Vonast til að fá vinnu að námi loknu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. september 2024 20:02 Anna Björk Elkjær Emilsdóttir og Helena Júlía Steinarsdóttir, 22 ára nemendur. Vísir/Einar Nýtt nám fyrir fólk með þroskahömlun og aðrar fatlanir hófst í vikunni en ráðist var í verkefnið til að auka atvinnuþátttöku fólks með mismikla starfsgetu. Námið býður upp á starfsþjálfun og fræðslu en nemendur sem fréttastofa ræddi við vonuðust til að verða leikskólakennarar eða starfa í félagsmiðstöð Vinnumálastofnun stendur fyrir verkefninu en 60 nemendur á ellefu stöðum á landinu hafa skráð sig í námið sem heitir Færniþjálfun á vinnumarkaði en það fer fram í símenntunarmiðstöðvum og stofnunum. Verkefnið er einnig hluti af landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks sem samþykkt var á Alþingi fyrr á árinu. „Færniþjálfunin er tekin á einni önn og inniber bæði starfsþjálfun og fræðslu. Í boði er starfstengt nám við félags- og þjónustustörf, á lager/vöruhúsi, við endurvinnslu, á leikskóla, í ferðaþjónustu og í verslun. Námið er hluti af því námi sem fræðsluaðilar um allt land bjóða upp á (sí- og endurmenntun) og skrifað inn í íslenska hæfnirammann. Það er gríðarlega mikilvægt því þá erum við ekki að taka fatlað fólk til hliðar eins og gert hefur verið hingað til og segja að eitthvað annað eigi að gilda um það en aðra,“ segir í tilkynningu um nýja námið. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hélt tölu fyrir nemendur og starfsfólk.Vísir/Einar Langar að vinna á leikskóla Nemendur sem að fréttastofa ræddi við í dag sögðust mjög spenntir fyrir náminu og vonuðust til þess að fá vinnu að námi loknu. „Bara mjög gott að komast inn í svona verkefni sem að gefur gott fyrir mig og vonandi kemst ég bara lengra með þetta,“ sagði Anna Björk Elkjær Emilsdóttir, 22 ára nemandi. Hvernig vinnu myndirðu helst vilja fá? „Leikskóla, fara í leikskóla og kynnast því. Mér finnst bara gaman að vera með krökkunum og leika mér og svona, svo það er bara gaman.“ Anna Björk Elkjær Emilsdóttir, 22 ára nemandi. Finnst gaman að vinna með börnum Helena Júlía Steinarsdóttir, annar 22 ára nemandi, sagðist vonast til þess að fá vinnu á frístundarheimili í Vesturbænum því þar sé svo gaman að vinna með börnum. Spurð hvernig námið hefst segir hún: „Við eigum að koma og bíða eftir kennaranum og svo þegar hún kemur þá byrjum við bara að tala og fara yfir það sem við erum að fara gera í dag.“ Ertu strax búin að læra eitthvað? „Nei ekki mikið ég var bara að byrja síðasta mánudag.“ Helena Júlía Steinarsdóttir, 22 ára nemandi.Vísir/Einar „Hefur gríðarlega mikla þýðingu“ Sara Dögg Svanhildardóttir, sérfræðingur í atvinnutækifærum fatlaðs fólks sem hannaði og undirbjó námslínuna, segir að um mikilvæg tímamót sé að ræða og frábært að verkefnið skili fólki inn á almennan vinnumarkað en ekki í sértæk störf. „Þetta hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir þennan hóp sem er að taka þátt í þessu verkefni núna sem er einn viðkvæmasti hópurinn í samfélaginu. Við erum að gefa þeim tækifæri og vonandi til framtíðar. Ég veit bara að það var mikil eftirspurn eftir þessu og það eru fleiri sem bíða eftir því að fá að taka þátt.“ Sara Dögg Svanhildardóttir, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun.Vísir/Einar Spennandi og gefandi að efla náms- og starfstækifæri Verkefnið er hluti af breytingum á örorkulífeyriskerfinu sem að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, kynnti fyrr á árinu undir heitinu Öll með. „Þetta er einn bútur í keðjunni sem við erum að vinna í um þessar mundir og ofboðslega spennandi og gefandi að taka þátt í að efla bæði náms- og starfstækifæri fatlaðs fólks.“ Hópmynd var tekin eftir að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hélt tölu fyrir nemendur og starfsfólk. Félagsmál Vinnumarkaður Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Sviptir Harris vernd Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Fleiri fréttir Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sjá meira
Vinnumálastofnun stendur fyrir verkefninu en 60 nemendur á ellefu stöðum á landinu hafa skráð sig í námið sem heitir Færniþjálfun á vinnumarkaði en það fer fram í símenntunarmiðstöðvum og stofnunum. Verkefnið er einnig hluti af landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks sem samþykkt var á Alþingi fyrr á árinu. „Færniþjálfunin er tekin á einni önn og inniber bæði starfsþjálfun og fræðslu. Í boði er starfstengt nám við félags- og þjónustustörf, á lager/vöruhúsi, við endurvinnslu, á leikskóla, í ferðaþjónustu og í verslun. Námið er hluti af því námi sem fræðsluaðilar um allt land bjóða upp á (sí- og endurmenntun) og skrifað inn í íslenska hæfnirammann. Það er gríðarlega mikilvægt því þá erum við ekki að taka fatlað fólk til hliðar eins og gert hefur verið hingað til og segja að eitthvað annað eigi að gilda um það en aðra,“ segir í tilkynningu um nýja námið. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hélt tölu fyrir nemendur og starfsfólk.Vísir/Einar Langar að vinna á leikskóla Nemendur sem að fréttastofa ræddi við í dag sögðust mjög spenntir fyrir náminu og vonuðust til þess að fá vinnu að námi loknu. „Bara mjög gott að komast inn í svona verkefni sem að gefur gott fyrir mig og vonandi kemst ég bara lengra með þetta,“ sagði Anna Björk Elkjær Emilsdóttir, 22 ára nemandi. Hvernig vinnu myndirðu helst vilja fá? „Leikskóla, fara í leikskóla og kynnast því. Mér finnst bara gaman að vera með krökkunum og leika mér og svona, svo það er bara gaman.“ Anna Björk Elkjær Emilsdóttir, 22 ára nemandi. Finnst gaman að vinna með börnum Helena Júlía Steinarsdóttir, annar 22 ára nemandi, sagðist vonast til þess að fá vinnu á frístundarheimili í Vesturbænum því þar sé svo gaman að vinna með börnum. Spurð hvernig námið hefst segir hún: „Við eigum að koma og bíða eftir kennaranum og svo þegar hún kemur þá byrjum við bara að tala og fara yfir það sem við erum að fara gera í dag.“ Ertu strax búin að læra eitthvað? „Nei ekki mikið ég var bara að byrja síðasta mánudag.“ Helena Júlía Steinarsdóttir, 22 ára nemandi.Vísir/Einar „Hefur gríðarlega mikla þýðingu“ Sara Dögg Svanhildardóttir, sérfræðingur í atvinnutækifærum fatlaðs fólks sem hannaði og undirbjó námslínuna, segir að um mikilvæg tímamót sé að ræða og frábært að verkefnið skili fólki inn á almennan vinnumarkað en ekki í sértæk störf. „Þetta hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir þennan hóp sem er að taka þátt í þessu verkefni núna sem er einn viðkvæmasti hópurinn í samfélaginu. Við erum að gefa þeim tækifæri og vonandi til framtíðar. Ég veit bara að það var mikil eftirspurn eftir þessu og það eru fleiri sem bíða eftir því að fá að taka þátt.“ Sara Dögg Svanhildardóttir, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun.Vísir/Einar Spennandi og gefandi að efla náms- og starfstækifæri Verkefnið er hluti af breytingum á örorkulífeyriskerfinu sem að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, kynnti fyrr á árinu undir heitinu Öll með. „Þetta er einn bútur í keðjunni sem við erum að vinna í um þessar mundir og ofboðslega spennandi og gefandi að taka þátt í að efla bæði náms- og starfstækifæri fatlaðs fólks.“ Hópmynd var tekin eftir að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hélt tölu fyrir nemendur og starfsfólk.
Félagsmál Vinnumarkaður Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Sviptir Harris vernd Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Fleiri fréttir Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sjá meira