Á meðan bílinn er ódýrari verði hann fyrsta val Jón Þór Stefánsson skrifar 1. október 2024 11:16 Einungis tvö prósent starfsfólks Isavia á flugvellinum sem býr á höfuðborgarsvæðinu notar almenningssamgöngur eða starfsmannarútu. Vísir/Egill Á meðan það er ódýrara að aka og leggja bíl í stæði við Keflavíkurflugvöll en að nota aðra ferðamáta verður einkabíllinn í flestum tilfellum fyrsta val fólks. Þetta segir í skýrslu starfshóps sem innviðaráðherrra skipaði með tillögum úrbótum um almenningssamgöngur milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar. Í skýrslunni er til að mynda bent á að einungis tvö prósent starfsfólks Isavia á flugvellinum sem býr á höfuðborgarsvæðinu nýti sér almenningssamgöngur eða starfsmannarútu til og frá vinnu að staðaldri. Hjá starfsfólki sem býr í Reykjanesbæ sé hlutfallið einungis um eitt prósent. Þá er bent á að einu almenningssamgöngurnar milli Keflavíkurflugvallar og Reykjanesbæjar haldist ekki í hendur við flugáætlanir, opnunartíma flugstöðvar eða vinnutíma starfsfólks. „Ferðatími, tíðni og kostnaður almenningssamgangna í samanburði við einkabílinn segir mikið til um samkeppnishæfni ferðamátans. Með áframhaldandi aukningu umferðar við Keflavíkurflugvöll og á höfuðborgarsvæðinu lengist óhjákvæmilega ferðatími með almenningssamgöngum nema þær séu í forgangi. Horfa þarf til lausna sem lágmarka og stytta ferðatíma með almenningssamgöngum til og frá Keflavíkurflugvelli,” segir í skýrslunni. Starfshópurinn leggur til að almenningssamgöngur verði því gerðar að samkeppnishæfum ferðamáta. Það er ein af sex aðgerðum sem hópurinn leggur sérstaklega til, sem framtíðarsýn til ársins 2030. Markmið 1: Efla almenningssamgöngur svo að þær þjóni betur íbúum, starfsfólki og ferðamönnum Markmið 2: Afla betri gagna um ferðavenjur starfsfólks og flugfarþega Markmið 3: Fyrirmyndar aðstaða fyrir farþega Markmið 4: Almenningssamgöngur séu samkeppnishæfar við aðra ferðamáta Markmið 5: Almenningssamgöngur séu grænar Markmið 6: Samstarf hagsmunaaðila um áframhaldandi uppbyggingu og þróun almenningssamgangna Þá leggur hópurinn einnig til aðra framtíðarsýn, til ársins 2040. Tillögurnar þar eru eftirfarandi: Vagnar gangi fyrir grænni orku. Innviðir við Keflavíkurflugvöll og á höfuðborgarsvæðinu styðji grænar almenningssamgöngur. Ferðir verði tíðar, greiðfærar og áreiðanlegar – án tafa og krókaleiða. Auðvelt verði að ferðast með farangur, vagna, hjólastóla og reiðhjól. Almenningssamgöngur verði öruggur kostur og aðgengi tryggt fyrir alla . Greiðslukerfi sé notendavænt. Aðstaða fyrir farþega verði til fyrirmyndar. Góðar tengingar við aðrar almenningssamgöngur Í skýrslunni er í mjög stuttu máli minnst á hraðvagna og lest. Það er þegar fjallað er um orðskýringuna á almenningssamgöngum, en þar segir að mögulegar framtíðarlausnir, líkt og hraðvagnar eða lest, falli undir þá skilgreiningu. Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Í skýrslunni er til að mynda bent á að einungis tvö prósent starfsfólks Isavia á flugvellinum sem býr á höfuðborgarsvæðinu nýti sér almenningssamgöngur eða starfsmannarútu til og frá vinnu að staðaldri. Hjá starfsfólki sem býr í Reykjanesbæ sé hlutfallið einungis um eitt prósent. Þá er bent á að einu almenningssamgöngurnar milli Keflavíkurflugvallar og Reykjanesbæjar haldist ekki í hendur við flugáætlanir, opnunartíma flugstöðvar eða vinnutíma starfsfólks. „Ferðatími, tíðni og kostnaður almenningssamgangna í samanburði við einkabílinn segir mikið til um samkeppnishæfni ferðamátans. Með áframhaldandi aukningu umferðar við Keflavíkurflugvöll og á höfuðborgarsvæðinu lengist óhjákvæmilega ferðatími með almenningssamgöngum nema þær séu í forgangi. Horfa þarf til lausna sem lágmarka og stytta ferðatíma með almenningssamgöngum til og frá Keflavíkurflugvelli,” segir í skýrslunni. Starfshópurinn leggur til að almenningssamgöngur verði því gerðar að samkeppnishæfum ferðamáta. Það er ein af sex aðgerðum sem hópurinn leggur sérstaklega til, sem framtíðarsýn til ársins 2030. Markmið 1: Efla almenningssamgöngur svo að þær þjóni betur íbúum, starfsfólki og ferðamönnum Markmið 2: Afla betri gagna um ferðavenjur starfsfólks og flugfarþega Markmið 3: Fyrirmyndar aðstaða fyrir farþega Markmið 4: Almenningssamgöngur séu samkeppnishæfar við aðra ferðamáta Markmið 5: Almenningssamgöngur séu grænar Markmið 6: Samstarf hagsmunaaðila um áframhaldandi uppbyggingu og þróun almenningssamgangna Þá leggur hópurinn einnig til aðra framtíðarsýn, til ársins 2040. Tillögurnar þar eru eftirfarandi: Vagnar gangi fyrir grænni orku. Innviðir við Keflavíkurflugvöll og á höfuðborgarsvæðinu styðji grænar almenningssamgöngur. Ferðir verði tíðar, greiðfærar og áreiðanlegar – án tafa og krókaleiða. Auðvelt verði að ferðast með farangur, vagna, hjólastóla og reiðhjól. Almenningssamgöngur verði öruggur kostur og aðgengi tryggt fyrir alla . Greiðslukerfi sé notendavænt. Aðstaða fyrir farþega verði til fyrirmyndar. Góðar tengingar við aðrar almenningssamgöngur Í skýrslunni er í mjög stuttu máli minnst á hraðvagna og lest. Það er þegar fjallað er um orðskýringuna á almenningssamgöngum, en þar segir að mögulegar framtíðarlausnir, líkt og hraðvagnar eða lest, falli undir þá skilgreiningu.
Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira