Framboð Baldurs þurfti að endurgreiða styrki sem fóru yfir hámark Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2024 18:48 Forsetaframbjóðandinn Baldur Þórhallsson með Felix Bergssyni eiginmanni sínum á kjörstað 1. júní. Anton Brink Baldur Þórhallsson þurfti að endurgreiða félögum sem styrktu forsetaframboð hans um samtals 800.000 krónur. Eigendur félaganna töldust tengdir öðrum félögum sem styrktu framboðið og því var heildarframlag þeirra fram yfir lögbundið hámark. Af þeim forsetaframbjóðendum sem þurftu að standa skil á uppgjöri til ríkisendurskoðunar er Baldur sá eini sem hefur enn ekki fengið staðfestingu á skilunum, tuttugu dögum eftir að skilafrestur rann út. Ástæðan er athugasemdir sem ríkisendurskoðun gerði við uppgjörið sem framboðið skilaði upphaflega. Valgeir Magnússon, kosningastjóri Baldurs, segir að athugasemdirnar hafi varðað framlög frá félögum sem töldust tengdir samkvæmt lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka. Tengdum aðilum ber að telja framlög sín saman en hámarksupphæð framlaga er 400.000 krónur fyrir bæði lögaðila og einstaklinga. Valgeir Magnússon, kosningastjóri Baldurs Þórhallssonar.Vísir/Vilhelm Tvö dæmi voru þannig um að tvö tengd félög hefðu gefið hámarksupphæðina hvort og þannig tvöfalt meira en þeim var heimilt samkvæmt lögum. Valgeir segir að helmingur styrkjanna hafi nú verið endurgreiddur, alls 800.000 krónur. Ríkisútvarpið sagði fyrst frá endurgreiðslunum. „Það tók bara svo langa tíma því við vorum búin að ganga frá og loka bankareikningum. Við þurftum að sækja aftur um bankareikning til þess að geta gert þetta með löglegum hætti og sýnt kvittanir til ríkisendurskoðunar eins og við áttum að gera,“ segir Valgeir. Alls nam kostnaður við framboð Baldurs um tuttugu milljónum króna, að sögn Valgeirs. Framboð Baldurs var þannig það fimmta dýrasta. Baldur var í fimmta sæti í kosningunum með 8,4 prósent atkvæða. Valgeir segir að langstærstur hluti framlaganna til framboðsins hafi verið frá einstaklingum sem styrktu það um á bilinu fimm til fimmtán þúsund krónur. Forsetakosningar 2024 Ríkisendurskoðun Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Af þeim forsetaframbjóðendum sem þurftu að standa skil á uppgjöri til ríkisendurskoðunar er Baldur sá eini sem hefur enn ekki fengið staðfestingu á skilunum, tuttugu dögum eftir að skilafrestur rann út. Ástæðan er athugasemdir sem ríkisendurskoðun gerði við uppgjörið sem framboðið skilaði upphaflega. Valgeir Magnússon, kosningastjóri Baldurs, segir að athugasemdirnar hafi varðað framlög frá félögum sem töldust tengdir samkvæmt lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka. Tengdum aðilum ber að telja framlög sín saman en hámarksupphæð framlaga er 400.000 krónur fyrir bæði lögaðila og einstaklinga. Valgeir Magnússon, kosningastjóri Baldurs Þórhallssonar.Vísir/Vilhelm Tvö dæmi voru þannig um að tvö tengd félög hefðu gefið hámarksupphæðina hvort og þannig tvöfalt meira en þeim var heimilt samkvæmt lögum. Valgeir segir að helmingur styrkjanna hafi nú verið endurgreiddur, alls 800.000 krónur. Ríkisútvarpið sagði fyrst frá endurgreiðslunum. „Það tók bara svo langa tíma því við vorum búin að ganga frá og loka bankareikningum. Við þurftum að sækja aftur um bankareikning til þess að geta gert þetta með löglegum hætti og sýnt kvittanir til ríkisendurskoðunar eins og við áttum að gera,“ segir Valgeir. Alls nam kostnaður við framboð Baldurs um tuttugu milljónum króna, að sögn Valgeirs. Framboð Baldurs var þannig það fimmta dýrasta. Baldur var í fimmta sæti í kosningunum með 8,4 prósent atkvæða. Valgeir segir að langstærstur hluti framlaganna til framboðsins hafi verið frá einstaklingum sem styrktu það um á bilinu fimm til fimmtán þúsund krónur.
Forsetakosningar 2024 Ríkisendurskoðun Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira