Það er töff að vera sauðfjárbóndi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. október 2024 20:05 Bikar og glæsileg verðlaun voru veitt í einstökum flokkum. Hér eru það gimbrarnar með eigendum sínum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íslenska sauðkindin er í mikilli sókn um þessar mundir ef marka má áhuga fólks á viðburðum þar sem hún er til sýnis eins og fjárlitasýningu í Rangárþingi ytra. Það er greinilega mikil stemming fyrir sauðfé og öllu í kringum sauðfjárbúskap ef marka má aðsókn gesta um síðustu helgi á opið hús á fjárlitasýningu á bænum Árbæjarhjáleigu í Rangárþingi ytra á vegum fjárræktarfélagsins Lits. Sérstakir dómarar sáu um að þukla féð og dæma það og voru að sjálfsögðu veitt verðlaun fyrir fallegustu lömbin og þau litfegurstu. „Þetta gefur lífinu gildi. Það er mikill áhugi fyrir íslensku sauðkindinni og gaman að vera í kringum skepnurnar með barnabörnum og öllu fólkinu, þetta er bara mjög gaman,” segir Magnea Bjarnadóttir sauðfjárbóndi í Ásamýri. „Þetta er alltaf jafn gaman og að halda í kindurnar og horfa á dómarana dæma,” segir Sumarliði Erlendsson frá Skarði í Landsveit. En er eitthvað töff við að vera sauðfjárbóndi? „Ég myndi segja það, það er töff, Já, mjög töff,” bætir Sumarliði við. Dómararnir og ritarinn að störfum á fjárlitasýningunni í Árbæjarhjáleigu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Kristinn Guðnason í Árbæjarhjáleigu var kynnir dagsins. Hver er upp á halds liturinn hans þegar íslenska sauðkindin er annars vegar? „Mér finnst voðalega fallegt vel grátt, já, svo eru svona alls lags afbrigði af þessu, sem eru falleg eins og móflekkótt, morbíldótt, mórautt, fallega mórautt fé er mjög fallegt,” segir Kristinn alsæll með daginn. „Þetta er orðið mjög fjölbreytt og svo hefur gerðin batnað rosalega mikið á mislita fénu þannig að fólk getur alveg orðið ræktað mislit fé til slátrunar alveg til samræmis við hvítt fé,” segir Guðlaugur H. Kristmundsson, formaður Fjárræktarfélagsins Lits. Ingvar Pétur Guðbjörnsson (t.v.) tók þátt í fjárlitasýningunni með fé frá sér en hann er hér ásamt Guðlaugi H. Kristmundssyni, formanni Fjárræktarfélagsins Lits.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er svakalega mikill áhugi á kindinni, maður sér það best á svona dögum hvað það eru margir, sem sýna þessu áhuga,” segir Jóhanna Hlöðversdóttir, sauðfjárbóndi á bænum Hellum. En hvað er það að gefa Jóhönnu að vera sauðfjárbóndi? „Það gefur mér tengingu við náttúruna, það gefur uppbyggingu á landi og þetta að getað ræktað, sem sagt ræktað landið mitt, ræktað jörðina mína og að geta kynnt börnunum mínum fyrir náttúrunni og fyrir því hvernig það er að alast upp í kringum dýr,” segir Jóhanna. Fjöldi fólks mætti á fjárlitasýninguna, sem sýnir hvað það er mikill áhugi á íslenska sauðkindinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Landbúnaður Sauðfé Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Sjá meira
Það er greinilega mikil stemming fyrir sauðfé og öllu í kringum sauðfjárbúskap ef marka má aðsókn gesta um síðustu helgi á opið hús á fjárlitasýningu á bænum Árbæjarhjáleigu í Rangárþingi ytra á vegum fjárræktarfélagsins Lits. Sérstakir dómarar sáu um að þukla féð og dæma það og voru að sjálfsögðu veitt verðlaun fyrir fallegustu lömbin og þau litfegurstu. „Þetta gefur lífinu gildi. Það er mikill áhugi fyrir íslensku sauðkindinni og gaman að vera í kringum skepnurnar með barnabörnum og öllu fólkinu, þetta er bara mjög gaman,” segir Magnea Bjarnadóttir sauðfjárbóndi í Ásamýri. „Þetta er alltaf jafn gaman og að halda í kindurnar og horfa á dómarana dæma,” segir Sumarliði Erlendsson frá Skarði í Landsveit. En er eitthvað töff við að vera sauðfjárbóndi? „Ég myndi segja það, það er töff, Já, mjög töff,” bætir Sumarliði við. Dómararnir og ritarinn að störfum á fjárlitasýningunni í Árbæjarhjáleigu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Kristinn Guðnason í Árbæjarhjáleigu var kynnir dagsins. Hver er upp á halds liturinn hans þegar íslenska sauðkindin er annars vegar? „Mér finnst voðalega fallegt vel grátt, já, svo eru svona alls lags afbrigði af þessu, sem eru falleg eins og móflekkótt, morbíldótt, mórautt, fallega mórautt fé er mjög fallegt,” segir Kristinn alsæll með daginn. „Þetta er orðið mjög fjölbreytt og svo hefur gerðin batnað rosalega mikið á mislita fénu þannig að fólk getur alveg orðið ræktað mislit fé til slátrunar alveg til samræmis við hvítt fé,” segir Guðlaugur H. Kristmundsson, formaður Fjárræktarfélagsins Lits. Ingvar Pétur Guðbjörnsson (t.v.) tók þátt í fjárlitasýningunni með fé frá sér en hann er hér ásamt Guðlaugi H. Kristmundssyni, formanni Fjárræktarfélagsins Lits.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er svakalega mikill áhugi á kindinni, maður sér það best á svona dögum hvað það eru margir, sem sýna þessu áhuga,” segir Jóhanna Hlöðversdóttir, sauðfjárbóndi á bænum Hellum. En hvað er það að gefa Jóhönnu að vera sauðfjárbóndi? „Það gefur mér tengingu við náttúruna, það gefur uppbyggingu á landi og þetta að getað ræktað, sem sagt ræktað landið mitt, ræktað jörðina mína og að geta kynnt börnunum mínum fyrir náttúrunni og fyrir því hvernig það er að alast upp í kringum dýr,” segir Jóhanna. Fjöldi fólks mætti á fjárlitasýninguna, sem sýnir hvað það er mikill áhugi á íslenska sauðkindinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Landbúnaður Sauðfé Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Sjá meira