hættum sem víða leynast á Íslandi. Það sé of algengt að ferðamenn komi hingað en fái ekki að snúa heim til að segja ferðasöguna. 25. september 2024 19:50
Ljóst að banaslysið muni hafa afleiðingar Framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækis telur að boðið verði upp á íshellaferðir í Breiðamerkurjökli á ný þrátt fyrir banaslysið sem þar varð í ágúst. Vatnajökulsþjóðgarður vinnur að aðgerðum til að tryggja öryggi. 6. september 2024 13:31
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent