Segir rangt að þau hafi reynt að stöðva lögreglubíl í forgangsakstri Jón Þór Stefánsson skrifar 6. október 2024 14:23 Ragnheiður segir að hópurinn hafi verið að fara yfir gangbraut yfir Kringlumýrarbrautina við Suðurlandsbraut. Vísir/Vilhelm Ragnheiður Kristínardóttir vísar orðum lögreglunnar á bug um að mótmælendur hafi gengið í veg fyrir lögreglubíl sem var í forgangsakstri í gær. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær sagði að lögreglubíll sem var á leið á vettvang harðs áreksturs í hverfi 105 þegar mótmælendur hafi gengið í veg fyrir hann. Fólkið hafi gert það til að stöðva lögreglu. „Það er mikilvægt að gangandi og akandi vegfarendur virði lögreglu í forgangsakstri og hefti ekki för þeirra,“ sagði í tilkynningunni. Sjá nánar: Mótmælendur hindruðu för lögreglubíls í forgangsakstri Ragnheiður segist hafa verið í hópi mótmælendanna og kannast ekki við lýsingu lögreglu. „Við vorum að ganga yfir gangbraut yfir Kringlumýrarbrautina við Suðurlandsbraut á grænu ljósi. Þá kemur bíllinn mjög hratt upp að okkur, vissulega með ljósin í gangi,“ segir Ragnheiður. Á augabragði hafi hún velt fyrir sér hvort það væri réttara að halda áfram að labba yfir götuna eða snúa við, og hún hafi ákveðið að halda áfram. Þá hafi hún einnig hugsað með sér hvort lögreglan væri að stöðva umferð, eins og sé yfirleitt þegar fjöldi fólks er í göngu sem þessari. „Það getur verið að það hafi verið mistök hjá mér, en ég tek ákvörðun um að halda áfram að labba yfir götuna. Við erum þarna hópur fólks að fara yfir, kannski tíu til fimmtán manns. Þetta tók í mesta lagi þrjátíu sekúndur. Þetta var undir mínútu þar sem fólk fór yfir og svo hélt bíllinn áfram sína leið,“ segir hún. Það var enginn tilgangur að ykkar hálfu að stöðva lögreglubílinn? „Alls ekki. Ég var kominn út á miðja gangbraut á grænu ljósi þegar bíllinn kemur að okkur,“ segir Ragnheiður. „Það var ekki ætlunin, og þar að auki finnst mér þetta mjög alvarlegar og misvísandi ásakanir af hálfu lögreglu að setja þetta fram á þennan hátt.“ Ragnheiður tekur fram að ef að um sjúkrabíl hefði verið að ræða hefði henni þótt tilgangurinn skýrarari og mögulega verið fljótari að bregðast við. En vegna þess að þetta var lögreglan hafi hún ekki áttað sig á því hvort hún væri að stoppa þarna eða fara annað. „En sem betur fer held ég að enginn skaði hafi verið skeður.“ Lögreglumál Lögreglan Reykjavík Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR Sjá meira
Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær sagði að lögreglubíll sem var á leið á vettvang harðs áreksturs í hverfi 105 þegar mótmælendur hafi gengið í veg fyrir hann. Fólkið hafi gert það til að stöðva lögreglu. „Það er mikilvægt að gangandi og akandi vegfarendur virði lögreglu í forgangsakstri og hefti ekki för þeirra,“ sagði í tilkynningunni. Sjá nánar: Mótmælendur hindruðu för lögreglubíls í forgangsakstri Ragnheiður segist hafa verið í hópi mótmælendanna og kannast ekki við lýsingu lögreglu. „Við vorum að ganga yfir gangbraut yfir Kringlumýrarbrautina við Suðurlandsbraut á grænu ljósi. Þá kemur bíllinn mjög hratt upp að okkur, vissulega með ljósin í gangi,“ segir Ragnheiður. Á augabragði hafi hún velt fyrir sér hvort það væri réttara að halda áfram að labba yfir götuna eða snúa við, og hún hafi ákveðið að halda áfram. Þá hafi hún einnig hugsað með sér hvort lögreglan væri að stöðva umferð, eins og sé yfirleitt þegar fjöldi fólks er í göngu sem þessari. „Það getur verið að það hafi verið mistök hjá mér, en ég tek ákvörðun um að halda áfram að labba yfir götuna. Við erum þarna hópur fólks að fara yfir, kannski tíu til fimmtán manns. Þetta tók í mesta lagi þrjátíu sekúndur. Þetta var undir mínútu þar sem fólk fór yfir og svo hélt bíllinn áfram sína leið,“ segir hún. Það var enginn tilgangur að ykkar hálfu að stöðva lögreglubílinn? „Alls ekki. Ég var kominn út á miðja gangbraut á grænu ljósi þegar bíllinn kemur að okkur,“ segir Ragnheiður. „Það var ekki ætlunin, og þar að auki finnst mér þetta mjög alvarlegar og misvísandi ásakanir af hálfu lögreglu að setja þetta fram á þennan hátt.“ Ragnheiður tekur fram að ef að um sjúkrabíl hefði verið að ræða hefði henni þótt tilgangurinn skýrarari og mögulega verið fljótari að bregðast við. En vegna þess að þetta var lögreglan hafi hún ekki áttað sig á því hvort hún væri að stoppa þarna eða fara annað. „En sem betur fer held ég að enginn skaði hafi verið skeður.“
Lögreglumál Lögreglan Reykjavík Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR Sjá meira