Mannekla bindur hendur héraðssaksóknara í samráðsmáli Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2024 07:03 Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, þurfti að fækka störfum hjá embættinu um sx í fyrra vegna niðurskurðarkröfu í fjárlögum þessa árs. Vísir/Vilhelm Embætti héraðssaksóknara hefur ekki mannafla til þess að halda úti rannsókn á ólöglegu samráði Eimskipa og Samskipa á sama tíma og möguleg brot nálgast það að fyrnast. Sex starfsmönnum embættisins var sagt upp í fyrra vegna niðurskurðarkröfu stjórnvalda. Rannsókn héraðssaksóknara á meintum brotum stjórnenda skipafélaganna tveggja hófst árið 2014. Fjórir núverandi og fyrrverandi stjórnendur félaganna hafa haft stöðu sakbornings við rannsóknina. Samkeppniseftirlitið gerði Samskipum að greiða 4,2 milljarða króna í sekt vegna ólöglegs samráðs við Eimskip en síðarnefnda félagið gerði sátt við eftirlitið um að það greiddi 1,5 milljarða króna fyrir sinn þátt. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, segir málið enn skráð í rannsókn hjá embættinu en hún sé ekki virk í augnablikinu. Málið sé umfangsmikið og mannaflafrekt og embættið hafi einfaldlega ekki mannafla í að vinna það samfellt samhliða öðrum stórum málum. „Það er tíu ára fyrningartími á þessum brotum. Ég reikna með að taka stöðuna á því þegar við förum að hafa einhverjar lausar hendur,“ segir hann við Vísi. Sektirnar sem Samskipum og Eimskipum voru gerðar vörðuðu ólöglegt samráð sem Samkeppniseftirlitið sagði hafa átt sér stað á árunum 2008 til 2013. Að minnsta kosti hluti mögulegra lögbrota gæti því þegar verið fyrndur. „Það er reglulega farið yfir málastöðuna. Það er náttúrulega endalaus forgangsröðun í gangi eins og annars staðar í opinbera kerfinu,“ segir Ólafur Þór. Meiri niðurskurðarkrafa en annars staðar hjá löggæslu og í dómskerfi Nokkur stór mál sem komu upp árið 2019 hafa haldið stórum hópi starfsmanna héraðssaksóknaraembættisins uppteknum, meðal annars umfangsmikið peningaþvættismál þar sem hátt í fimmtíu manns hafa stöðu sakbornings og tengist stórum fíkniefnamálum. Þá kom mál Samherja í Namibíu inn á borð embættisins á sama tíma. Til að bæta gráu ofan á svart fékk embætti héraðssaksóknara á sig fimm prósent niðurskurðarkröfu í fjárlögum þessa árs. Ólafur Þór segir að fækkað hafi verið um sex störf hjá embættinu vegna þess í fyrra. Fækkað hafi verið á öllum sviðum embættisins, þar á meðal aðstoðarsaksóknurum og rannsakendum. Ólafur Þór segir að löggæsla og dómstólar hafi einnig fengið á sig niðurskurðarkröfu í fyrra en hún hafi verið innan við helmingur þess sem embætti hans þurfti að minnka við sig. „Einhverra hluta vegna var niðurskurðurinn dýpri hjá ákæruvaldinu en hjá þessum stofnunum sem við störfum í miklu návígi við. Þá verður náttúrulega slagsíða á því embætti sem er skorið meira niður en önnur. Það eru ekki mjög flókin vísindi,“ segir hann. Varðandi rannsóknina á samráðsmáli skipafélaganna segir Ólafur Þór að það sjái fyrir endann á rannsókn nokkurra þeirra stóru mála sem hafa haldið starfsmönnum embættisins frá því. „Þá förum við að ráðstafa þeim mannskap sem losnar og huga að því sem eftir stendur.“ Rekstur hins opinbera Dómsmál Samkeppnismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Tengdar fréttir Sátt Eimskipa við Samkeppniseftirlitið kom Samskipum ekki við Samskip hafði ekki hagsmuna að gæta í sátt sem Eimskip gerði við Samkeppniseftirliti í samráðsmáli fyrirtækjanna tveggja. Landsréttur sneri við niðurstöðu héraðsdóms sem hafði fallist á kröfur Samskipa um að reyna að fá sáttinni hnekkt. 26. september 2024 17:47 Krefur Eimskip og Samskip um þrjá milljarða króna í skaðabætur Alcoa Fjaðaál hefur stefnt Eimskip og Samskip og krafið félögin um tæpan 3,1 milljarð króna í skaðabætur vegna tjóns félagsins vegna meints samráðs skipafélaganna á árunum 2008 til 2013. Mat Eimskips er að ekkert tilefni sé til málsóknar Alcoa Fjarðaáls þar sem skilyrði skaðbótaskyldu séu ekki uppfyllt. 28. ágúst 2024 14:24 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Rannsókn héraðssaksóknara á meintum brotum stjórnenda skipafélaganna tveggja hófst árið 2014. Fjórir núverandi og fyrrverandi stjórnendur félaganna hafa haft stöðu sakbornings við rannsóknina. Samkeppniseftirlitið gerði Samskipum að greiða 4,2 milljarða króna í sekt vegna ólöglegs samráðs við Eimskip en síðarnefnda félagið gerði sátt við eftirlitið um að það greiddi 1,5 milljarða króna fyrir sinn þátt. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, segir málið enn skráð í rannsókn hjá embættinu en hún sé ekki virk í augnablikinu. Málið sé umfangsmikið og mannaflafrekt og embættið hafi einfaldlega ekki mannafla í að vinna það samfellt samhliða öðrum stórum málum. „Það er tíu ára fyrningartími á þessum brotum. Ég reikna með að taka stöðuna á því þegar við förum að hafa einhverjar lausar hendur,“ segir hann við Vísi. Sektirnar sem Samskipum og Eimskipum voru gerðar vörðuðu ólöglegt samráð sem Samkeppniseftirlitið sagði hafa átt sér stað á árunum 2008 til 2013. Að minnsta kosti hluti mögulegra lögbrota gæti því þegar verið fyrndur. „Það er reglulega farið yfir málastöðuna. Það er náttúrulega endalaus forgangsröðun í gangi eins og annars staðar í opinbera kerfinu,“ segir Ólafur Þór. Meiri niðurskurðarkrafa en annars staðar hjá löggæslu og í dómskerfi Nokkur stór mál sem komu upp árið 2019 hafa haldið stórum hópi starfsmanna héraðssaksóknaraembættisins uppteknum, meðal annars umfangsmikið peningaþvættismál þar sem hátt í fimmtíu manns hafa stöðu sakbornings og tengist stórum fíkniefnamálum. Þá kom mál Samherja í Namibíu inn á borð embættisins á sama tíma. Til að bæta gráu ofan á svart fékk embætti héraðssaksóknara á sig fimm prósent niðurskurðarkröfu í fjárlögum þessa árs. Ólafur Þór segir að fækkað hafi verið um sex störf hjá embættinu vegna þess í fyrra. Fækkað hafi verið á öllum sviðum embættisins, þar á meðal aðstoðarsaksóknurum og rannsakendum. Ólafur Þór segir að löggæsla og dómstólar hafi einnig fengið á sig niðurskurðarkröfu í fyrra en hún hafi verið innan við helmingur þess sem embætti hans þurfti að minnka við sig. „Einhverra hluta vegna var niðurskurðurinn dýpri hjá ákæruvaldinu en hjá þessum stofnunum sem við störfum í miklu návígi við. Þá verður náttúrulega slagsíða á því embætti sem er skorið meira niður en önnur. Það eru ekki mjög flókin vísindi,“ segir hann. Varðandi rannsóknina á samráðsmáli skipafélaganna segir Ólafur Þór að það sjái fyrir endann á rannsókn nokkurra þeirra stóru mála sem hafa haldið starfsmönnum embættisins frá því. „Þá förum við að ráðstafa þeim mannskap sem losnar og huga að því sem eftir stendur.“
Rekstur hins opinbera Dómsmál Samkeppnismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Tengdar fréttir Sátt Eimskipa við Samkeppniseftirlitið kom Samskipum ekki við Samskip hafði ekki hagsmuna að gæta í sátt sem Eimskip gerði við Samkeppniseftirliti í samráðsmáli fyrirtækjanna tveggja. Landsréttur sneri við niðurstöðu héraðsdóms sem hafði fallist á kröfur Samskipa um að reyna að fá sáttinni hnekkt. 26. september 2024 17:47 Krefur Eimskip og Samskip um þrjá milljarða króna í skaðabætur Alcoa Fjaðaál hefur stefnt Eimskip og Samskip og krafið félögin um tæpan 3,1 milljarð króna í skaðabætur vegna tjóns félagsins vegna meints samráðs skipafélaganna á árunum 2008 til 2013. Mat Eimskips er að ekkert tilefni sé til málsóknar Alcoa Fjarðaáls þar sem skilyrði skaðbótaskyldu séu ekki uppfyllt. 28. ágúst 2024 14:24 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Sátt Eimskipa við Samkeppniseftirlitið kom Samskipum ekki við Samskip hafði ekki hagsmuna að gæta í sátt sem Eimskip gerði við Samkeppniseftirliti í samráðsmáli fyrirtækjanna tveggja. Landsréttur sneri við niðurstöðu héraðsdóms sem hafði fallist á kröfur Samskipa um að reyna að fá sáttinni hnekkt. 26. september 2024 17:47
Krefur Eimskip og Samskip um þrjá milljarða króna í skaðabætur Alcoa Fjaðaál hefur stefnt Eimskip og Samskip og krafið félögin um tæpan 3,1 milljarð króna í skaðabætur vegna tjóns félagsins vegna meints samráðs skipafélaganna á árunum 2008 til 2013. Mat Eimskips er að ekkert tilefni sé til málsóknar Alcoa Fjarðaáls þar sem skilyrði skaðbótaskyldu séu ekki uppfyllt. 28. ágúst 2024 14:24