Krem í tísku sem séu börnum stórhættuleg Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 2. október 2024 20:02 Ragna Hlín heldur erindi um aukna notkun á húðvörum meðal ungmenna hjá Lyfju Skeifunni 3. október. Dr. Ragna Hlín Þorleifsdóttir, húðsjúkdómalæknir hjá Húðlæknastöðinni og Húðvaktinni, hefur miklar áhyggjur af aukinni notkun ungmenna á húðvörum fyrir fullorðna, og þá sérstaklega hjá stúlkum. Ragna Hlín segir dæmi um að ungar stúlkur noti húðvörur sem innihaldi virk efni sem séu alls ekki ætluð börnum eða unglingum og geti valdið verulegum skaða. Vörurnar innihalda að sögn Rögnu meðal annars retinól og sýrur, og eru ætlaðar þroskaðri húð til að vinna á húðvandamálum eða draga úr hrukkum. „Það er mikil umræða núna í gangi um þörfina fyrir að nota fyrirbyggjandi vörur, sem er meðal annars ástæða fyrir aukningu á eftirspurn eftir retinol hjá börnum. Síðan telja krakkarnir sig þurfa að eiga tilteknar vörur til að passa inn í hópinn,“ segir Ragna. Hefði getað misst auga Ragna segir húð barna sem ekki hafa náð kynþroska vera afar viðkvæma. Hún þarfnist engra virkra efna. Það nægi að þrífa andlit þeirra með þvottapoka og vatni kvölds og morgna og nota einfalt ilmefnalaust rakakrem. Ef þau vilji nota eitthvað þá sé í lagi að nota mildan andlitshreinsi, rakakrem og svo auðvitað sólarvörn þegar við á, einungis vörur án ilmefna. „Börn eru mun móttækilegri fyrir áhrifum ilmefna og eru því í aukinni hættu á að þróa með sér ofnæmi vegna þeirra. Við sjáum aukna tíðni snertiofnæmis hjá ungum stúlkum í dag miðað við fyrir fimmtán til tuttugu árum.“ Ragna segir alvarleg dæmi koma upp um notkun barna á óæskilegum húðvörum. Áhrif þeirra geti haft varanleg áhrif. „Það kom upp alvarlegt dæmi í Bretlandi nýlega, þar sem stúlka fékk sýkingu í húðina eftir að hafa notað retinól. Sýkingin dreifði sér um andlitið og mátti litlu muna að stúlkan hefði misst augað.“ Markaðssetning beinist að börnum Ragna segir samfélagsmiðla og markaðssetningu snyrtivörufyrirtækja spila lykilhlutverk með því meðal annars að auglýsa vörur í litríkum og fallegum umbúðum sem höfða til þessa hóps. „Á þessum aldri gera ungmenni sér ekki endilega grein fyrir því hvað þetta er mikil markaðssetning en vandamálið er ekki bara TikTok. Þetta er líka snyrtivörumarkaðurinn sem eru meðvitað að höfða til ungmenna. „Ég hef rætt þetta áður í fjölmiðlum, og tel að það sé mikilvægt að útskýra fyrir börnum hvað markaðssetning er. Ungmenni á þessum aldri hafa oft engan skilning á því. Fyrirtækin hanna jafnvel vörumerki sem höfða sérstaklega til barna t.d. með litríkum umbúðum, og auglýsingar beinast beint að þeim, jafnvel með þátttöku barna. Þetta hefur farið út í mikla vitleysu, þar sem áhrifavaldar spila stórt hlutverk í að móta þessa þróun.“ Dæmi um skaðleg efni í vinsælum vörum Ragna bendir á að gott sé að leita aðstoðar hjá sérfræðingum; læknum og starfsfólki apóteka til að finna húðvörur sem henta mismunandi húðgerð og aldri og eru öruggar í notkun. „Sem móðir og fagaðili hef ég tekið þá nálgun að ræða þetta við dóttur mína. Ég skoða hvað hún og vinkonur hennar eru að horfa á TikTok, því þær vilja oft prófa alls konar maska og vörur sem þær sjá þar,“ segir hún. Margir foreldrar sem fara í utanlandsferðir hai meðferðis langa innkaupalista frá börnum sínum, með hinum og þessum vinsælu húðvörum, án þess að gera sér grein fyrir áhættunni sem getur fylgt notkuninni. „Foreldar eru til dæmis að fara í snyrtivöruverslunina Sephora með innkaupalista frá börnum sínum. Þá verður barnið að eignast vörur frá Drunk Elephant, og allskonar vörur með alls konar virkni eins og retinól eða sýrum.“ Ragna Hlín heldur erindi á vegum Lyfju í Skeifunni 3. október kl 20:00 um aukna notkun húðvara meðal ungmenna. Ragna segir áhugann aldrei hafa verið meiri og að nauðsyn sé að fræða almenning um hvað sé sniðugt og hvað ekki í þeim efnum. Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna hér. Heilsa Börn og uppeldi Hár og förðun Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Sjá meira
Ragna Hlín segir dæmi um að ungar stúlkur noti húðvörur sem innihaldi virk efni sem séu alls ekki ætluð börnum eða unglingum og geti valdið verulegum skaða. Vörurnar innihalda að sögn Rögnu meðal annars retinól og sýrur, og eru ætlaðar þroskaðri húð til að vinna á húðvandamálum eða draga úr hrukkum. „Það er mikil umræða núna í gangi um þörfina fyrir að nota fyrirbyggjandi vörur, sem er meðal annars ástæða fyrir aukningu á eftirspurn eftir retinol hjá börnum. Síðan telja krakkarnir sig þurfa að eiga tilteknar vörur til að passa inn í hópinn,“ segir Ragna. Hefði getað misst auga Ragna segir húð barna sem ekki hafa náð kynþroska vera afar viðkvæma. Hún þarfnist engra virkra efna. Það nægi að þrífa andlit þeirra með þvottapoka og vatni kvölds og morgna og nota einfalt ilmefnalaust rakakrem. Ef þau vilji nota eitthvað þá sé í lagi að nota mildan andlitshreinsi, rakakrem og svo auðvitað sólarvörn þegar við á, einungis vörur án ilmefna. „Börn eru mun móttækilegri fyrir áhrifum ilmefna og eru því í aukinni hættu á að þróa með sér ofnæmi vegna þeirra. Við sjáum aukna tíðni snertiofnæmis hjá ungum stúlkum í dag miðað við fyrir fimmtán til tuttugu árum.“ Ragna segir alvarleg dæmi koma upp um notkun barna á óæskilegum húðvörum. Áhrif þeirra geti haft varanleg áhrif. „Það kom upp alvarlegt dæmi í Bretlandi nýlega, þar sem stúlka fékk sýkingu í húðina eftir að hafa notað retinól. Sýkingin dreifði sér um andlitið og mátti litlu muna að stúlkan hefði misst augað.“ Markaðssetning beinist að börnum Ragna segir samfélagsmiðla og markaðssetningu snyrtivörufyrirtækja spila lykilhlutverk með því meðal annars að auglýsa vörur í litríkum og fallegum umbúðum sem höfða til þessa hóps. „Á þessum aldri gera ungmenni sér ekki endilega grein fyrir því hvað þetta er mikil markaðssetning en vandamálið er ekki bara TikTok. Þetta er líka snyrtivörumarkaðurinn sem eru meðvitað að höfða til ungmenna. „Ég hef rætt þetta áður í fjölmiðlum, og tel að það sé mikilvægt að útskýra fyrir börnum hvað markaðssetning er. Ungmenni á þessum aldri hafa oft engan skilning á því. Fyrirtækin hanna jafnvel vörumerki sem höfða sérstaklega til barna t.d. með litríkum umbúðum, og auglýsingar beinast beint að þeim, jafnvel með þátttöku barna. Þetta hefur farið út í mikla vitleysu, þar sem áhrifavaldar spila stórt hlutverk í að móta þessa þróun.“ Dæmi um skaðleg efni í vinsælum vörum Ragna bendir á að gott sé að leita aðstoðar hjá sérfræðingum; læknum og starfsfólki apóteka til að finna húðvörur sem henta mismunandi húðgerð og aldri og eru öruggar í notkun. „Sem móðir og fagaðili hef ég tekið þá nálgun að ræða þetta við dóttur mína. Ég skoða hvað hún og vinkonur hennar eru að horfa á TikTok, því þær vilja oft prófa alls konar maska og vörur sem þær sjá þar,“ segir hún. Margir foreldrar sem fara í utanlandsferðir hai meðferðis langa innkaupalista frá börnum sínum, með hinum og þessum vinsælu húðvörum, án þess að gera sér grein fyrir áhættunni sem getur fylgt notkuninni. „Foreldar eru til dæmis að fara í snyrtivöruverslunina Sephora með innkaupalista frá börnum sínum. Þá verður barnið að eignast vörur frá Drunk Elephant, og allskonar vörur með alls konar virkni eins og retinól eða sýrum.“ Ragna Hlín heldur erindi á vegum Lyfju í Skeifunni 3. október kl 20:00 um aukna notkun húðvara meðal ungmenna. Ragna segir áhugann aldrei hafa verið meiri og að nauðsyn sé að fræða almenning um hvað sé sniðugt og hvað ekki í þeim efnum. Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna hér.
Heilsa Börn og uppeldi Hár og förðun Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Sjá meira