Vopnaburður ungmenna og geðheilsa þeirra var til umræðu á þinginu. Sigurður Ingi sagði skýran vilja hjá löggjafanum búa til umgjörð sem tryggir að við getum bætt okkur á því sviði. Staðið hafi yfir viðræður við sjúkratryggingar en þeim ekki lokið. Þá sagði ráðherra að það væri mikið að gera og skortur væri á starfandi sálfræðingum. „Ef við ætluðum að uppfylla allar þær óskir, kröfur og væntingar.“
Sigurður Ingi sagði aukinheldur að ríkisstjórnin væri að skoða að setja viðbótar fjármuni í málaflokkinn en ofbeldi hafi aukist meðal barna og unglinga.
Þórhildur Sunna var ekki sátt við svör Sigurðar Inga. Hún hafi einfaldlega ekki fengið svar við spurningum sínum: „Hvort ráðherra sæi eftir því að hafa ekki tryggt nægjanlegt fjármagn 2020 til málaflokksins.“ Þórhildur Sunna sagði þetta til marks um endalausa vanvirðingu við ákvarðanir alþingis með að neita að fjármagna þær. „Sér ráðherra eftir þess að hafa virt vilja löggjafans að vettugi og mun hann tryggja niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu fyrir næstu kosningar?“
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar fylgdi fyrirspurn Þorhildar Sunnu eftir og sagði andlega heilsu afgangsstærð og það væri skelfilegt að horfa upp á það. Sótt var hart að Sigurði Inga sem sagði það rétt, það væri vandamál hvernig talað væri til fólks.