Jákvæðni í algleymingi á Bylgjunni þessa vikuna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. október 2024 13:02 Þórdís Valsdóttir forstöðumaður útvarps hjá Sýn. Vísir/Vilhelm Jákvæðni verður í algleymingi á útvarpsstöðinni Bylgjunni í þessari viku þar sem nú fer fram sérstök jákvæðnivika. Spiluð verður jákvæðari tónlist og mun dagskrárgerðarfólk leggja sig fram um að segja frá jákvæðum fréttum og viðburðum og koma með góð ráð til þess að létta lundina. „Ég held að það hafi ekki farið framhjá einum einasta landsmanni að undanfarið hafa dunið yfir okkur ömurlegar fréttir og mikil neikvæðni. Hræðilegir atburðir hafa átt sér stað í bland við erfiða efnahagsstöðu, stríðsrekstur víða um heim og þá staðreynd að það kom aldrei sumar. Nú er sólin farin að lækka og við ákváðum að reyna að létta andann aðeins,“ segir Þórdís Valsdóttir forstöðumaður útvarps hjá Sýn. „Bragi Guðmundsson tónlistarstjóri Bylgjunnar tók lagalistann rækilega í gegn og alla vikuna munu hljóma léttari og bjartari tónar því tónlist getur svo sannarlega haft áhrif á skapið!“ „Mottó Bylgjunnar er Bylgjan – Björt og brosandi. Okkar eina von er sú að ef við leggjum okkur fram við að vera björt og brosandi þá muni það hafa keðjuverkandi áhrif og hjálpa til við að græða þjóðarsálina, ef svo má að orði komast, og ýta undir það að allir líti á björtu hliðarnar.“ „Það er magnað að segja frá því að frá því að þessi hugmynd fæddist þá hefur andinn á gólfinu farið lóðbeint uppávið, bara með því að ræða jákvæðni þá hefur lundin orðið léttari og vonandi á það líka við um hlustendur.“ Vísir er í eigu Sýnar. Bylgjan Fjölmiðlar Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
„Ég held að það hafi ekki farið framhjá einum einasta landsmanni að undanfarið hafa dunið yfir okkur ömurlegar fréttir og mikil neikvæðni. Hræðilegir atburðir hafa átt sér stað í bland við erfiða efnahagsstöðu, stríðsrekstur víða um heim og þá staðreynd að það kom aldrei sumar. Nú er sólin farin að lækka og við ákváðum að reyna að létta andann aðeins,“ segir Þórdís Valsdóttir forstöðumaður útvarps hjá Sýn. „Bragi Guðmundsson tónlistarstjóri Bylgjunnar tók lagalistann rækilega í gegn og alla vikuna munu hljóma léttari og bjartari tónar því tónlist getur svo sannarlega haft áhrif á skapið!“ „Mottó Bylgjunnar er Bylgjan – Björt og brosandi. Okkar eina von er sú að ef við leggjum okkur fram við að vera björt og brosandi þá muni það hafa keðjuverkandi áhrif og hjálpa til við að græða þjóðarsálina, ef svo má að orði komast, og ýta undir það að allir líti á björtu hliðarnar.“ „Það er magnað að segja frá því að frá því að þessi hugmynd fæddist þá hefur andinn á gólfinu farið lóðbeint uppávið, bara með því að ræða jákvæðni þá hefur lundin orðið léttari og vonandi á það líka við um hlustendur.“ Vísir er í eigu Sýnar.
Bylgjan Fjölmiðlar Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira