Skerjafjarðarskáldið krefst afsökunarbeiðni – annars fer það í mál Jakob Bjarnar skrifar 20. september 2024 10:02 Kristján telur sig hafa orðið fyrir óásættanlegri aðdróttun þegar Berglind greip til hendingar úr söngbók hans og notaði sem fyrirsögn á grein þar sem vindmyllur eru lofaðar. Kristján krefst afsökunarbeiðni og að hún breyti titli greinar sinnar. vísir/vilhelm Kristján Hreinsson skáld sem kenndur hefur verið við Skerjafjörðinn segir það gersamlega óásættanlegt að hending úr hans höfundarverki sé notuð sem einskonar slagorð fyrir vindmylluuppbyggingu. Um er að ræða hendinguna „Dansaðu vindur“ sem er úr söngbók Kristjáns. Skáldinu er hreinlega misboðið og hann tjáir sig um það hversu misboðið honum er á Facebooksíðu sinni. Hann hótar málaferlum. „Ég sá í gær fullkomlega óviðeigandi aðdróttun að heiðri listamanns. Reyndar er þetta alvöru árás á höfundarétt. Þar er ég á hlut að máli, við ég að á mig verði hlustað.“ Glæpsamlegt að nota titil á einu þekktasta jólalaginu í lofgerð um vindmyllur Forsaga málsins er sú að Berglind Ósk Guðmundsdóttir, sem Kristján tekur skýrt fram að hann þekki ekki neitt og viti ekkert um, hafi þann 19. september á þessu ári ritað grein undir fyrirsögninni: Dansaðu vindur. Greinin fjallar um vindmyllur og einkavæðingu orkulinda. „Á Íslandi er eftirspurnin eftir raforku mikil. Það er jákvætt að atvinnulífið sé svo blómlegt að umframeftirspurn hafi myndast en neikvætt ef stjórnvöld ná ekki að tryggja að af framkvæmdum verði vegna seinagangs í uppbyggingu á raforkukerfinu.“ Kristjáni er hreinlega brugðið við lesturinn: „Að nota nafn á einu frægasta jólalagi til þess að opna fyrir að örfáir auðmenn eignist alla raforku á Íslandi, það er í mínum huga hreinlega glæpsamlegt.“ Svona gerir maður ekki Kristjáni hugnast ekki að þeir sem vilji að raforka verði einkavædd og vindorkum komið upp um víð og dreif á Íslandi undir slagorði sem sótt er í hans kveðskap sé óásættanlegt með öllu: „Þá munu kærumál fara af stað. Með því að nota titil frægs söngtexta í pólitískum tilgangi er vegið að sæmdarrétti.“ Og Kristján vitnar í Wikipedia þar sem segir um þennan hluta höfundarréttar: „Sæmdarréttur leiðir af þeirri hugmynd að verk höfundar sé framlenging á persónu hans. Sæmdarrétturinn er þannig oftast persónubundinn (aðeins höfundurinn sjálfur getur verið málsaðili) og óframseljanlegur, öfugt við hinn meginhluta höfundaréttar, fjárhagslegu réttindin.“ Kristján setur fram þá kröfu að Berglind Ósk biði sig opinberlega afsökunar og fjarlægi hendingu sína úr titli greinar sinnar. „Öllu sómakæru fólki ætti að skiljast að svona gerir maður ekki.“ Höfundarréttur Orkumál Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Erlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Um er að ræða hendinguna „Dansaðu vindur“ sem er úr söngbók Kristjáns. Skáldinu er hreinlega misboðið og hann tjáir sig um það hversu misboðið honum er á Facebooksíðu sinni. Hann hótar málaferlum. „Ég sá í gær fullkomlega óviðeigandi aðdróttun að heiðri listamanns. Reyndar er þetta alvöru árás á höfundarétt. Þar er ég á hlut að máli, við ég að á mig verði hlustað.“ Glæpsamlegt að nota titil á einu þekktasta jólalaginu í lofgerð um vindmyllur Forsaga málsins er sú að Berglind Ósk Guðmundsdóttir, sem Kristján tekur skýrt fram að hann þekki ekki neitt og viti ekkert um, hafi þann 19. september á þessu ári ritað grein undir fyrirsögninni: Dansaðu vindur. Greinin fjallar um vindmyllur og einkavæðingu orkulinda. „Á Íslandi er eftirspurnin eftir raforku mikil. Það er jákvætt að atvinnulífið sé svo blómlegt að umframeftirspurn hafi myndast en neikvætt ef stjórnvöld ná ekki að tryggja að af framkvæmdum verði vegna seinagangs í uppbyggingu á raforkukerfinu.“ Kristjáni er hreinlega brugðið við lesturinn: „Að nota nafn á einu frægasta jólalagi til þess að opna fyrir að örfáir auðmenn eignist alla raforku á Íslandi, það er í mínum huga hreinlega glæpsamlegt.“ Svona gerir maður ekki Kristjáni hugnast ekki að þeir sem vilji að raforka verði einkavædd og vindorkum komið upp um víð og dreif á Íslandi undir slagorði sem sótt er í hans kveðskap sé óásættanlegt með öllu: „Þá munu kærumál fara af stað. Með því að nota titil frægs söngtexta í pólitískum tilgangi er vegið að sæmdarrétti.“ Og Kristján vitnar í Wikipedia þar sem segir um þennan hluta höfundarréttar: „Sæmdarréttur leiðir af þeirri hugmynd að verk höfundar sé framlenging á persónu hans. Sæmdarrétturinn er þannig oftast persónubundinn (aðeins höfundurinn sjálfur getur verið málsaðili) og óframseljanlegur, öfugt við hinn meginhluta höfundaréttar, fjárhagslegu réttindin.“ Kristján setur fram þá kröfu að Berglind Ósk biði sig opinberlega afsökunar og fjarlægi hendingu sína úr titli greinar sinnar. „Öllu sómakæru fólki ætti að skiljast að svona gerir maður ekki.“
Höfundarréttur Orkumál Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Erlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira