Bandarískir kaþólikkar efndu til mótmæla við Páfagarð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. október 2024 07:07 Á bútasaumsteppinu má finna sögur kaþólskra kvenna sem hafa, af ýmsum ástæðum, gengist undir þungunarrof. Catholics for Choice Efnt var til mótmæla við Páfagarð í gær þar sem mótmælendur breiddu meðal annars úr fimmtán metra löngu bútasaumsteppi með sögum kaþólskra kvenna sem hafa gengist undir þungunarrof. Tilefni mótmælanna, sem efnt var til af hálfu bandarísku samtakanna Catholics for Choice, voru nýleg ummæli sem Frans páfi lét falla í Belgíu á dögunum og sú staðreynd að þungunarrof verður ekki til umræðu á mánaðarlangri prestastefnu sem nú stendur fyrir dyrum í Páfagarði. Sendiherra Páfagarðs í Belgíu var boðaður á fund forsætisráðherrans Alexander De Croo í kjölfar ummæla páfa, sem sagði þungunarrof „morð“ og lækna sem framkvæmdu það „leigumorðingja“. „Skilaboð mín til sendiherrans verða mjög skýr,“ sagði De Croo. „Það sem átti sér stað hér er óásættanelgt. Við þurfum ekki lexíu í því hvernig lýðræðislega kjörnir fulltrúar okkar setja lög. Sá tími er kirkjan réði lögum og lofum í landinu er sem betur fer löngu liðinn.“ New from us!@Catholic4Choice displays 50-foot quilt in front of the Vatican to bring the stories of pro-choice Catholics to life at the Synod on Synodality https://t.co/agVlbyBmIh #synod2024 pic.twitter.com/3AtAN4KrET— Ashley Wilson (@APdubs) October 3, 2024 Það er afstaða Páfagarðs að þungunarrof sé alltaf rangt, jafnvel þegar líf móðurinnar er í hættu. Meirihluti kaþólskra í Bandaríkjunum eru hins vegar hlynntir þungunarrofi í flestum tilvikum og þá hafa 98 prósent kaþólskra kvenna notað getnaðarvarnir. Mótmælendur hafa gagnrýnt að þungunarrof og getnaðarvarnir séu neðarlega á forgangslista Vatíkansins þegar kemur að samfélagslegum málefnum, jafnvel þó um sé að ræða málefni sem hafi áhrif á gríðarlegan fjölda fólks. Catholics for Choice voru stofnuð þegar hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði konum í hag í Roe gegn Wade og að sögn forsvarsmanna samtakanna sáu margar konur sig til neyddar til að stíga fram þegar dómurinn var svo felldur úr gildi árið 2022. Frans páfi sagði fyrr í haust að hvað varðaði forsetakosningarnar í Bandaríkjunum ættu menn að velja „það skárra af tvennu illu“, án þess að útskýra nánar hvað hann ætti við. Guardian greindi frá. Páfagarður Bandaríkin Þungunarrof Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Sjá meira
Tilefni mótmælanna, sem efnt var til af hálfu bandarísku samtakanna Catholics for Choice, voru nýleg ummæli sem Frans páfi lét falla í Belgíu á dögunum og sú staðreynd að þungunarrof verður ekki til umræðu á mánaðarlangri prestastefnu sem nú stendur fyrir dyrum í Páfagarði. Sendiherra Páfagarðs í Belgíu var boðaður á fund forsætisráðherrans Alexander De Croo í kjölfar ummæla páfa, sem sagði þungunarrof „morð“ og lækna sem framkvæmdu það „leigumorðingja“. „Skilaboð mín til sendiherrans verða mjög skýr,“ sagði De Croo. „Það sem átti sér stað hér er óásættanelgt. Við þurfum ekki lexíu í því hvernig lýðræðislega kjörnir fulltrúar okkar setja lög. Sá tími er kirkjan réði lögum og lofum í landinu er sem betur fer löngu liðinn.“ New from us!@Catholic4Choice displays 50-foot quilt in front of the Vatican to bring the stories of pro-choice Catholics to life at the Synod on Synodality https://t.co/agVlbyBmIh #synod2024 pic.twitter.com/3AtAN4KrET— Ashley Wilson (@APdubs) October 3, 2024 Það er afstaða Páfagarðs að þungunarrof sé alltaf rangt, jafnvel þegar líf móðurinnar er í hættu. Meirihluti kaþólskra í Bandaríkjunum eru hins vegar hlynntir þungunarrofi í flestum tilvikum og þá hafa 98 prósent kaþólskra kvenna notað getnaðarvarnir. Mótmælendur hafa gagnrýnt að þungunarrof og getnaðarvarnir séu neðarlega á forgangslista Vatíkansins þegar kemur að samfélagslegum málefnum, jafnvel þó um sé að ræða málefni sem hafi áhrif á gríðarlegan fjölda fólks. Catholics for Choice voru stofnuð þegar hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði konum í hag í Roe gegn Wade og að sögn forsvarsmanna samtakanna sáu margar konur sig til neyddar til að stíga fram þegar dómurinn var svo felldur úr gildi árið 2022. Frans páfi sagði fyrr í haust að hvað varðaði forsetakosningarnar í Bandaríkjunum ættu menn að velja „það skárra af tvennu illu“, án þess að útskýra nánar hvað hann ætti við. Guardian greindi frá.
Páfagarður Bandaríkin Þungunarrof Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Sjá meira