Forseti Íslands leggur áherslu á friðsæl samfélög á Norðurlöndum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. september 2024 15:06 Ráðstefnan tókst einstaklega vel enda mikil ánægja með hana hjá þátttakendum og skipuleggjendum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Forseti Íslands leggur áherslu á að Norðurlöndin séu friðsæl samfélög, sem láta sig varða frið á heimsvísu því stærri þjóðir eiga í vaxandi mæli erfitt með að láta til sín taka þegar friður er annars vegar. Norrænu nefndirnar á vegum UNESCO funduðu nýlega í nokkra daga á Hótel Örk í Hveragerði þar sem boðið var upp á fjölbreytta fyrirlestra og vettvangsferðir. Nefndirnar hittast árlega til að stilla saman strengi sína og til að sjá hvað er að gerst í löndunum. Landsnefnd Íslands kynnti meðal annars sín verkefni en hvaða verkefni eru það helst? Sæunn Stefánsdóttir er formaður landsnefndar Unesco á Íslandi. „Það eru til dæmis jarðvangarnir okkar, við erum bæði með Kötlu Geopark og Reykjanes Geopark, sem að kynntu starfsemi sína. Við vorum hérna áðan að heyra af starfsemi Gró og jafnréttisskólans, sem vinna frábært starf, sem við Íslendingar erum mjög stolt af,“ segir Sæunn. Sæunn Stefánsdóttir, sem er formaður landsnefndar Unesco á Íslandi hér í ræðustóli á ráðstefnunni í Hveragerði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Halla Tómasdóttir, forseti Íslands ávarpaði ráðstefnuna og lagði áherslu á frið í heiminum. „Þetta er auðvitað mikilvægasta vinnan í heiminum í dag að reyna að ná samstöðu um þau markmið, sem við þurfum að vera að vinna að, heimsmarkmiðin. Og ég vil að Norðurlöndin séu friðsæl samfélög, sem láta sig varða frið á heimsvísu,“ segir Halla. En það eru miklar sviptingar í heiminum, mikið að gerast eins og stríð. Hvað segir Halla við því? „Já, þetta eru sennilega mest krefjandi tímar, sem við höfum verið upp á en er það nú ekki spennandi verkefni að fá að vera til á krefjandi tímum og reyna að gera eitthvað í því. Það held ég sé tilgangur að vinna og lifa fyrir.“ Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir á UNESCO ráðstefnunni í Hveragerði, sem hún ávarpaði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Halla segir að Ísland geti svo sannarlega lagt sitt af mörkum. „Já við leiðum bæði hvað varðar jarðvarmann og jafnréttið og við eigum sögu um að hafa verið friðsæl þjóð. Við eigum góðar menntastofnanir og höfum margt að kenna öðrum, þannig að ég held að við höfum hlutverki að gegna en við erum án efa sterkari ef að Norðurlöndin vinna saman og jafn vel ef við teygjum okkur út fyrir Norðurlöndin og vinnum með öðrum smáþjóðum því að stærri þjóðir eiga í vaxandi mæli erfitt með að láta til sín taka og lausnirnar verða kannski meira til hjá smærri þjóðum í dag,“ segir forseti Íslands. Landsnefnd Íslands kynnti meðal annars sín verkefni, sem eru fjölmörg á ráðstefnunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hveragerði Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira
Norrænu nefndirnar á vegum UNESCO funduðu nýlega í nokkra daga á Hótel Örk í Hveragerði þar sem boðið var upp á fjölbreytta fyrirlestra og vettvangsferðir. Nefndirnar hittast árlega til að stilla saman strengi sína og til að sjá hvað er að gerst í löndunum. Landsnefnd Íslands kynnti meðal annars sín verkefni en hvaða verkefni eru það helst? Sæunn Stefánsdóttir er formaður landsnefndar Unesco á Íslandi. „Það eru til dæmis jarðvangarnir okkar, við erum bæði með Kötlu Geopark og Reykjanes Geopark, sem að kynntu starfsemi sína. Við vorum hérna áðan að heyra af starfsemi Gró og jafnréttisskólans, sem vinna frábært starf, sem við Íslendingar erum mjög stolt af,“ segir Sæunn. Sæunn Stefánsdóttir, sem er formaður landsnefndar Unesco á Íslandi hér í ræðustóli á ráðstefnunni í Hveragerði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Halla Tómasdóttir, forseti Íslands ávarpaði ráðstefnuna og lagði áherslu á frið í heiminum. „Þetta er auðvitað mikilvægasta vinnan í heiminum í dag að reyna að ná samstöðu um þau markmið, sem við þurfum að vera að vinna að, heimsmarkmiðin. Og ég vil að Norðurlöndin séu friðsæl samfélög, sem láta sig varða frið á heimsvísu,“ segir Halla. En það eru miklar sviptingar í heiminum, mikið að gerast eins og stríð. Hvað segir Halla við því? „Já, þetta eru sennilega mest krefjandi tímar, sem við höfum verið upp á en er það nú ekki spennandi verkefni að fá að vera til á krefjandi tímum og reyna að gera eitthvað í því. Það held ég sé tilgangur að vinna og lifa fyrir.“ Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir á UNESCO ráðstefnunni í Hveragerði, sem hún ávarpaði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Halla segir að Ísland geti svo sannarlega lagt sitt af mörkum. „Já við leiðum bæði hvað varðar jarðvarmann og jafnréttið og við eigum sögu um að hafa verið friðsæl þjóð. Við eigum góðar menntastofnanir og höfum margt að kenna öðrum, þannig að ég held að við höfum hlutverki að gegna en við erum án efa sterkari ef að Norðurlöndin vinna saman og jafn vel ef við teygjum okkur út fyrir Norðurlöndin og vinnum með öðrum smáþjóðum því að stærri þjóðir eiga í vaxandi mæli erfitt með að láta til sín taka og lausnirnar verða kannski meira til hjá smærri þjóðum í dag,“ segir forseti Íslands. Landsnefnd Íslands kynnti meðal annars sín verkefni, sem eru fjölmörg á ráðstefnunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hveragerði Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira