Allar hugmyndir um verkfallsaðgerðir á ís Atli Ísleifsson og Telma Tómasson skrifa 2. október 2024 13:51 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Hún segir ágætan skrið í viðræðunum við SFV. Vísir/Einar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að allar hugmyndir um verkfallsaðgerðir Eflingarfólks í kjaradeilu stéttarfélagsins og Samtaka fyrirtækja í velverðarþjónustu séu nú á ís. Samninganefndir Eflingar og SFV sitja nú á fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara, en Sólveig Anna segir ágætan skrið vera í viðræðunum. Þetta staðfestir Sólveig Anna í samtali við fréttastofu en Efling hótaði því um liðna helgi að til verkfalla kæmi á hjúkrunarheimilum ef ekki næðust samningar. „Í dag hefur gengið betur en dagana á undan. Við erum þó ekki komin yfir ána en við teljum að haldi hlutirnir að þróast með þeim hætti sem þeir hafa gert í dag fyrir hádegi þá gætum við verið komin mögulega seinna í dag á ágætan stað,“ segir Sólveig Anna. Þannig að allar hugmyndir um mögulegar verkfallsaðgerðir eru á ís eins og stendur? „Þær eru á ís. Okkar meginkrafa var sú að ef fram kæmu góðar tillögur sem hægt væri að útfæra þar sem mönnunarvandinn á hjúkrunarheimilum væri viðurkenndur og að það ætti að takast á við hann. Við teljum að við séum að fara að sjá slíkar tillögur og þá auðvitað erum við ekki á meðan að undirbúa aðgerðir. Það er alveg skýrt.“ Ánægð að vaxtalækkunarferli sé hafið Aðspurð um ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans í morgun um að lækka stýrivexti um 25 punkta, úr 9,25 prósentum í 9,0, segist hún fagna því. Líkt og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist Sólveig þó vilja hafa séð skarpari lækkun. Hún segist þó fyrst og fremst fagna því að vaxtalækkunarferlið sé hafið. „Við í samninganefnd Eflingar erum auðvitað mjög ánægð með þessi tíðindi eins og flestir,“ segir Sólveig Anna. Sólveig Anna segir ennfremur að ákvörðunin sé í takti við það sem lagt hafi verið upp með í síðustu kjarasamningum og stéttarfélögin hafi unnið eftir. Seðlabankastjóri sagði í morgun að um varfærið skref væri að ræða og að nú hafi verið ákveðið að leggja á djúpið með von í brjósti. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Hjúkrunarheimili Stéttarfélög Tengdar fréttir Fundi aftur frestað til morguns Fundi samninganefndar Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) var frestað til morguns. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að lítið hafi gerst í viðræðum hingað til. 1. október 2024 21:28 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Þetta staðfestir Sólveig Anna í samtali við fréttastofu en Efling hótaði því um liðna helgi að til verkfalla kæmi á hjúkrunarheimilum ef ekki næðust samningar. „Í dag hefur gengið betur en dagana á undan. Við erum þó ekki komin yfir ána en við teljum að haldi hlutirnir að þróast með þeim hætti sem þeir hafa gert í dag fyrir hádegi þá gætum við verið komin mögulega seinna í dag á ágætan stað,“ segir Sólveig Anna. Þannig að allar hugmyndir um mögulegar verkfallsaðgerðir eru á ís eins og stendur? „Þær eru á ís. Okkar meginkrafa var sú að ef fram kæmu góðar tillögur sem hægt væri að útfæra þar sem mönnunarvandinn á hjúkrunarheimilum væri viðurkenndur og að það ætti að takast á við hann. Við teljum að við séum að fara að sjá slíkar tillögur og þá auðvitað erum við ekki á meðan að undirbúa aðgerðir. Það er alveg skýrt.“ Ánægð að vaxtalækkunarferli sé hafið Aðspurð um ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans í morgun um að lækka stýrivexti um 25 punkta, úr 9,25 prósentum í 9,0, segist hún fagna því. Líkt og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist Sólveig þó vilja hafa séð skarpari lækkun. Hún segist þó fyrst og fremst fagna því að vaxtalækkunarferlið sé hafið. „Við í samninganefnd Eflingar erum auðvitað mjög ánægð með þessi tíðindi eins og flestir,“ segir Sólveig Anna. Sólveig Anna segir ennfremur að ákvörðunin sé í takti við það sem lagt hafi verið upp með í síðustu kjarasamningum og stéttarfélögin hafi unnið eftir. Seðlabankastjóri sagði í morgun að um varfærið skref væri að ræða og að nú hafi verið ákveðið að leggja á djúpið með von í brjósti.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Hjúkrunarheimili Stéttarfélög Tengdar fréttir Fundi aftur frestað til morguns Fundi samninganefndar Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) var frestað til morguns. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að lítið hafi gerst í viðræðum hingað til. 1. október 2024 21:28 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Fundi aftur frestað til morguns Fundi samninganefndar Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) var frestað til morguns. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að lítið hafi gerst í viðræðum hingað til. 1. október 2024 21:28