„Þegar menn vaða svona í fjölskylduna mína þá tek ég boxhanskana af“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. september 2024 20:02 Stefán segist lengi hafa verið aðdáandi Gunnars Smára en hafi þótt nóg um þegar sá síðarnefndi hafi beint spjótum sínum að konunni hans. Vísir/Vilhelm Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður segir ekkert að því að menn vaði í hann í opinberri umræðu. Öðru máli gegni um það þegar vaðið sé í fjölskyldu hans en þá segist Stefán Einar taka af sér boxhanskana. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu þar sem Stefán er gestur. Þar ræðir Stefán meðal annars þátttöku sína í opinberri umræðu og tíð netrifrildi, meðal annars við Gunnar Smára Egilsson. Hann segist óhræddur við óvinsældir og að segja hug sinn þrátt fyrir að fá stundum ótrúleg níðskrif frá fólki í einkaskilaboðum. Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir neðan. Hann er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum. Níðskrif dæma sig sjálf Í Einkalífinu segir Stefán að það fái ekkert á hann þegar ráðist sé að honum í umræðunni og hann uppnefndur. Þetta sé aldagamalt verkfæri. „Við sjáum nú bara hvernig Donald Trump uppnefnir alla sína andstæðinga og stundum samherja líka ef hann telur sig eiga eitthvað sökótt við þá, það er bara aðferðafræði sem er viðurkennd og getur oft verið skemmtileg hreinlega, sérstaklega ef það er góður húmor í því og menn hafa gert þetta í minn garð lengi. Það hreyfir ekkert við mér, þetta eru bara þeirra eigin orð og þau dæma sig sjálf.“ Hann segist miklu frekar fá jákvæð ummæli, þar sem fólk þakki honum fyrir að láta slag standa. „Og segja hluti sem margir hugsa. Miklu fleiri heldur en níðyrði og annað í þeim dúr. Ég fæ auðvitað líka stundum inni á Messenger eða í tölvupóst alveg ótrúleg skrif frá fólki og það bara dæmir sig sjálft.“ Boxhanskarnir af Talið berst einnig í þættinum að netrifrildum Stefáns sem gjarnan verða að fréttaefni. Nýjasta dæmi þess eru rifrildi Stefáns við Gunnar Smára Egilsson, stofnanda Sósíalistaflokksins. Stefán segist lengi hafa verið aðdáandi Gunnars Smára, haft gaman af mörgu sem hann hafi gert. „Ég hef kallað hann í viðtöl til mín og ég hef meira að segja gefið honum barnabækur sem ég hef gefið út til þess að hann geti lesið fyrir barnabörnin sín og annað og ég hef reynt að sýna honum vinsemd og verið jákvæður í hans garð en hann tók hinsvegar ákvörðun um það núna í forsetakosningunum síðustu þar sem ég sinnti einfaldlega hlutverki fjölmiðlamanns eins og þú ert að sinna í dag og ákvað þar að ráðast af gegndarlausri hörku og miskunnarleysi á konuna mína, sem hefur ekkert sér til saka unnið, aldrei lagt orð í belg opinberlega eða hallað orði að nokkrum manni.“ Eiginkona Stefáns, Sara Lind Guðbergsdóttir var skipuð tímabundið sem orkumálastjóri í stað Höllu Hrundar Logadóttur á meðan hún var í framboði. Stefán segir Gunnar Smára hafa vaðið í hana augljóslega í þeim tilgangi að koma höggi á hann. „Saka hana jafnvel um lögbrot og annað. Menn mega alveg hamast þannig á mér, ég sef mjög vært þrátt fyrir það, en þegar menn vaða svona í fjölskylduna mína þá tek ég boxhanskana af og svara mönnum með þeim hætti sem ég tel við hæfi. Ég hef þar einfaldlega bent á það hvernig Gunnar hefur vaðið áfram, skilið fólk, launamenn í hans fyrirtækjum eftir með sárt ennið, gjaldþrotasögu og annað í þeim dúr og þetta eru bara hlutir sem ég hef haldið til haga.“ Hægt er að horfa á þáttinn á sjónvarpsvef Vísis. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Einkalífið Mest lesið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Segir sögur með timbri Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu þar sem Stefán er gestur. Þar ræðir Stefán meðal annars þátttöku sína í opinberri umræðu og tíð netrifrildi, meðal annars við Gunnar Smára Egilsson. Hann segist óhræddur við óvinsældir og að segja hug sinn þrátt fyrir að fá stundum ótrúleg níðskrif frá fólki í einkaskilaboðum. Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir neðan. Hann er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum. Níðskrif dæma sig sjálf Í Einkalífinu segir Stefán að það fái ekkert á hann þegar ráðist sé að honum í umræðunni og hann uppnefndur. Þetta sé aldagamalt verkfæri. „Við sjáum nú bara hvernig Donald Trump uppnefnir alla sína andstæðinga og stundum samherja líka ef hann telur sig eiga eitthvað sökótt við þá, það er bara aðferðafræði sem er viðurkennd og getur oft verið skemmtileg hreinlega, sérstaklega ef það er góður húmor í því og menn hafa gert þetta í minn garð lengi. Það hreyfir ekkert við mér, þetta eru bara þeirra eigin orð og þau dæma sig sjálf.“ Hann segist miklu frekar fá jákvæð ummæli, þar sem fólk þakki honum fyrir að láta slag standa. „Og segja hluti sem margir hugsa. Miklu fleiri heldur en níðyrði og annað í þeim dúr. Ég fæ auðvitað líka stundum inni á Messenger eða í tölvupóst alveg ótrúleg skrif frá fólki og það bara dæmir sig sjálft.“ Boxhanskarnir af Talið berst einnig í þættinum að netrifrildum Stefáns sem gjarnan verða að fréttaefni. Nýjasta dæmi þess eru rifrildi Stefáns við Gunnar Smára Egilsson, stofnanda Sósíalistaflokksins. Stefán segist lengi hafa verið aðdáandi Gunnars Smára, haft gaman af mörgu sem hann hafi gert. „Ég hef kallað hann í viðtöl til mín og ég hef meira að segja gefið honum barnabækur sem ég hef gefið út til þess að hann geti lesið fyrir barnabörnin sín og annað og ég hef reynt að sýna honum vinsemd og verið jákvæður í hans garð en hann tók hinsvegar ákvörðun um það núna í forsetakosningunum síðustu þar sem ég sinnti einfaldlega hlutverki fjölmiðlamanns eins og þú ert að sinna í dag og ákvað þar að ráðast af gegndarlausri hörku og miskunnarleysi á konuna mína, sem hefur ekkert sér til saka unnið, aldrei lagt orð í belg opinberlega eða hallað orði að nokkrum manni.“ Eiginkona Stefáns, Sara Lind Guðbergsdóttir var skipuð tímabundið sem orkumálastjóri í stað Höllu Hrundar Logadóttur á meðan hún var í framboði. Stefán segir Gunnar Smára hafa vaðið í hana augljóslega í þeim tilgangi að koma höggi á hann. „Saka hana jafnvel um lögbrot og annað. Menn mega alveg hamast þannig á mér, ég sef mjög vært þrátt fyrir það, en þegar menn vaða svona í fjölskylduna mína þá tek ég boxhanskana af og svara mönnum með þeim hætti sem ég tel við hæfi. Ég hef þar einfaldlega bent á það hvernig Gunnar hefur vaðið áfram, skilið fólk, launamenn í hans fyrirtækjum eftir með sárt ennið, gjaldþrotasögu og annað í þeim dúr og þetta eru bara hlutir sem ég hef haldið til haga.“ Hægt er að horfa á þáttinn á sjónvarpsvef Vísis. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Einkalífið Mest lesið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Segir sögur með timbri Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira