„Æsandi að hugsa til þess að annar maður horfi á“ Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 24. september 2024 20:00 Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og para- og kynlífsráðgjafi frá Michigan Háskóla. Vísir Spurning barst frá lesenda svo hljóðandi: „Er óeðlilegt að mér finnist æsandi að hugsa um mig með manninum mínum í kynlífi með öðrum manni að horfa á?“ Ohh fantasíur eru svo skemmtilegar! Eflaust tengja mörg við það að hafa heyrt bólfélaga eða maka hvísla að sér: „Segðu mér hvað þú vilt.“ Kannski er að hitna í kolunum eða þið eruð dottin í koddahjal eftir kynlíf. Flest eigum við frekar erfitt með að hleypa öðrum inn í okkar fantasíuheim. Hefur þú í alvöru og þá meina ég Í ALVÖRU sagt einhverjum frá öllu því sem þig langar að prófa í kynlífi eða sagt frá því hverjar þínar fantasíur eru? Mmmm.. grunaði það! En af hverju er þetta svona flókið? Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Aldísi spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni. Fantasíur eru mjög persónulegar.Vísir/Getty Til að tryggja að við séum öll á sömu blaðsíðu þá eru fantasíur ímyndir og hugsanir sem koma upp í hugann og kveikja í þér kynferðislega. Fantasíur eru mjög persónulegar og geta gefið okkur vísbendingar um það sem kveikir í okkur alveg óháð því hvort okkur langi til að upplifa það í raunveruleikanum eða ekki. Fantasíur eru öruggt rými til að prófa okkur áfram eða hreinlega leið til að auka unað í kynlífi og sjálfsfróun. Svo ég snúi mér að spurningunni þá er alls ekki óeðlilegt að finnast æsandi að hugsa um einhvern þriðja aðila sem horfir á eða tekur þátt í kynlífi með þér og manninum þínum. Fantasíur eru sjaldnast um það sem við þekkjum best, þær byggja stundum á raunveruleikanum en bæta yfirleitt einhverju kryddi við. Rannsóknir sýna að flest fólk fantaserar og gera það jafnvel oft á dag eða viku. Þegar fólk er spurt út í sínar helstu fantasíur er algengast að fólk nefni hópkynlíf, þar sem þrír eða fleiri stunda kynlíf saman. Þar að auki nefnir fólk oft fantasíur sem snúast um það að leika með sársauka eða völd. Annað algengt þema eru fantasíur sem beinast að því að fylgjast með öðrum stunda kynlíf eða að aðrir horfi á sig. Ein bók hefur verið sérstaklega skrifuð um fantasíur sem ég get mælt með fyrir lesendur er Tell Me What You Want eftir Justin Lehmiller. View this post on Instagram A post shared by Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir (@aldisthorbjorg) Því miður upplifa mörg okkar skömm gagnvart eigin fantasíum. Mörg gera sér grein fyrir því að sumar fantasíur munu aldrei rætast en óttast samt álit annarra. Það eitt að fantasían komi upp í hugann getur kveikt á tilfinningum eins og skömm. Sum óttast að særa tilfinningar maka eða bólfélaga, þar sem fantasíur hafa stundum ekkert með þau að gera. Það getur aukið nánd og ýtt undir erótíska tengingu þegar fantasíum er deilt með maka eða bólfélaga. Ávallt er gott að nálgast samtalið á nærgætinn hátt og gott er að muna að fantasíur þurfa ekki að verða að veruleika. Það eitt og sér að segja frá þeim getur verið ansi heitt! Ef þú hefur áhyggjur af eigin fantasíum, finnst þær taka upp mjög mikinn tíma í þínu daglega lífi eða þær valda þér vanlíðan hvet ég þig til að leita þér aðstoðar. Hægt er að leita til kynfræðinga og kynlífsráðgjafa eftir ráðgjöf. Kynlífið með Aldísi Kynlíf Tengdar fréttir Ein lausn er að liggja hlið við hlið og fróa sér Jæja haustið er komið, rútínan mætt og foreldrar landsins fagna. Eitt af því sem ég heyri frá foreldrum er að sumarið sé tími sem einkennist af mjög mörgu… öðru en kynlífi. Þannig að kannski má segja að sumarið sé ekki alltaf tíminn! 17. september 2024 20:01 Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira
Ohh fantasíur eru svo skemmtilegar! Eflaust tengja mörg við það að hafa heyrt bólfélaga eða maka hvísla að sér: „Segðu mér hvað þú vilt.“ Kannski er að hitna í kolunum eða þið eruð dottin í koddahjal eftir kynlíf. Flest eigum við frekar erfitt með að hleypa öðrum inn í okkar fantasíuheim. Hefur þú í alvöru og þá meina ég Í ALVÖRU sagt einhverjum frá öllu því sem þig langar að prófa í kynlífi eða sagt frá því hverjar þínar fantasíur eru? Mmmm.. grunaði það! En af hverju er þetta svona flókið? Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Aldísi spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni. Fantasíur eru mjög persónulegar.Vísir/Getty Til að tryggja að við séum öll á sömu blaðsíðu þá eru fantasíur ímyndir og hugsanir sem koma upp í hugann og kveikja í þér kynferðislega. Fantasíur eru mjög persónulegar og geta gefið okkur vísbendingar um það sem kveikir í okkur alveg óháð því hvort okkur langi til að upplifa það í raunveruleikanum eða ekki. Fantasíur eru öruggt rými til að prófa okkur áfram eða hreinlega leið til að auka unað í kynlífi og sjálfsfróun. Svo ég snúi mér að spurningunni þá er alls ekki óeðlilegt að finnast æsandi að hugsa um einhvern þriðja aðila sem horfir á eða tekur þátt í kynlífi með þér og manninum þínum. Fantasíur eru sjaldnast um það sem við þekkjum best, þær byggja stundum á raunveruleikanum en bæta yfirleitt einhverju kryddi við. Rannsóknir sýna að flest fólk fantaserar og gera það jafnvel oft á dag eða viku. Þegar fólk er spurt út í sínar helstu fantasíur er algengast að fólk nefni hópkynlíf, þar sem þrír eða fleiri stunda kynlíf saman. Þar að auki nefnir fólk oft fantasíur sem snúast um það að leika með sársauka eða völd. Annað algengt þema eru fantasíur sem beinast að því að fylgjast með öðrum stunda kynlíf eða að aðrir horfi á sig. Ein bók hefur verið sérstaklega skrifuð um fantasíur sem ég get mælt með fyrir lesendur er Tell Me What You Want eftir Justin Lehmiller. View this post on Instagram A post shared by Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir (@aldisthorbjorg) Því miður upplifa mörg okkar skömm gagnvart eigin fantasíum. Mörg gera sér grein fyrir því að sumar fantasíur munu aldrei rætast en óttast samt álit annarra. Það eitt að fantasían komi upp í hugann getur kveikt á tilfinningum eins og skömm. Sum óttast að særa tilfinningar maka eða bólfélaga, þar sem fantasíur hafa stundum ekkert með þau að gera. Það getur aukið nánd og ýtt undir erótíska tengingu þegar fantasíum er deilt með maka eða bólfélaga. Ávallt er gott að nálgast samtalið á nærgætinn hátt og gott er að muna að fantasíur þurfa ekki að verða að veruleika. Það eitt og sér að segja frá þeim getur verið ansi heitt! Ef þú hefur áhyggjur af eigin fantasíum, finnst þær taka upp mjög mikinn tíma í þínu daglega lífi eða þær valda þér vanlíðan hvet ég þig til að leita þér aðstoðar. Hægt er að leita til kynfræðinga og kynlífsráðgjafa eftir ráðgjöf.
Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Aldísi spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni.
Kynlífið með Aldísi Kynlíf Tengdar fréttir Ein lausn er að liggja hlið við hlið og fróa sér Jæja haustið er komið, rútínan mætt og foreldrar landsins fagna. Eitt af því sem ég heyri frá foreldrum er að sumarið sé tími sem einkennist af mjög mörgu… öðru en kynlífi. Þannig að kannski má segja að sumarið sé ekki alltaf tíminn! 17. september 2024 20:01 Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira
Ein lausn er að liggja hlið við hlið og fróa sér Jæja haustið er komið, rútínan mætt og foreldrar landsins fagna. Eitt af því sem ég heyri frá foreldrum er að sumarið sé tími sem einkennist af mjög mörgu… öðru en kynlífi. Þannig að kannski má segja að sumarið sé ekki alltaf tíminn! 17. september 2024 20:01