Þú finnur Íslendinga út um allan heim í fluginu Kristján Már Unnarsson skrifar 10. október 2024 10:50 Baldvin Már Hermannsson, forstjóri Air Atlanta. Sigurjón Ólason „Þetta er dálítið magnað hvað þú rekst á Íslendinga víða í þessum alþjóðlega flugrekstri. Þeir eru eiginlega út um allt. Þú rekst á Íslendinga ótrúlega víða,“ segir Baldvin Már Hermannsson, forstjóri Air Atlanta. Hann er í hópi viðmælenda í sjötta þætti Flugþjóðarinnar á Stöð 2 sem ber yfirskriftina Fólkið í fluginu. Þar rýnum við í flugáhugann á Íslandi, spyrjum hversvegna Íslendingar urðu flugþjóð og heyrum mergjaðar flugsögur. Hér má sjö mínútna myndskeið úr þættinum: „Við höfum náttúrlega verið mjög ævintýragjarnir. Við höfum verið að fljúga fyrir hina og þessa út um allan heim. Og íslenskt starfsfólk er bara duglegt fólk,“ segir Kristinn Halldórsson flugvélaverkfræðingur, sonur Halldórs Sigurjónssonar, fyrsta flugvirkja Loftleiða. Kristinn Halldórsson flugvélaverkfræðingur starfaði lengst af hjá Icelandair/Flugleiðum og þar áður hjá Cargolux. Hann varðveitir flugmyndasafn föður síns, Halldórs Sigurjónssonar, fyrsta flugvirkja Loftleiða.Egill Aðalsteinsson „Það er gríðarleg þekking og sérhæfing á flugi hérna heima. Ég efast um að það séu mörg lönd þar sem þú ert með fleiri flugvélar skráðar. Ef við tölum um þessa frægu höfðatölu þá efast ég um að það séu fleiri flugvélar víða heldur en hér heima. Og þú finnur Íslendinga eiginlega út um allt. Og orðsporið á þeim, sem líka bara hjálpar okkur, orðsporið er gott. Við erum lausnamiðaðir, við erum harðduglegir, og þetta hefur bara skilað okkur ansi vel áfram í gegnum tíðina,“ segir Baldvin Már. Guðlaugur Ingi Sigurðsson, flugstjóri hjá Air Atlanta, flýgur júmbó-þotum um allan heim.Egill Aðalsteinsson Þegar við spyrjum hversvegna Íslendingar urðu svona öflug flugþjóð er skýring flestra: Við búum á afskekktri eyju í norðanverðu Atlantshafi fjarri öðrum löndum. En fleira þurfti til: Útrásarþrá, ævintýragirni, hugrekki, sjálfsbjargarviðleitni og frumkvöðlaeðli eru þættir sem einnig eru nefndir. Rafn Þór Rafnsson, yfirflugvirki hjá Air Atlanta, er dæmi um Íslendinga í fluginu sem starfa erlendis. Hann stýrir viðhaldsstöð félagsins á flugvellinum í Jedda í Sádí-Arabíu.Egill Aðalsteinsson Þátturinn verður endursýndur á Stöð 2 næstkomandi sunnudag, 13. október, klukkan 17:00. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvar og hvenær sem er. Hér má sjá kynningarstiklu fyrir þáttaröðina: Flugþjóðin Fréttir af flugi Air Atlanta Icelandair Play WOW Air Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Tengdar fréttir Flugfreyjurnar segjast eiga sinn þátt í flugævintýrinu Fyrrverandi flugfreyjur, sem voru fyrsta kynslóðin sem gerðu starfið að ævistarfi, segjast ekki síður en karlarnir hafa átt þátt í að skapa íslenska flugævintýrið. Í þættinum Flugþjóðin er rætt við fjölda núverandi og fyrrverandi starfsmanna úr fluggeiranum. 8. október 2024 10:55 Íslensk flugáhöfn horfði á ljónaárás rétt við hótelið Flugáhöfn Air Atlanta á hringferð um Afríku upplifði það að sjá ljón tvívegis ráðast á og drepa dýr í þjóðgarði skammt frá hóteli sínu. Áhöfnin var í hvíldarstoppi í borginni Nairobi í Kenýa. 6. október 2024 07:47 Óvíða sem flugstarfsemi er jafn stór þáttur í efnahagslífi þjóðar Hjá íslenskum flugfélögum starfa núna um eittþúsund flugmenn og um tvöþúsund flugfreyjur og flugþjónar. Störfin sem tengjast flugrekstri Íslendinga eru þó margfalt fleiri. 26. september 2024 17:17 Atlanta með 600 manna flugútgerð í Sádí-Arabíu Pílagrímaflug Air Atlanta stendur nú sem hæst en flugfélagið er með sexhundruð manns að störfum í Sádí-Arabíu um þessar mundir við að flytja múslima sem þrá að sjá hina helgu borg Mekka. Verkefnin fyrir Saudia-flugfélagið eru þó mun víðtækari en þau eru kjölfestan í rekstri Atlanta. 11. júlí 2024 21:42 Mest lesið Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Innlent David Lynch er látinn Erlent Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Innlent „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Innlent Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma Innlent Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Innlent Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Innlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Fleiri fréttir Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Sjá meira
Hann er í hópi viðmælenda í sjötta þætti Flugþjóðarinnar á Stöð 2 sem ber yfirskriftina Fólkið í fluginu. Þar rýnum við í flugáhugann á Íslandi, spyrjum hversvegna Íslendingar urðu flugþjóð og heyrum mergjaðar flugsögur. Hér má sjö mínútna myndskeið úr þættinum: „Við höfum náttúrlega verið mjög ævintýragjarnir. Við höfum verið að fljúga fyrir hina og þessa út um allan heim. Og íslenskt starfsfólk er bara duglegt fólk,“ segir Kristinn Halldórsson flugvélaverkfræðingur, sonur Halldórs Sigurjónssonar, fyrsta flugvirkja Loftleiða. Kristinn Halldórsson flugvélaverkfræðingur starfaði lengst af hjá Icelandair/Flugleiðum og þar áður hjá Cargolux. Hann varðveitir flugmyndasafn föður síns, Halldórs Sigurjónssonar, fyrsta flugvirkja Loftleiða.Egill Aðalsteinsson „Það er gríðarleg þekking og sérhæfing á flugi hérna heima. Ég efast um að það séu mörg lönd þar sem þú ert með fleiri flugvélar skráðar. Ef við tölum um þessa frægu höfðatölu þá efast ég um að það séu fleiri flugvélar víða heldur en hér heima. Og þú finnur Íslendinga eiginlega út um allt. Og orðsporið á þeim, sem líka bara hjálpar okkur, orðsporið er gott. Við erum lausnamiðaðir, við erum harðduglegir, og þetta hefur bara skilað okkur ansi vel áfram í gegnum tíðina,“ segir Baldvin Már. Guðlaugur Ingi Sigurðsson, flugstjóri hjá Air Atlanta, flýgur júmbó-þotum um allan heim.Egill Aðalsteinsson Þegar við spyrjum hversvegna Íslendingar urðu svona öflug flugþjóð er skýring flestra: Við búum á afskekktri eyju í norðanverðu Atlantshafi fjarri öðrum löndum. En fleira þurfti til: Útrásarþrá, ævintýragirni, hugrekki, sjálfsbjargarviðleitni og frumkvöðlaeðli eru þættir sem einnig eru nefndir. Rafn Þór Rafnsson, yfirflugvirki hjá Air Atlanta, er dæmi um Íslendinga í fluginu sem starfa erlendis. Hann stýrir viðhaldsstöð félagsins á flugvellinum í Jedda í Sádí-Arabíu.Egill Aðalsteinsson Þátturinn verður endursýndur á Stöð 2 næstkomandi sunnudag, 13. október, klukkan 17:00. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvar og hvenær sem er. Hér má sjá kynningarstiklu fyrir þáttaröðina:
Flugþjóðin Fréttir af flugi Air Atlanta Icelandair Play WOW Air Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Tengdar fréttir Flugfreyjurnar segjast eiga sinn þátt í flugævintýrinu Fyrrverandi flugfreyjur, sem voru fyrsta kynslóðin sem gerðu starfið að ævistarfi, segjast ekki síður en karlarnir hafa átt þátt í að skapa íslenska flugævintýrið. Í þættinum Flugþjóðin er rætt við fjölda núverandi og fyrrverandi starfsmanna úr fluggeiranum. 8. október 2024 10:55 Íslensk flugáhöfn horfði á ljónaárás rétt við hótelið Flugáhöfn Air Atlanta á hringferð um Afríku upplifði það að sjá ljón tvívegis ráðast á og drepa dýr í þjóðgarði skammt frá hóteli sínu. Áhöfnin var í hvíldarstoppi í borginni Nairobi í Kenýa. 6. október 2024 07:47 Óvíða sem flugstarfsemi er jafn stór þáttur í efnahagslífi þjóðar Hjá íslenskum flugfélögum starfa núna um eittþúsund flugmenn og um tvöþúsund flugfreyjur og flugþjónar. Störfin sem tengjast flugrekstri Íslendinga eru þó margfalt fleiri. 26. september 2024 17:17 Atlanta með 600 manna flugútgerð í Sádí-Arabíu Pílagrímaflug Air Atlanta stendur nú sem hæst en flugfélagið er með sexhundruð manns að störfum í Sádí-Arabíu um þessar mundir við að flytja múslima sem þrá að sjá hina helgu borg Mekka. Verkefnin fyrir Saudia-flugfélagið eru þó mun víðtækari en þau eru kjölfestan í rekstri Atlanta. 11. júlí 2024 21:42 Mest lesið Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Innlent David Lynch er látinn Erlent Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Innlent „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Innlent Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma Innlent Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Innlent Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Innlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Fleiri fréttir Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Sjá meira
Flugfreyjurnar segjast eiga sinn þátt í flugævintýrinu Fyrrverandi flugfreyjur, sem voru fyrsta kynslóðin sem gerðu starfið að ævistarfi, segjast ekki síður en karlarnir hafa átt þátt í að skapa íslenska flugævintýrið. Í þættinum Flugþjóðin er rætt við fjölda núverandi og fyrrverandi starfsmanna úr fluggeiranum. 8. október 2024 10:55
Íslensk flugáhöfn horfði á ljónaárás rétt við hótelið Flugáhöfn Air Atlanta á hringferð um Afríku upplifði það að sjá ljón tvívegis ráðast á og drepa dýr í þjóðgarði skammt frá hóteli sínu. Áhöfnin var í hvíldarstoppi í borginni Nairobi í Kenýa. 6. október 2024 07:47
Óvíða sem flugstarfsemi er jafn stór þáttur í efnahagslífi þjóðar Hjá íslenskum flugfélögum starfa núna um eittþúsund flugmenn og um tvöþúsund flugfreyjur og flugþjónar. Störfin sem tengjast flugrekstri Íslendinga eru þó margfalt fleiri. 26. september 2024 17:17
Atlanta með 600 manna flugútgerð í Sádí-Arabíu Pílagrímaflug Air Atlanta stendur nú sem hæst en flugfélagið er með sexhundruð manns að störfum í Sádí-Arabíu um þessar mundir við að flytja múslima sem þrá að sjá hina helgu borg Mekka. Verkefnin fyrir Saudia-flugfélagið eru þó mun víðtækari en þau eru kjölfestan í rekstri Atlanta. 11. júlí 2024 21:42
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent