Bræður heiðraðir á 100 ára starfsafmæli: „Einfalt, þægilegt og engin keppni“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. september 2024 20:30 Bræðurnir Jón Gils og Steindór Óli Ólasynir hafa starfað hjá sama fyrirtæki síðan 1974. Vísir/Ívar Bræðurnir sem saman fagna hundrað ára starfsafmæli hjá sama fyrirtæki segja samstarfið hafa verið einfalt, þægilegt og laust við keppni í þá hálfu öld sem þeir hafa verið samstarfsfélagar. Það hafi sjaldan eða aldrei hvarflað að þeim að skipta um vinnu. Bræðrunum Steindóri Óla og Jóni Gils Ólasonum var vel fagnað á vinnusvæði Ístaks í Svartsengi í dag. Þeir hafa báðir starfað hjá fyrirtækinu í fimmtíu ár og voru heiðraðir af því tilefni í dag. „Það hefur verið lítið mál. Bara mjög einfalt, þægilegt og engin keppni,“ segir Jón Gils, spurður hvernig hafi gengið að vinna saman í öll þessi ár. Slógu í gegn í Hvalfjarðargöngum Þótt bræðurnir séu ef til vill ekki mikið gefnir fyrir kastljós fjölmiðla prýddu þeir forsíðu DV þann 3. október 1997. Um nóttina höfðu þeir bræður mæst miðja vegu í Hvalfjarðargöngunum þegar þau voru opnuð í gegn, fimm mánuðum á undan áætlun. „Þetta er nóttin áður en formlegt gegnumskot átti sér stað. Þá kom þarna einhver blaðasnápur og tók af okkur mynd sem ekki átti að fara í loftið,“ rifjar Steindór Óli upp, en þeim var afhent innrammað eintak af myndinni í tilefni áfanga hundrað ára starfsafmælisins í dag. Forsíðumyndin sem Þorvaldur Örn Kristmundsson ljósmyndari tók var síðan valin fréttamynd ársins 1997. Bræðurnir hafa sinnt óteljandi verkefnum í gegnum tíðina, en um þessar mundir verkstýrir Steindór til að mynda gerð varnargarða við Grindavík. Spurðir hvað hafi staðið upp úr á löngum ferli segja þeir erfitt að velja eitthvað eitt. Það var faðir þeirra sem einnig starfaði hjá fyrirtækinu sem skaffaði þeim vinnu á sínum tíma árið 1974, og þá var ekki aftur snúið. Feðgarnir eru heldur ekki þeir einu í fjölskyldunni sem hafa starfað hjá Ístak, en bæði eiginkona og tveir synir Steindórs Óla starfa einnig hjá fyrirtækinu. Hvarflaði einhvern tímann að ykkur að prófa eitthvað annað? „Ég sótti einhvern tímann um hjá öðrum en þeir höfnuðu mér allir,“ svarar Steindór. Jón Gils segist sjálfur ekki hafa séð ástæðu til að leita annað. „Það voru einhver tilboð í gangi á einhverjum tímapunkti en maður hugsaði það mjög stutt. Og svo hélt maður bara áfram,“ segir Jón Gils. Tímamót Byggingariðnaður Grindavík Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Bræðrunum Steindóri Óla og Jóni Gils Ólasonum var vel fagnað á vinnusvæði Ístaks í Svartsengi í dag. Þeir hafa báðir starfað hjá fyrirtækinu í fimmtíu ár og voru heiðraðir af því tilefni í dag. „Það hefur verið lítið mál. Bara mjög einfalt, þægilegt og engin keppni,“ segir Jón Gils, spurður hvernig hafi gengið að vinna saman í öll þessi ár. Slógu í gegn í Hvalfjarðargöngum Þótt bræðurnir séu ef til vill ekki mikið gefnir fyrir kastljós fjölmiðla prýddu þeir forsíðu DV þann 3. október 1997. Um nóttina höfðu þeir bræður mæst miðja vegu í Hvalfjarðargöngunum þegar þau voru opnuð í gegn, fimm mánuðum á undan áætlun. „Þetta er nóttin áður en formlegt gegnumskot átti sér stað. Þá kom þarna einhver blaðasnápur og tók af okkur mynd sem ekki átti að fara í loftið,“ rifjar Steindór Óli upp, en þeim var afhent innrammað eintak af myndinni í tilefni áfanga hundrað ára starfsafmælisins í dag. Forsíðumyndin sem Þorvaldur Örn Kristmundsson ljósmyndari tók var síðan valin fréttamynd ársins 1997. Bræðurnir hafa sinnt óteljandi verkefnum í gegnum tíðina, en um þessar mundir verkstýrir Steindór til að mynda gerð varnargarða við Grindavík. Spurðir hvað hafi staðið upp úr á löngum ferli segja þeir erfitt að velja eitthvað eitt. Það var faðir þeirra sem einnig starfaði hjá fyrirtækinu sem skaffaði þeim vinnu á sínum tíma árið 1974, og þá var ekki aftur snúið. Feðgarnir eru heldur ekki þeir einu í fjölskyldunni sem hafa starfað hjá Ístak, en bæði eiginkona og tveir synir Steindórs Óla starfa einnig hjá fyrirtækinu. Hvarflaði einhvern tímann að ykkur að prófa eitthvað annað? „Ég sótti einhvern tímann um hjá öðrum en þeir höfnuðu mér allir,“ svarar Steindór. Jón Gils segist sjálfur ekki hafa séð ástæðu til að leita annað. „Það voru einhver tilboð í gangi á einhverjum tímapunkti en maður hugsaði það mjög stutt. Og svo hélt maður bara áfram,“ segir Jón Gils.
Tímamót Byggingariðnaður Grindavík Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira