Grænt ljós á Ekkó en ekki Baldr Atli Ísleifsson skrifar 18. september 2024 14:32 Þessir tvíburar gætu nú borið nöfnin Ekkó og Melía. Getty Mannanafnanefnd hefur samþykkt beiðnir um karlkynseiginnöfnin Ekkó og Milan og kvenkynseiginnöfnin Dúrra, Hafsól, Imba, Melía, Marselín og Sisa. Nefndin ákvað þó að hafna beiðnum um eigin- og millinafnið Gonzales og sömuleiðis karlkynseiginnafnið Baldr. Varðandi nafnið Gonzales mat nefndin það sem svo að það reyndi á skilyrði í lögum um mannanöfn um að þau skulu rituð í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Gonzales væri ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls þar sem bókstafurinn z væri ekki í íslenska stafrófinu. Þannig hefði einungis verið hægt að samþykkja nafnið ef hefð væri fyrir rithætti nafnsins. Svo sé ekki og því var ákveðið að nafna beiðnunum. Varðandi beiðni um eiginnafnið Baldr reyndi á sama skilyrði lagana þar sem nafnið Baldr væri ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls. Segir í úrskurðinum að sá ritháttur að sleppa bókstafnum u i endingum orða, til dæmis maðr í stað maður, hefr í stað hefur og góðr í stað góður, fari gegn almennum ritreglum íslensks máls og sé andstæður íslenskri hljóðþróun. Áður hafði nefndin einnig hafnað beiðnum um að samþykkja nöfnun Víkingr og Óðr. „Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá ber enginn einstaklingur, sem uppfyllir skilyrði vinnulagsreglnanna, eiginnafnið Baldr. Nafnið kemur heldur ekki fyrir í manntölum frá 1703 til 1920. Telst því ekki hefð fyrir rithætti nafnsins og beiðninni hafnað.“ segir í úrskurði mannanafnanefndar. Mannanöfn Tengdar fréttir Telja nafnið geta orðið nafnbera til ama og segja nei Mannanafnanefnd hefur lagt blessun sína yfir kvenkynseiginnafnið Kilja og samþykkt millinafnið Baróns. Nefndin hafnaði hins vegar beiðni um kvenkynseiginnafnið Álft þar sem orðið er talið hafa neikvæða og óvirðulega merkingu og gæti þannig orðið nafnbera til ama. 11. september 2024 12:40 Samþykkja nafnið Buffý en hafna tveimur nöfnum Mannanafnanefnd hefur samþykkt eiginnöfnin Buffý og Amira og hafa þau verið færð á mannanafnaskrá. 28. ágúst 2024 15:01 Nú má heita Arló og Marló en ekki Salvarr Mannanafnanefnd birti í vikunni tíu úrskurði þar sem teknar voru fyrir nafnabeiðnir. Allar beiðnir voru samþykktar utan beiðni þess sem vill heita Salvarr. 21. ágúst 2024 12:50 Nú má heita Roj Mannanafnanefnd samþykkti í síðustu viku sex eiginnöfn, þar af fjögur kvenmannsnöfn og tvö karlmannsnöfn. Hins vegar var einu nafni hafnað. 8. júlí 2024 12:39 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Nefndin ákvað þó að hafna beiðnum um eigin- og millinafnið Gonzales og sömuleiðis karlkynseiginnafnið Baldr. Varðandi nafnið Gonzales mat nefndin það sem svo að það reyndi á skilyrði í lögum um mannanöfn um að þau skulu rituð í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Gonzales væri ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls þar sem bókstafurinn z væri ekki í íslenska stafrófinu. Þannig hefði einungis verið hægt að samþykkja nafnið ef hefð væri fyrir rithætti nafnsins. Svo sé ekki og því var ákveðið að nafna beiðnunum. Varðandi beiðni um eiginnafnið Baldr reyndi á sama skilyrði lagana þar sem nafnið Baldr væri ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls. Segir í úrskurðinum að sá ritháttur að sleppa bókstafnum u i endingum orða, til dæmis maðr í stað maður, hefr í stað hefur og góðr í stað góður, fari gegn almennum ritreglum íslensks máls og sé andstæður íslenskri hljóðþróun. Áður hafði nefndin einnig hafnað beiðnum um að samþykkja nöfnun Víkingr og Óðr. „Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá ber enginn einstaklingur, sem uppfyllir skilyrði vinnulagsreglnanna, eiginnafnið Baldr. Nafnið kemur heldur ekki fyrir í manntölum frá 1703 til 1920. Telst því ekki hefð fyrir rithætti nafnsins og beiðninni hafnað.“ segir í úrskurði mannanafnanefndar.
Mannanöfn Tengdar fréttir Telja nafnið geta orðið nafnbera til ama og segja nei Mannanafnanefnd hefur lagt blessun sína yfir kvenkynseiginnafnið Kilja og samþykkt millinafnið Baróns. Nefndin hafnaði hins vegar beiðni um kvenkynseiginnafnið Álft þar sem orðið er talið hafa neikvæða og óvirðulega merkingu og gæti þannig orðið nafnbera til ama. 11. september 2024 12:40 Samþykkja nafnið Buffý en hafna tveimur nöfnum Mannanafnanefnd hefur samþykkt eiginnöfnin Buffý og Amira og hafa þau verið færð á mannanafnaskrá. 28. ágúst 2024 15:01 Nú má heita Arló og Marló en ekki Salvarr Mannanafnanefnd birti í vikunni tíu úrskurði þar sem teknar voru fyrir nafnabeiðnir. Allar beiðnir voru samþykktar utan beiðni þess sem vill heita Salvarr. 21. ágúst 2024 12:50 Nú má heita Roj Mannanafnanefnd samþykkti í síðustu viku sex eiginnöfn, þar af fjögur kvenmannsnöfn og tvö karlmannsnöfn. Hins vegar var einu nafni hafnað. 8. júlí 2024 12:39 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Telja nafnið geta orðið nafnbera til ama og segja nei Mannanafnanefnd hefur lagt blessun sína yfir kvenkynseiginnafnið Kilja og samþykkt millinafnið Baróns. Nefndin hafnaði hins vegar beiðni um kvenkynseiginnafnið Álft þar sem orðið er talið hafa neikvæða og óvirðulega merkingu og gæti þannig orðið nafnbera til ama. 11. september 2024 12:40
Samþykkja nafnið Buffý en hafna tveimur nöfnum Mannanafnanefnd hefur samþykkt eiginnöfnin Buffý og Amira og hafa þau verið færð á mannanafnaskrá. 28. ágúst 2024 15:01
Nú má heita Arló og Marló en ekki Salvarr Mannanafnanefnd birti í vikunni tíu úrskurði þar sem teknar voru fyrir nafnabeiðnir. Allar beiðnir voru samþykktar utan beiðni þess sem vill heita Salvarr. 21. ágúst 2024 12:50
Nú má heita Roj Mannanafnanefnd samþykkti í síðustu viku sex eiginnöfn, þar af fjögur kvenmannsnöfn og tvö karlmannsnöfn. Hins vegar var einu nafni hafnað. 8. júlí 2024 12:39